Skessuhorn - 26.08.2020, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 26. áGúSt 20208
Þjóðmálin rædd á
bryggjunni
SNÆFELLSBÆR: Bryggjan hef-
ur jafnan verið vinsæl þegar menn
þurfa að hittast og ræða málin.
Sjómenn gefa sér gjarnan tíma til
þess að ræða við menn sem koma
á bryggjuna til þess að forvitnast
um gang veiða og ræða þjóðmál-
in. Slíkt gerði Per Jörgensen þeg-
ar hann var á göngu og hitti fyr-
ir strandveiðisjómanninn Jóhann
Steinsson. áttu þeir langt spjall
um gang mála enda eru þeir mestu
mátar og hafa þekkst í áratugi. -af
Reglur um tak-
mörkun á skólastarfi
LANDIÐ: Heilbrigðisráðherra hef-
ur, í samræmi við tillögu sóttvarna-
læknis og í samráði við mennta- og
menningarmálaráðherra, birt aug-
lýsingu um takmörkun á skóla-
starfi og hefur hún þegar tekið gildi.
„Markmiðið er að raska sem minnst
skólastarfi vegna COVID-19 þrátt
fyrir að gætt sé að sóttvarnasjónar-
miðum. talið var nauðsynlegt að
fjalla um takmarkanir á skólahaldi í
sérstakri auglýsingu en fyrir gildis-
töku hennar féllu ákvæði þar að lút-
andi undir auglýsingu um takmörk-
un á samkomum vegna farsóttar,“
segir í tilkynningu. Auglýsingin tek-
ur til leikskóla, grunnskóla, fram-
haldsskóla, framhaldsfræðslu og há-
skóla hvort sem um er að ræða opin-
bera eða einkarekna skóla. Þá tek-
ur ákvörðunin jafnframt til annarra
menntastofnana, svo sem frístunda-
heimila, félagsmiðstöðva og íþrótta-
starfs og gilda um það sömu reglur
og um viðkomandi skólastig í sam-
ráði við sóttvarnayfirvöld. -mm
Aflatölur fyrir
Vesturland
15.-21. ágúst
Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu:
Akranes: 20 bátar.
Heildarlöndun: 9.536 kg.
Mestur afli: ásbjörn RE-51:
1.108 kg í þremur róðrum.
Arnarstapi: 15 bátar.
Heildarlöndun: 31.939 kg.
Mestur afli: Bárður SH-811:
13.014 kg í fimm löndunum.
Grundarfjörður: 19 bátar.
Heildarlöndun: 596.139 kg.
Mestur afli: Vörður ÞH-44:
154.479 kg í tveimur löndunum.
Ólafsvík: 18 bátar.
Heildarlöndun: 72.687 kg.
Mestur afli: Bárður SH-81:
35.683 kg í fimm róðrum.
Rif: 14 bátar.
Heildarlöndun: 22.180 kg.
Mestur afli: Særif SH-25: 5.107
kg í einni löndun.
Stykkishólmur: 13 bátar.
Heildarlöndun: 15.961 kg.
Mestur afli: Friðborg SH-161:
2.331 kg í þremur róðrum.
Topp fimm landanir
á tímabilinu:
1. Vörður ÞH-44 - GRU: 81.942
kg. 18. ágúst.
2. áskell ÞH-48 - GRU: 80.852
kg. 18. ágúst.
3. Akurey AK-10 - GRU: 77.949
kg. 18. ágúst.
4. Vörður ÞH-44 - GRU: 72.537
kg. 19. ágúst.
5. Farsæll SH-30 - GRU: 70.555
kg. 19. ágúst.
-kgk
Ríkið sparaði
ferðakostnað
LANDIÐ: Ferðakostnaður rík-
isins lækkaði á fyrstu sex mán-
uðum ársins um 2,7 milljarða
króna og fór úr 6,7 milljörðum
í tæpa fjóra milljarða. Lækkunin
nemur 41% en hana má rekja til
heimsfaraldurs kórónuveiru og
ferðatakmarkana henni tengdri.
Með ferðakostnaði er átt við
ferðalög og uppihald á ferða-
lögum á Íslandi og erlendis.
tölurnar ná til A-hluta stofn-
ana ríkisins sem eru um 160
talsins. Þar undir eru ráðuneyt-
in og undirstofnanir þeirra, svo
sem framhaldsskólar, háskólar,
sjúkrahús, heilbrigðisstofnanir
auk sýslumanns- og lögreglu-
stjóraembætta. -mm
Venju samkvæmt hefur Bænda-
blaðið tekið saman og birt yfirlit
um fjárréttir á Íslandi. Listinn var
eins og fyrri ár unninn með þeim
hætti að leitað var til sveitarfélaga
og bænda um upplýsingar. Sök-
um sóttvarnaráðstafana vegna Co-
vid-19 og fjöldatakmarkana verður
gestum ekki heimilt að koma í rétt-
ir eins og verið hefur. Þá er mælst
til þess að ekki verði haft áfengi um
hönd. Enn fremur skulu allir sem
sem taka þátt í göngum og réttum
hlaða niður smitrakningarappi al-
mannavarna.
Fyrstu réttir á Vesturlandi verða
fyrstu helgina í september. Réttað
verður í Nesmelsrétt í Hvítársíðu
laugardaginn 5. september og dag-
inn eftir, sunnudaginn 6. septem-
ber, verður réttað í Kaldárbakkarétt
í gamla Kolbeinsstaðahreppi. Yfirlit
yfir fjárréttir á Vesturlandi fer hér á
eftir, en rétt er að geta þess að villur
gætu hafa slæðst inn í listann. Eins
getur sú staða alltaf komið upp að
breyta þurfi tímasetningum rétta
vegna veðurs
Að auki skal geta réttardaga í
Reykhólahreppi. Réttað verður í
Grundarrétt og Staðarrétt föstu-
daginn 11. september, í Kinnar-
staðarétt sunnudaginn 13. septem-
ber og í Króksfjarðarnesrétt laugar-
daginn 19. september. Upplýsingar
um Eyrarrétt í Kollafirði í Reyk-
hólahreppi liggja ekki fyrir.
kgk
Sveitarfélagið Skorra-
dalshreppur hef-
ur tekið í notkun
nýja heimasíðu. Vef-
síðan er gerð af fyr-
irtækinu Netvökt-
un ehf. í Borgarnesi.
Aron Hallsson kynnti
hreppsnefnd nýju
heimasíðuna á fundi
í sumar, áður en hún
var opnuð. Í fund-
argerð kemur fram
að almenn ánægja sé
með nýju heimasíðu
hreppsins og sam-
þykkt að heimila odd-
vita að kaupa ljós-
myndir til að prýða
hana. kgk
Ný heimasíða Skorradalshrepps
Skjáskot af nýrri heimasíðu hreppsins.
Rétt Dagsetning Seinni réttir Þriðju réttir
Arnarhólsrétt í Helgafellssveit sun. 20. sept. kl. 11
Bláfeldarrétt í Staðarsveit, Snæf. lau. 26. sept.
Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr. sun. 13. sept. sun. 27. sept.
Brekkurétt í Saurbæ, Dal. sun. 20. sept. kl. 11 sun. 4. okt. kl. 13
Fellsendarétt í Miðdölum, Dal. sun. 13. sept. kl. 14 mán. 21. sept. kl. 14 sun. 27. sept. kl. 14
Flekkudalsrétt á Fellsströnd, Dal. lau. 19. sept. lau. 3. okt.
Fljótstungurétt í Hvítársíðu, Mýr. lau. 12. sept. og sun. 13. sept.
Fróðárrétt í Fróðárhreppi lau. 19. sept.
Gillastaðarétt í Laxárdal, Dal. sun. 20. sept. kl. 12 sun. 4. okt. kl. 16
Grafarrétt í Breiðuvík, Snæf. lau. 26. sept.
Grímsstaðarétt á Mýrum, Mýr. þri. 15. sept. mán. 28. sept. mán. 5. okt.
Hellnarétt í Breiðuvík, Snæf. lau. 26. sept.
Hítardalsrétt í Hítardal, Mýr. mán. 14. sept. sun. 27. sept. mán. 5. okt.
Hornsrétt í Skorradal, Borg. sun. 13. sept. kl. 13
Hólmarétt í Hörðudal, Dal. sun. 13. sept. kl. 10 sun 27. sept. kl. 10
Hrafnkelsstaðarétt í Grundarfirði lau. 19. sept. lau. 3. okt.
Kaldárbakkarétt í Kolb., Hnappadalssýslu sun. 6. sept.
Kirkjufellsrétt í Haukadal, Dal. lau. 12. sept. lau. 26. sept.
Klofningsrétt í Beruvík, Snæf. lau. 26. sept.
Langholtsrétt í Eyja- og Miklaholtshreppi Upplýsingar liggja ekki fyrir
Ljárskógarétt í Laxárdal, Dal. lau. 12. sept.
Mýrar í Grundafirði lau. 19. sept. lau. 3. okt.
Mýrdalsrétt í Hnappadal þri. 22. sept. sun. 11. okt.
Nesmelsrétt í Hvítársíðu, Mýr. lau. 5. sept.
Núparétt í Melasveit, Borg. sun. 13. sept. kl. 13 lau. 26. sept.
Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, Borg. mið. 9. sept. sun. 4. okt.
Ólafsvíkurrétt í Ólafsvík, Snæf. lau. 19. sept.
Ósrétt á Skógarströnd, Dal. fös. 2. okt. kl. 10
Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg. sun. 20. sept. sun. 4. okt.
Reynisrétt undir Akrafjalli, Borg. lau. 19. sept.
Skerðingsstaðarétt í Hvammssveit, Dal. sun. 20. sept. kl. 11 sun. 4. okt. kl. 13
Svarthamarsrétt á Hvalfjarðarströnd, Mýr. sun. 20. sept. kl. 10 sun. 4. okt.
Svignaskarðsrétt í Svignaskarði, Mýr. mán. 14. sept. mán. 28. sept. mán. 5. okt.
Tungurétt á Fellsströnd, Dal. lau. 12. sept. fös. 18. sept.
Vörðufellsrétt á Skógarströnd, Dal. lau. 19. sept. kl. 13 sun. 11. okt. kl. 13
Þverárrétt í Eyja- og Miklaholtshreppi, Snæf. sun. 20. sept.
Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýr. mán. 14. sept. mán. 21. sept. mán. 28. sept.
Þæfusteinsrétt á Hellissandi/Rifi, Snæf. lau. 19. sept.
Ölkeldurétt í Staðarsveit, Snæf. lau. 26. sept.
Réttir í gamla Vesturlandskjördæmi:
Fjárréttir á Vesturlandi í haust
Lömb í dilki í Þverárrétt í Þverárhlíð síðasta haust. Ljósm. úr safni/ mm.