Skessuhorn - 26.08.2020, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 26. áGúSt 2020 13
HÚSASMIÐUR Í
REISINGAFLOKK
Leitum að húsasmið í reisingaokk
Steypustöðvarinnar með starfsstöð í Borgarnesi.
Við óskum eftir metnaðarfullum einstakling í okkar
góða hóp, sem er tilbúinn til að takast á við ölbreytt
verkefni. Starfsstöðin er sem fyrr segir í Borgarnesi,
því er kostur að viðkomandi sé búsettur norðan
Hvalarðar. Verkefnin geta þó verið verið víða um
landið.
Um framtíðarstarf er að ræða.
Helstu verkefni og ábyrgð
Starð felst í vinnu við uppsetningu forsteyptra
eininga úr einingaframleiðslu félagsins í Borgarnesi.
Umósknir sendist á atvinna@steypustodin.is - Frekari upplýsingar um starð veitir Örn Arnarsson í síma 694 3556
Steypustöðin ehf | Malarhöfða 10 | 110 Reykjavík | steypustodin.is | s: 4 400 400
• Sveinsbréf í húsasmíði
• Þekking á gæða og öryggismálum
• Reynsla af sambærilegu star eða uppsteypu og
mótasmíði er nauðsynleg
• Nákvæm og vönduð vinnubrögð
• Stundvísi
• Góð samskiptahæfni og hæfni til að starfa í teymi
• Áhugi og vilji til að kynnast nýju umhver og
ölbreyttum verkefnum
• Frumkvæði
• Samviskusemi
• Íslensku- og/eða enskukunnátta æskileg
• Snyrtimennska
• Rík öryggis- og umhversvitund
Hæfniskröfur
Tóbakið hreint,
fæ gjörla greint,
gjörir höfðinu létta,
skerpir vel sýn,
svefnbót er fín,
sorg hugarins dvín,
sannprófað hef eg þetta.
Svona yrkir presturinn og sálma-
skáldið Hallgrímur Pétursson um
tóbakið þegar hann er orðinn Vest-
lendingur á Saurbæ í Hvalfirði.
tóbakið hefur fylgt okkur Íslend-
ingum lengi, hundruðum árum
lengur en blessaða kaffið. Við vitum
þó flest í dag að tóbakið er bölvaður
óþverri en það er ekki svo langt síð-
an að til dæmis Lukku-Láki reykti
eins og strompur í barnaefninu.
Sum ykkar eigið kannski minningar
um að hafa fundist þetta spennandi
og jafnvel prufað að reykja njóla til
að vera eins og kúrekinn - með við-
eigandi minningum um hóstaköst,
ógleði og svima. Já, margar eru
minningarnar en blessunarlega hef
ég sjálfur að mestu sloppið frá því
að glíma við nikótíndjöfulinn. Ein-
hverja alvöru vindla reykti ég þó
þegar ég bjó um tíma í Nígaragúa
og hjálpaði til í vindlaverksmiðju,
það var ósköp ljúft að púa þá og
sötra romm í hengirúmi þarna suð-
ur frá, en ég fann að fíknin var að
ná tökum á mér. Það var mér til
happs að verða allt of góðu van-
ur þarna úti og eiga síðan ómögu-
lega efni á að kaupa heimsins bestu
vindla þegar ég var kominn heim til
Íslands. Ég prófaði að taka íslenskt
í nefið eða vörina með félögum hér
heima í kuldanum, en það var bara
gjörsamlega hræðileg upplifun í
samanburði við vindlareykingar á
karabískri strönd. Ég er því feginn
að hafa sloppið frá því að ánetjast
þessu, og sérstaklega þegar ég hef
séð fjölskyldu og vini berjast við að
venja sig af tóbakinu.
Oft hef ég rætt þessi mál við vini
mína og haft gaman af sögum þar
sem löngunin í tóbakið er svo sterk
að úr verður einhver fáránleg hegð-
un hjá annars fullkomlega eðlileg-
um einstaklingi. Við þekkjum lík-
legast öll einhvern sem hefur verið
að laumast við að reykja og gengið
misvel að fela þau atvik frá maka,
foreldri eða jafnvel barni. En svo
er það hegðunin sem kemur hjá
fólki sem allt í einu áttar sig á því
að þeim vantar tóbak. Ég hef horft
á eftir manni hlaupa út úr bústað,
hoppa upp í bíl og bruna í gegnum
snjóstorm í næsta bæjarfélag í von
um að komast í verslun og kaupa
neftóbaksdós fyrir lokun. Einn vin-
urinn sagði mér frá hve undrandi
hann var þegar hann kom að sinni
fyrrverandi kærustu í Noregi þar
sem hún var með vinkonum sín-
um, allar með hárblásara að þurrka
gamla munntóbakspoka til að nota
þá aftur. Það ákveðna atvik þarf þó
ekki að vera tóbakinu að kenna, eft-
ir dvöl mína í Noregi veit ég vel að
blessuðu frændur okkar í Noregi
geta verið sparsamir út í öfgar.
Við Íslendingar ættum þó ekki að
gera of mikið grín af Norðmönn-
um því þegar ég var að lesa mér
til skemmtunar bókina Íslenzkir
þjóðhættir eftir séra Jónas Jónas-
son rakst ég eftirfarandi lýsingu á
tóbaksvenjum hér á landi í gamla
daga:
„Oft voru menn í vandræðum
fyrir tóbaksleysi, og var þá drýgt
með ýmsu, t.d. sortulyngslaufi.
tóbakskarlar tuggðu tjörukaðal
og sótsnæri í vandræðum, og fólk
tók mulinn fúa, sorfin skipshjól og
allan óþvera í nefið. til er saga um
karl og kerlingu; karlinn tók upp í
sig, en kerlingin reykti. Þegar karl
var búinn að tyggja mesta kraftinn
úr tuggunum, tók kerlingin þær og
þurrkaði og reykti þær svo í stuttri
jarnpípu. Svo tóku þau öskuna úr
pípunni í nefið; varð varla lengra
komizt í nýtninni.“
á þessum tímum endurvinnslu
myndu karl og kerling líklegast
fá klapp á bakið, en að öllu gamni
slepptu sést að ýmsir slæmir sið-
ir fylgja tóbakinu. Blessunarlega
er þetta betra í dag. Margir byrja
aldrei á þessu og flest fólk er hætt,
eða er að reyna að hætta, að nota
tóbak og þeim siðum sem því fylgir.
Ég er mjög feginn að ég hef aldrei
séð neinn hér á landi tyggja tjöruk-
aðal eða taka mulinn fúa í nefið - en
það er þó einn ósiður hjá tóbaks-
fólki sem ég hef séð allt of oft og
mér þykir allt of leiðinlegur. Það er
helvítis sóðaskapurinn á almanna-
færi sem sumir notendur tóbaks
leyfa sér. Þegar ég og litla frænka
mín Kristbjörg Ragney fórum um
Borgarnesið í vikunni að plokka
rusl þá var það okkur augljóst að
langmesta ruslið á götum og í grasi
hérna í bænum voru sígarettu-
stubbar og notaðir tóbakspokar.
Litla frænka var alveg hneyksluð
og sagði það sem mér þykir skrítið
að barn þurfi að segja á Íslandi árið
2020: „Fólk veit að það á ekki að
kasta rusli en veit það ekki heldur
að það á ekki að reykja!“
Þetta vita börnin í dag, en meira
að segja í kringum árið 1650 vissi
séra Hallgrímur Pétursson sitthvað
um bölvaða tóbakið:
Tóbak róm ræmir,
remmu framkvæmir,
tungu vel tæmir,
tár af augum flæmir,
háls með hósta væmir,
heilann fordæmir
og andlit afskræmir.
Geir Konráð Theódórsson.
Atvinnuþátttaka fólks á aldrinum
16 til 74 ára var 79,6% af mann-
fjölda á öðrum ársfjórðungi ársins,
eða um 208.100 manns að jafnaði.
Að meðaltali voru 14.300 atvinnu-
lausir, eða um 6,9%, að því er fram
kemur í samantekt Hagstofu Ís-
lands. á sama tíma voru um 2.600
störf laus á vinnumarkaði, eða um
1,3% starfa. til samanburðar voru
9.400 manns atvinnulausir á öðr-
um ársfjórðungi 2019 og jókst at-
vinnuleysi því um 2,5 prósentustig
milli ára.
Sé litið til yngsta aldurshópsins,
16 til 24 ára, mældist atvinnuleysi
17,7% á öðrum ársfjórðungi, en var
10,5% á sama ársfjórðungi í fyrra.
á höfuðborgarsvæðinu var atvinnu-
leysi í þessum aldurshóp 19,4%,
samanborið við 10,4% árið áður.
á landsbyggðinni mældist atvinnu-
leysi yngsta aldurshópsins 14,3%
en var 10,9% á sama tíma í fyrra.
Hlutfall starfandi lækkar
Fjöldi starfandi fólks var um 193.700
manns á öðrum ársfjórðungi. Er
það talsverð fækkun frá sama tíma-
bili í fyrra, eða um 9.800 manns.
Hlutfall starfandi af mannfjölda
var 74,1% og hafði lækkað um 5,1
prósentustig milli ára. Fjöldi í fullu
starfi minnkaði um 9.300 manns frá
fyrra ári, en af starfandi fólki voru
78,5% í fullu starfi. Er það lækkun
um 0,8 prósentustig frá öðrum árs-
fjórðungi 2019.
Hlutfall starfandi af mannfjölda
lækkaði milli ára í öllum aldurs-
flokkum, en mest meðal ungs fólks.
Í aldursflokknum 16 til 24 ára lækk-
aði hlutfallið úr 78,3% árið 2019 í
66,6% nú í ár.
Fleiri í fjarvinnu
á öðrum ársfjórðungi unnu 42,5%
launafólks á aldrinum 25-64 ára sitt
aðalstarf venjulega eða stundum
í fjarvinnu frá heimili sínu. Þar af
unnu 6,5% sitt aðalstarf venjulega
í fjarvinnu en 35,9% unnu stund-
um í fjarvinnu. Er þetta nokkur
aukning frá fyrra ári, þegar 30%
launafólks á sama aldursbili sinnti
sínu aðalstarfi í fjarvinnu heima. Þá
unnu 3,5% venjulega í fjarvinnu en
26,5% stundum.
Færri vinnustundir
Vinnustundum fækkaði verulega
á öðrum ársfjórðungi, samanbor-
ið við sama tímabil 2019. Meðal-
fjöldi heildarvinnustunda á viku var
að meðaltali 36,7 klukkustundir hjá
þeim sem voru við vinnu í viðmið-
unarvikunni; 33,6 stundir hjá kon-
um og 39,1 stund hjá körlum. til
samanburðar var meðalfjöldi vinnu-
stunda 39,7 klukkustundir á öðrum
ársfjórðungi 2019; 36,1 stund hjá
konum en 42,5 stundir hjá körlum.
á öðrum ársfjórungi vann starf-
andi fólk að jafnaði 38,8 stundir í
venjulegri vinnuviku, samanborið
við 39,8 á sama tímabili 2019. Af
þeim sem unnu minna nú nefndu
48,7% frí sem helstu ástæðu færri
vinnustunda, 14,3% vinnuskipulag
en 12,2% nefndu bein áhrif Co-
vid-19. Þá sögðu 11,1% misjafn-
lega mikið að gera og 3,9% nefndu
veikindi kgk/ Ljósm. úr safni/ kgk.
Tæp sjö prósent atvinnulaus á öðrum ársfjórðungi
Pstiill - Geir Konráð Theódórsson
Hvað vita börnin og séra Hallgrímur Pétursson um tóbak?