Skessuhorn - 26.08.2020, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 26. áGúSt 202020
Vörur og þjónusta
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
H P Pípulagnir ehf.
Alhliða pípulagnaþjónusta
Hilmir 820-3722
Páll 699-4067
hppipulagnir@gmail.com
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
8
Fyrir alla vigtun
Húsarafmagn
Töflusmíði
Iðnaðarrafmagn
Bátarafmagn
Bílarafmagn
RAFMAGN
vogir@vogir.is Sími 433-2202
VOGIR
Bílavogir
Kranavogir
Skeifuvogir
Pallvogir
Aflestrarhausar
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
• Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti
BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS
S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com
Vinnum fyrir öll tryggingafélög
Pennagrein
Fjölmenningarverkefnið tungu-
málatöfrar er samfélagsverkefni
sem hófst á Ísafirði fyrir þrem-
ur árum og er tækifæri fyrir börn
af ólíkum uppruna að kynnast
betur íslenskri tungu og menn-
ingu. Börnin eiga það sameigin-
legt að alast upp við tungumál og
menningu sem eru önnur en for-
eldra þeirra. Verkefnið hefur vax-
ið og dafnað og nýverið var hald-
ið málþing á Ísafirði um þróun ís-
lenskukennslu fyrir fjöltyngd börn
og tókst það með ágætum og mikill
áhugi er á að verkefnið breiðist út
um landið.
á málþinginu töluðu m.a. ung
kona, Ayah Ahmad menntaskóla-
nemi á Ísafirði, sem er flóttamaður
frá Sýrlandi og hefur dvalið með
fjölskyldu sinni fyrir vestan í tvö
ár og talar ótrúlega góða íslensku.
Hún sýndi okkur inn í þann veru-
leika sem flóttamenn víða um heim
búa við og hve tungumálið getur
verið mikilvægur lykill að betra lífi
í ókunnu landi langt frá heimahö-
gum en þar sem friður og öryggi
ríkir eins og hér á Íslandi.
Anna Hildur Hildibrandsdóttir á
heiðurinn af því að koma þessu ver-
kefni á laggirnar og hefur fengið til
liðs við sig fjölda áhugasamra aði-
la bæði einstaklinga og fyrirtæki og
stofnað hefur verið um það félag.
Verkefnið hefur sannað sig og því
mikilvægt að það breiðist út um
landið í samstarfi við Fjölmennin-
garsetrið og aðra áhugasama aðila.
tungumálatöfrar hafa staðið fyrir
íslenskunámskeiðum á Ísafirði í ge-
gnum listsköpun og leik fyrir 5 – 11
ára börn frá árinu 2017 ásamt úti-
vistarnámskeiðum. Kennarar nota
myndlist, tónlist, sögur og leiki til
að leiða börnin áfram í umhverfi
sem eflir málvitund og styrkir sjálfs-
mynd þeirra. Hátíð er haldin á lo-
kadeginum þar sem fjölbreytileika-
num er fagnað á margvíslegan hátt.
Þannig er stuðlað að samtali og
blöndun á milli þjóðfélagshópa og
lagður sterkari grunnur að þátttö-
ku þeirra í íslensku samfélagi. Um
leið eru foreldrar og forráðamenn
barnanna virkjaðir með þátttöku í
hátíð sem haldin er í lok námskeið-
sins þar sem er m.a. boðið upp á
matarupplifun frá ólíkum heims-
hornum og afrakstur námskeiðsins
kynntur.
Verkefnið hefur m.a. verið styrkt
af Barnamenningarsjóði, Prófes-
sorsembættinu á Hrafnseyri, Ísa-
fjarðarbæ, Uppbyggingarsjóði, ver-
kalýðsfélögum og fiskvinnslufyrir-
tækjum í bæjarfélaginu.
Mikilvægt er að hægt verði að
þróa námsgagnagerð og efla nýskö-
pun fyrir íslenskukennslu til þeirra
fjöltyngdu markhópa sem unnið er
með.
Verkefnið tungumálatöfrar er
komið til að vera og styrkir okkar
fjölmenningarsamfélag eykur skil-
ning og samstöðu barna og forel-
dra af ólíku þjóðerni óháð búsetu
og brýtur niður múra.
Það var ánægjulegt að sitja þetta
málþing og finna kraftinn og áhu-
gann sem þar ríkti. til hamingju
með þetta þarfa framtak.
Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Höfundur er þingmaður VG og
formaður atvinnuveganefndar Al-
þingis.
Anna Sólrún Kolbeinsdóttir hefur
verið ráðin tónmenntakennari við
Grunnskólann í Borgarnesi. Hún
byrjaði í nýja starfinu á mánudag í
síðustu viku og er full tilhlökkunar
fyrir vetrinum. „Þetta er algjörlega
nýtt fyrir mér og ég er mjög spennt
fyrir þessu,“ segir Annar Sólrún í
spjalli við blaðamann Skessuhorns.
„Ég ætla mér að hafa þetta létt og
skemmtilegt og hef verið að nýta
tímann, frá því ég hóf störf, til að
skipuleggja veturinn.“ Nokkur ár
eru síðan síðast var boðið upp á
fasta tónmenntakennslu við grunn-
skólann.
Var ekki í atvinnuleit
Það var ekki á döfinni hjá Önnu
Sólrúnu að starfa hjá Grunnskól-
anum í Borgarnesi. Sjálf var hún
nýbyrjuð að vinna í leikskólanum
Uglukletti í Borgarnesi og líkaði
vel. „Ég sá stöðu tónmenntakenn-
ara auglýsta en var ekkert að hugsa
frekar út í það þar sem ég var ný-
byrjuð á Uglukletti og líkaði vel.
Ég ætlaði ekki að vera gellan sem
væri hoppandi á milli vinnustaða og
vildi alls ekki hafa slíkt orð á mér,“
útskýrir Anna Sólrún hreinskilin.
„Hún Systa Valgarðs, deildarstjóri
og kennari í grunnskólanum, hafði
samband við mig og hvatti mig
til að sækja um en alltaf hrissti ég
það af mér, enda ekkert í atvinnu-
leit. Systa hafði svo mikla trú á mér
og í rauninni lét mig ekkert í friði
þangað til ég sótti um,“ bætir Anna
við og hlær. „Svo ég sótti um en fór
auðvitað um leið til Kristínar skóla-
stjóra í Uglukletti, alveg miður mín,
og tilkynnti henni hvað ég hefði nú
gert. Ég var í hálfgerðum bömmer
yfir þessu öllu saman en Kristín tók
þessu svo vel og sýndi mér mikinn
skilning,“ segir Anna þakklát.
Vill virkja
tónlistaráhugann
Anna Sólrún spilar á píanó og hef-
ur verið í tónlistarnámi tengt hljóð-
færinu um helming ævi sinnar, tek-
ið tiltekin próf og þar frameftir
götum. „Ég var að læra tónfræði
og hvaðeina. Ég ætla nú samt ekki
að fara að vera með þessa djúpu,
ströngu tónfræðikennslu fyrir
krakkana,“ segir Anna létt í bragði.
„Mig langar að kynna krökkunum
fyrir tónlist og takti almennt. Sýna
þeim hvað tónlist er ótrúlega breið
flóra, að hún sé í rauninni allsstað-
ar.“
Fyrsti til sjöundi bekkur mun
verða með fastan tónmenntatíma
í stundatöflu sinni en nemendur á
unglingastigi fá að velja sjálfir hvort
þeir vilji nýta sér tónmennt. „Mér
finnst viðhorfið til tónmenntar vera
svolítið; sitja og syngja. Ég ætla ek-
kert endilega að vera eingöngu þar.
Mig dreymir um að krakkarnir hafi
áhuga á því að grafa ofan í tónlis-
tarsöguna hjá hinu og þessu tón-
listarfólki eða hljómsveitum. Finna
til dæmis út úr því hvernig Bítlar-
nir komu til og af hverju þeir urðu
eins frægir og raun ber vitni. Mig
langar rosalega að krakkarnir spyrji
spurninga og forvitnist um tónlist
almennt. Svo væri geggjað að stof-
na skólahljómsveit eða jafnvel kór
ef áhugi er fyrir hendi. Bara fyrst og
fremst að efla áhuga krakkanna fy-
rir tónlist, sama hvernig tónlist það
er,“ segir Anna Sólrún áhugasöm.
Gott og vont
Anna segist kunna ýmislegt þeg-
ar kemur að tónlist en aldrei hef-
ur hún verið með fulla kennslu-
stofu af nemendum til að kenna svo
þetta er allt saman nýtt fyrir henni.
„Ég kenndi í tónlistarskólanum
á Hólmavík í einn vetur sem var
í rauninni mjög handahófskennt.
Ég var 18 ára og bjó í Þýskalandi
þar sem ég var bara að lifa lífinu og
temja hesta í rólegheitum. Þá hef-
ur fyrrum píanókennari minn sam-
band við mig og tilkynnir mér að
hann sé að fara í fæðingarorlof og
ég eigi að koma heim og leysa sig
af. Ég hélt hann væri að grínast en
aldeilis ekki. Hann var þá búinn að
rýma gestaherbergið og sagði bara,
þú kemur,“ segir hún og hlær. „Ég
kom heim, fór að kenna í tónlist-
arskólanum á Hólmavík einn vetur.
Þarna var bara einn og einn í einu
sem var rosa kósí svo það verða
töluverð viðbrigði að hafa fulla
stofu af nemendum.“
Anna segist ætla að hafa námsfy-
rirkomulagið létt og skemmtilegt
og bætir því við að þar sem ekki
hefur verið föst tónmenntakenns-
la síðustu ár fái hún frjálsar hendur
til að skipuleggja námsefnið. „Þetta
er svona gott, vont. Maður er ekki
að koma inn í starf þar sem allt er
í föstum skorðum svo ég hef mjög
frjálsar hendur til að gera það sem
ég vil. á móti kemur er áskorun að
vita hvar skal byrja og finna upp á
hvað skal gera. En ég er komin í al-
lar Facebook grúbbur tileinkaðar
tónmennt til að sækja mér inn-
blástur. Aðrir tónmenntakennarar
eru duglegir að deila sinni reynslu
og sínum verkefnum með okkur hi-
num og ég er ofsalega þakklát fyrir
það. Ég er komin með fullt af hug-
myndum og er mjög spennt fyrir
þessu,“ segir Anna að lokum. glh
„Tónlist er allstaðar“
-segir Anna Sólrún Kolbeinsdóttir, nýr
tónmenntakennari við Grunnskólann í Borgarnesi
Anna Sólrún er full tilhlökkunar fyrir nýja starfinu.
Tungumálatöfrar
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is