Skessuhorn - 02.09.2020, Page 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 36. tbl. 23. árg. 2. september 2020 - kr. 950 í lausasölu
Fæst m.a. í Apóteki Vesturlands
Nýverið voru kynnt úrslit í ljósmyndasamkeppni Snæfellsbæjar 2020. Sigurmyndina tók Andri Viðar Kristmannsson. Hann segir um hana: „Myndin var tekin í Presta-
hrauni, rétt við afleggjarann hjá Eysteinsdal. Ég var á leiðinni upp á Sjónarhól þar sem sólsetrið var einstaklega fallegt þetta kvöld. Á leið minni sá ég skyndilega glitta í
tófu sofandi uppi á hæð í hrauninu þar sem hún hafði góða yfirsýn yfir svæðið sitt. Ég gat ekki látið þetta framhjá mér fara og smellti því nokkrum myndum af henni þar
sem hún lá í makindum sínum.“ Ljósm. avk.
Í nýjasta tölublaði framkvæmda-
frétta Vegagerðarinnar má sjá
yfirlit yfir helstu framkvæmdir í
vega- og brúargerð á árinu 2020.
Þar eru taldar upp ellefu fram-
kvæmdir á Vesturlandi. Flestar
framkvæmdanna eru í Borgarfirði
og á Mýrum.
Fyrst skulu talin þau verk í
landshlutanum sem áformað er að
ljúka í ár. Þau eru: Endurbygging
og klæðning eins km kafla Þverár-
hlíðarvegar milli Borgarfjarðar-
brautar og Hvítársíðuvegar, end-
urbætur og klæðning 5,8 km kafla
Grímsstaðavegar milli Hvann-
eyrarvegar og Hvítárvalla, endur-
bætur og klæðning 3,7 km kafla
Skorradalsvegar frá Vatnsendahlíð
að Dagverðarnesi, endurbygging
og klæðning 1,6 km kafla Mófels-
staðavegar frá Borgarfjarðarvegi
að Hreppslaug, endurbætur og
klæðning 3,4 km kafla Snæfells-
nesvegar frá Blönduhlíð að Ketils-
stöðum , nýbygging og klæðning á
4,5 km kafla Fróðárheiðar og kant-
lýsing auk ljósleiðarakerfa og end-
urbóta í Hvalfjarðargöngum.
Verk sem verður/er unnið að á
þessu ári og áformað að ljúka á
því næsta eru: Nýbygging hring-
vegarins á 2,1 km kafla um Heið-
arsporð á Holtavörðuheiði, end-
urbætur og klæðning 3 km kafla
Hvítársíðuvegar frá Kalman-
stungu að Kaldadalsvegi, endur-
bygging og klæðning 8 km kafla
Álftaneshreppsvegar frá Snæfells-
nesvegi að Leirulæk og endurgerð
og grjótvörn Faxabrautar á Akra-
nesi.
kgk
Vegaframkvæmdir víða í landshlutanum
Nýr vegur um Fróðárheiði malbikaður nú fyrir skemmstu.
Ljósm. úr safni/ af.
Í gærmorgun hófust framkvæmdir við endurgerð
Faxabrautar á Akranesi og grjótvörn. Ljósm. mm
Arion appið
Einfaldara og öruggara
Borgum með
símanum eða úrinu
Tilboðið gildir
út september 2020
Smurt rúnstykki
& Kókómjólk
499 kr.
ALLA LEIÐ
Við tökum vel
á móti þér
.com/skagafiskur
Fiskverslun
Kirkjubraut 40, Akranesi
Opið alla virka daga frá kl. 11 til 18