Skessuhorn - 02.09.2020, Side 4
MIÐVIKUDAGUR 2. SEptEMBER 20204
Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 3.590 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 3.100. Rafræn áskrift kostar 2.815 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.595 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Saman í gegnum skaflinn
Haustið markar einatt kaflaskil í atvinnu- og mannlífi hvers árs. Þess sjáum
við fjölmörg dæmi. Skólastarf er nú komið á fullan skrið og blessunarlega
getur til dæmis skólahald farið að mestu fram með eðlilegum hætti. Þó er
nemendum og starfsfólki framhaldsskóla settar skorður sem snertir fjölda
nemenda í hverju rými bygginga. Af þeim sökum sækja ungmennin að hluta
til nám í skólanum sínum, en að hluta í gegnum fjarnám. Flestir eru van-
ir því frá fyrri bylgju Covid í fyrravor þannig að þetta gengur býsna smurt
eftir því sem ég hef fregnað. Þá má segja að haustvertíðin hjá sjómönnum
hafi byrjað af krafti í gær og menn halda til sjós fullir bjartsýni um að vel
veiðist og gott verð fáist fyrir aflann.
En þessi tímamót eru óvenjuleg sökum skrambans veirunnar sem enn
geisar bæði hér á landi en þó ekki síður víða erlendis þar sem hún er í vexti.
til að mynda liggur fyrir að göngur og réttir bænda og búaliðs verði með
öðrum hætti en venja er. takmarkanir verða á fjölda fólks sem má mæta í
réttir og er það miður, þótt ekkert sé við því að segja. Réttir að hausti eru
í mínum huga besti möguleiki þéttbýlisbúans til að þreifa á lífinu til sveita.
Sannkölluð mannamót sem fólk hefur sóst eftir að mæta á. Nú verður bein-
línis bannað að mæta í réttir, nema þeir sem fá leyfi til réttarstarfa frá fjár-
eigendum. Öðrum verður ekki hleypt að réttarveggnum. Sótt hefur verið
um undanþágur til að í fjárflestu réttum geti fleiri en hundrað manns verið.
Ef slíkar undanþágur fást ekki má fastlega búast við að réttarhald dragist
meira á langinn en venja er og jafnvel lengur en forsvaranlegt má telja dýr-
anna vegna. Þetta mun hins vegar allt skýrast á næstu dögum og vonandi
verður veiran í það mikilli rénun þegar líður á mánuðinn að sóttvarnayfir-
völd sjái auman á bændum og aðstoðarfólki þeirra.
Sú atvinnugrein sem Covid snertir þó mest er ferðaþjónustan. Eftir
að reglur voru settar um tvöfalda skimun á landamærum eru fáir erlend-
ir ferðamenn sem hingað gera sér ferð að gamni sínu. Bókanir hafa því
bókstaflega hrunið fyrir haustið og fjölmörg fyrirtæki í ferðaþjónustu og
tengdum greinum hafa ákveðið að pakka í vörn. Sum munu loka og jafn-
vel hætta starfsemi, en önnur ætla að þreyja Þorrann og vonandi Góuna
líka. Engum blöðum er um það að fletta að staða eigenda og rekstraraðila
þessara fyrirtækja er slæm. Verst er náttúrlega óvissan um hvernig veirunni
reiðir af í útlöndum þannig að ferðvilji taki að aukast að nýju. Almennt
er óvissa það versta sem ríkt getur í rekstri, en viðvarandi óvissa af þessu
tagi er beinlínis djöfulleg. Í blaðinu í dag tökum við hús á nokkrum sem
reka gistiþjónustu hér á Vesturlandi. Vissulega er þetta ágæta fólk ekkert að
fegra stöðuna sem uppi er, en málar hana þó ekki dekkri litum en ástæða er
til. Í mínum huga eru þetta allt sannar hvunndagshetjur. Allir ætla að reyna
að halda opnu, draga úr kostnaði eins og mögulegt er, en loka ekki.
Aldrei hefur verið mikilvægara en einmitt nú að stutt verði við bakið á
þessum fyrirtækjum. Þeir Íslendingar sem eru vanir að bregða sér bæjarleið
út fyrir landsteinana, til dæmis í svokallaðar borgarferðir, geta allt eins gert
sér dagamun með því að styðja við þessi fyrirtæki. Hví ekki að snæða veislu-
mat hjá Kela vert, njóta útsýnisins frá St.Fransiskus í Hólminum, Hótel
Húsafelli eða flatmaga á Hótel Hamri? Allt eru þetta snyrtilegri hótel held-
ur en ég þekki almennt í stórborgum erlendis. Engin keðja er sterkari en
veikari hlekkurinn. Þegar á bjátar í efnahagslífinu, eins og vissulega gerir,
eigum við að gera allt sem í okkar valdi til að styðja við þá starfsemi sem við
viljum umfram allt að haldi velli. Saman förum við í gegnum þennan skafl
og sól tekur að hækka á lofti að nýju.
Magnús Magnússon
Nítjánda bindi Árbókar Akurnesinga er komið út.
Meðal efnis er grein Illuga Jökulssonar um fyrsta
málið sem rekið var fyrir Hæstarétti Íslands, en þar
var deilt um viðardrumb sem rak í Bjargsvör. Í fót-
spor foringjans nefnist grein eftir Hjördísi Hjart-
ardóttur og Ari Jóhannesson skrifar um Kristján
Fjeldsted sem gerðist lögreglumaður í Kanada.
Sögugangan „Hvaða kellingar?“ sem farin var 2015
er nú birt myndskreytt en umsjón með henni höfðu
Guðbjörg Árnadóttir, Hallbera Jóhannesdóttir og
Halldóra Jónsdóttir. Listamaður árbókarinnar er
bæjarlistamaðurinn tinna Royal og ljósmyndar-
inn er að þessu sinni Ragga á Grund, Ragnheiður
Þórðardóttir en nýverið var Ljósmyndasafni Akra-
ness afhent stórt filmusafn hennar. Kristján Krist-
jánsson ritstjóri er síðan höfundur þriggja greina.
Annálar og æviágrip eru á sínum stað.
-fréttatilkynning
peningastefnunefnd Seðlabanka Ís-
lands kynnti í síðustu viku ákvörð-
un sína um að vextir bankans verði
óbreyttir. Meginvextir bankans,
vextir á sjö daga bundnum innlán-
um, sem jafnan eru kallaðir stýri-
vextir, verða því áfram 1%.
Horfur eru á að landsframleiðsla
dragist saman um 7% í ár og út-
lit fyrir að atvinnuleysi verði ná-
lægt 10% í árslok. En þótt horf-
ur fyrir seinni hluta árs séu lakari
en spáð var í maí er talið að sam-
drátturinn verði nokkru minni en
gert var ráð fyrir í vor. Vegur þar
þyngst að einkaneysla var kröft-
ugri í vor og sumar. „Óvissan er
hins vegar óvenju mikil og þróun
efnahagsmála mun ráðast af fram-
vindu farsóttarinnar,“ segir í yfir-
lýsingu peningastefnunefndar frá
því á miðvikudag.
Verðbólga mældist 2,5% á öðrum
ársfjórðungi en var komin í 3% í
júlí. Frá því farsóttin barst til lands-
ins hefur gengi krónu hækkað um
ríflega 12% og vegur það þungt, að
því er fram kemur í yfirlýsingunni.
Verðbólguvæntingar til meðallangs
og langs tíma hafa hins vegar lítið
breyst. Spár Seðlabankans gera ráð
fyrir því að verðbólga verði í kring-
um 3% það sem eftir lifir árs. Mik-
ill slaki í þjóðarbúinu, ásamt lítilli
alþjóðlegri verðbólgu, geri það að
verkum að verðbólga taki að hjaðna
á næsta ári og verði um 2% að með-
altali á seinni hluta spátímans.
kgk
Ríkisstjórnin samþykkti í síð-
ustu viku frumvarp félagsmála-
ráðherra um breytingu á lögum er
varða vinnumarkaðinn til að mæta
efnahagslegum áhrifum Covid-19
heimsfaraldursins. Með frumvarp-
inu mun réttur til tekjutengdra at-
vinnuleysisbóta fara úr þremur
mánuðum í sex mánuði, enda séu
ákveðin skilyrði uppfyllt. Hluta-
bótaleiðin verður sömuleiðis fram-
lengd um tvo mánuði. Greiðslur
launa vegna einstaklinga í sóttkví
munu einnig halda áfram.
„Markmiðið með framlengingu á
rétti til tekjutengdra atvinnuleysis-
bóta úr þremur mánuðum í sex er
að komið verði til móts við einstak-
linga sem orðið hafa fyrir atvinnu-
missi vegna Covid-19 faraldursins
og munu búa við skerta möguleika
á atvinnu næstu misseri. Réttur til
tekjutengdra atvinnuleysisbóta í
sex mánuði tekur gildi þegar lög-
in verða samþykkt og gert er ráð
fyrir að hægt verði að nýta réttinn
fyrir 1. október 2021,“ segir í til-
kynningu um frumvarpið. „Réttur
til greiðslu atvinnuleysisbóta sam-
hliða minnkuðu starfshlutfali vegna
tímabundins samdráttar í starfsemi
vinnuveitenda, hlutabótaleiðin svo-
kallaða, hefur verið lengdur til 31.
október 2020. Ekki eru lagðar til
efnislegar breytingar en samkvæmt
lögunum getur fólk sem verið hefur
í fullu starfi farið niður í allt að 50
prósenta starfshlutfall og átt rétt á
bótum. Þeir sem eru með 400 þús-
und eða minna í mánaðarlaun fá
fullar bætur á móti skertu hlutfalli
í vinnu.“ Loks verða tímabundnar
greiðslur vegna einstaklinga sem
sæta sóttkví án þess að vera sýktir,
samkvæmt fyrirmælum heilbrigðis-
yfirvalda, heimilaðar áfram á tíma-
bilinu 1. október 2020 til og með
31. desember 2021.
mm
Tekjutengdar atvinnuleysisbætur
og hlutabótaleiðin framlengd
Árbók Akurnesinga er komin út
Óbreyttir stýrivextir
Peningar. Ljósm. úr safni/ mm.