Skessuhorn - 02.09.2020, Síða 10
MIÐVIKUDAGUR 2. SEptEMBER 202010
Atvinnuleitendum verður gert kleift
að hefja nám og fá fullar atvinnu-
leysisbætur í eina önn að ákveðnum
skilyrðum uppfylltum. Eftir fyrstu
önnina tekur Menntasjóður náms-
manna við. Frítekjumark vegna
skattskyldra tekna einstaklinga sem
koma af vinnumarkaði hefur verið
hækkað úr 4,1 m.kr. í 6,8 m.kr. til
að tryggja þessum hópi rýmri rétt
til námslána. Aðgerðirnar eru hluti
af átakinu „Nám er tækifæri“ en
markmiðið er að koma til móts við
atvinnuleitendur með markvissum
aðgerðum og hvetja þá til þess að
sækja sér formlega menntun til að
styrkja stöðu sína á vinnumarkaði.
Aðgerðirnar eru hluti af tillögum
í mennta- og vinnumarkaðsmálum
sem áætlað er að verja samtals 6,2
milljörðum króna í.
Nám er tækifæri
Í tilkynningu frá félags- og barna-
málaráðuneytinu kemur fram að
fjármögnun er tryggð fyrir allt að
3.000 atvinnuleitendur sem hafa
verið án atvinnu í sex mánuði eða
lengur og vilja skrá sig í nám í dag-
skóla á vorönn 2021, haustönn
2021 eða vorönn 2022. Kjósi at-
vinnuleitendur að hefja nám mun
það ekki hafa áhrif á bótarétt og
nýtingu hans.
Átakið afmarkast við starfs- og
tækninám í framhaldsskóla eða
háskóla en fyrirsjáanlegur skor-
tur er í þeim geirum. Atvinnuleit-
endum verður einnig greidd leið í
brúarnám. Þá verður háskólamenn-
tuðum boðið upp á flýtileiðir til an-
narrar prófgráðu þar sem skortur
er, til dæmis í og heilbrigðis- og
kennslugreinum.
Ríflega helmingur þeirra sem
hafa verið án atvinnu í sex mánuði
eða lengur hafa einungis lokið
grunnnámi. 500 milljónir króna
verða settar í aðgerðir til að fjölga
verulega þátttakendum í vottuðum
námsleiðum framhaldsfræðslunnar
og símenntastöðvanna í samstar-
fi Vinnumálastofnunar og Fræðs-
lusjóð. Þá er fjármagn tryggt fyrir
allt að 150 námsmenn í háskó-
labrýr.
Fjölbreyttar aðgerðir
til uppbyggingar
Hundrað milljónir króna verða
settar í sérstakan kynningar- og
þróunarsjóð til að skapa svigrúm
til þróunar á nýjungum í námi,
kennsluaðferðum og mati á reynslu
atvinnuleitenda. Þá verður ráðist í
fjölbreyttar aðgerðir til uppbygg-
ingar. Má þar nefna samskiptatorg
atvinnu- og menntamála á Suður-
nesjum, aukin áhersla hjá Vinnu-
málastofnun til að aðstoða við-
kvæmustu hópana aftur inn á vinnu-
markað ásamt því að NEEt verk-
efni Vinnumálastofnunar, í sam-
starfi við VIRK, sem snýr að því að
virkja 18-29 ára einstaklinga sem
hafa flosnað upp úr námi eða ver-
ið inn og út af vinnumarkaði verður
útvíkkað á landsvísu.
Ásmundur Einar Daðason, fé-
lags-og barnamálaráðherra segir
að stjórnvöld séu meðvituð um að
næstu misseri verða krefjandi á ým-
sum vígstöðvum. „Við ætlum að
blása til sóknar og gera atvinnulei-
tendum betur kleift að stunda nám
án þess að missa rétt sinn til atvin-
nuleysisbóta. Við ætlum þannig að
koma til móts við atvinnuleiten-
dur með markvissum aðgerðum,
skapa þekkingu og virkja kraft til
framtíðar. Það er skynsamlegt fyrir
okkur sem samfélag að verja fjár-
munum í að virkja atvinnuleiten-
dur til náms. Slíkt skilar sér í aukin-
ni færni, þekkingu og verðmætum
fyrir samfélagið allt til lengri tíma,“
segir Ásmundur Einar. mm
Eins og greint var frá í Skessu-
horni í júlí hefur byggðarráð Borg-
arbyggðar lýst sig andsnúið því að
sorpurðun verði aukin í Fíflholt-
um með því að sótt verði um auk-
ið starfsleyfi. Slíkt samræmist ekki
framtíðaráformum stjórnvalda eða
stefnumörkun sveitarfélasins, þar
sem markvisst væri unnið að því að
draga úr urðun meðal íbúa. tilefni
umfjöllunar byggðarráðs þá var að
Sorpurðun Vesturlands hf. ósk-
aði eftir umsögn sveitarfélaganna á
Vesturlandi um nýtt starfsleyfi fyr-
ir sorpurðunina í Fíflholtum, með
heimild til að urða þar árlega 10
þús. tonn til viðbótar við þau 15
þús. tonn sem heimilt er að urða á
ári samkvæmt núverandi starfsleyfi.
Steinn í götu félagsins
Bókun byggðarráðs og sú afstaða
Borgarbyggðar sem er lýst var til
umræðu á stjórnarfundi Sorpurð-
unar Vesturlands 12. ágúst síðast-
liðinn. Kristinn Jónasson, formað-
ur félagsins, taldi bókunina hugs-
anlega leggja stein í götu Sorpurð-
unar Vesturlands varðandi núver-
andi áform um framtíðarsýn félags-
ins. taldi hann að stjórnin þyrfti að
eiga samtal við eigendur og nauð-
synlegt að boða til hluthafafund-
ar. Sorpurðun Vesturlands er sem
kunnugt er í eigu sveitarfélaganna
í landshlutanum.
Óbreytt staða ekki
framtíðin
Í máli Kristins kom fram að nú-
verandi starfsleyfi heimilaði urð-
un 15 þús. tonna af sorpi á ári og
hvers vegna sóst væri eftir stækk-
un upp í 25 þús. tonn. tvö ár í
röð hefði verið urðað umfram
leyfilegt magn og slíkt gengi ekki.
Urðun umfram starfsleyfi kallaði
á frávik frá Umhverfisstofnun eins
og hefði gerst. Formaður fór yfir
þær ástæður sem liggja að baki
stöðunni; neyðaraðstoð við Suð-
urland, sem þó var tímabundin og
móttaka úrgangs frá Vestfjörðun
og aukið magn sem kemur til urð-
unar frá Vesturlandi. „Báðar þess-
ar ákvarðanir voru teknar í sam-
ráði/samtali við yfirvöld vegna
vanda fyrrnefndra svæða,“ eins
og segir í fundargerðinni. Krist-
inn sagði að óbreytt staða væri
ekki framtíðin, margt þyrfti að
breytast og hefði stjórnin unnið
að því. Það nýjasta í þeim efnum
væri fýsileikakönnun á uppbygg-
ingu stórrar brennslustöðvar fyr-
ir landið allt.
Segir hreppapólitík í
spilinu
Sævar Jónsson stjórnarmaður frá
Akranesi leit svo á að með bókun
byggðarráðs hefði Borgarbyggð
sett út á störf stjórnar Sorpurðun-
ar Vesturlands með því að leggjast
gegn aukinni urðun í Fíflholtum.
Sagði hann þetta hafa verið gert
án þess að rætt hefði verið við for-
svarsaðila félagsins. Áréttaði Sæv-
ar að hann myndi aðeins sitja í
stjórn þar til hans bakland hefði
fundið staðgengil. Í svona vinnu
tæki hann ekki þátt, hagsmunir
félagsins hefðu verið settir til hlið-
ar og hreppapólitík komin í spilið.
Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir
stjórnarmaður úr Borgarbyggð
ræddi um samfélagslega ábyrgð
sveitarfélagsins í tengslum við
urðunina í Fíflholtum. Kvartan-
ir vegna foks og meindýra hefðu
komið inn á borð sveitarfélagsins.
Skerpa á stefnumótun
Undir lokin umfjöllunarinnar
spunnust umræður um áherslur
sveitarfélaga landshlutans í úr-
gangsmálum almennt og um
framtíð málaflokksins. Í fundar-
gerð kemur fram að þó sveitarfé-
lögin stjórni sorphirðu og flokkun
á sínum svæðum þurfi að skerpa á
stefnumótun. Stækkun starfsleyfis
væri hluti þeirrar vinnu og samtal
yrði að eiga sér stað. Samþykkt var
að boða til hluthafafundar Sorp-
urðunar Vesturlands í byrjun sept-
ember.
kgk
Atvinnuleitendum gert mögulegt að fara í nám án
þess að greiðslur falli niður
Ásmundur Einar, félags- og barnamálaráðherra að störfum heima í upphafi kóvidfaraldurs. Ljósm. úr safni.
Kurr í stjórn Sorpurðunar
vegna afstöðu Borgarbyggðar
Frá Fíflholtum. Ljósm. úr safni/ sá.