Skessuhorn


Skessuhorn - 02.09.2020, Síða 12

Skessuhorn - 02.09.2020, Síða 12
MIÐVIKUDAGUR 2. SEptEMBER 202012 Vart þarf að taka fram að hinir fordæma- lausu tímar sem við lifum hafa komið illa við ferðaþjónustuna. Langtum færri gest- ir hafa sótt landið heim en undanfarin ár. Í lok vetrar voru Íslendingar hvattir til að ferðast innanhúss, en með hækkandi sól og bjartari tímum tók við hvatning til þjóðarinnar um að ferðast innanlands. Og Íslendingar biðu ekki boðanna. Þeg- ar slakað var á sóttvarnakröfum í sumar- byrjun fóru margir á flakk um eigið land og víðast hvar rættist úr sumrinu með- al ferðaþjónustuaðila. En nú er innlenda ferðasumarið á enda. Hert var á sóttvarn- aráðstöfunum að nýju í byrjun ágúst og óvissa ríkir fyrir komandi vetri í grein- inni. Skessuhorn heyrði hljóðið í nokkr- um aðilum í hótel- og gistirekstri í lands- hlutanum, sem flestir hafa svipaða sögu að segja. Langaholt Guesthouse í Staðarsveit „Voða erfitt að spá í framtíðina eins og staðan er í dag“ Við vissum svo sem ekkert hvernig sumarið yrði og það var erfitt að gera áætlanir í vor. En svo fengum við ágætt að gera í júní og júlí. Þá voru helstu vandræði okkar að við höfðum varla nóg af starfsfólki, sem var ein- mitt eitt af því sem ekki var hægt að sjá fyrir um vorið,“ segir Þorkell Sigurmon Símon- arson í Langaholti, betur þekktur sem Keli vert, í samtali við Skessuhorn. „Júlí bjarg- aði miklu, en þetta var ekkert metsumar eða neitt svoleiðis. En svo þegar tveggja metra reglan varð skylda í lok júlí þá var það bara eins og algjör handbremsa,“ segir hann. Allir að reyna að lifa af En þó ræst hafi úr sumrinu segir hann róð- urinn erfiðan í gisti- og veitingarekstri þessi misserin og kveðst ekki reikna með að ferðamenn verði margir á komandi vetri. „Landamærin eru tæknilega séð lokuð og ég á svo sem ekki von á að það verði mik- ið af túristum í vetur,“ segir Keli, en bætir því við að óvissan sé mikil. „Það eina sem maður veit er að maður veit lítið og gerir bara áætlanir viku fram í tímann eða svo. Allir eru einhvern veginn að reyna að lifa af og það er ekkert hægt að plana neitt lengra. Maður veit ekkert hvað þessi heimsfarald- ur gerir, hvað verður nauðsynlegt að gera í framhaldinu eða hvaða reglur verða í gildi hér innanlands. Ef einhverjum ráðstöfun- um verður aflétt, hvenær verður það gert og þá með hvaða skilyrðum? Mér sýnist svo að allir sem eru að velta fyrir sér hvenær bólu- efnið kemur, að það sé mest fólk að lýsa því sem það langar að sjá, frekar en að ræða það af einhverju viti. Það er voða erfitt að spá í framtíðina eins og staðan er í dag,“ seg- ir hann. Á meðan staðan sé þannig telur Keli að allir sem ætla að reyna að halda starfsemi sinni gangandi í vetur verði að vera á tán- um og reiðubúnir að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með skömmum fyrir- vara. Hann, eins og aðrir, vonast vitaskuld til að geta haldið Langaholti opnu í vet- ur, en það verði bara að koma í ljós hvort það verði hægt og þá með hvaða hætti. „til þess að hafa opið þurfa að vera einhver við- skipti og til þess að loka þá þarf maður að vera viss um að það verði engin viðskipti. Það er voðalega erfitt að spá fyrir um það,“ segir hann. „En auðvitað vonumst við til að hafa opið. Þegar fyrirtæki eru orðin ákveð- ið stór þá verða að koma inn tekjur. Það er engin miskunn, það þarf að borga reikninga og standa skil á öllu sama hvað. Fólk lifir á þessu og fólkið sem maður er með í vinnu treystir á þetta,“ bætir hann við. Þjóðin naut eigin lands En þrátt fyrir að árið hafi heilt yfir reynst ferðaþjónustunni þungbært og erfiður vetur geti verið framundan má þó ef til vill finna ljósa punkta. Keli lítur þar til Íslendinganna sem ferðuðust um eigið land í sumar. „Þeir Íslendingar sem komu til okkar í sumar voru glaðir og ánægðir og ég er að vona að út úr þessu komi að þjóðin hafi lært að meta eig- ið land og valkosti ferðaþjónustunnar. Mér sýndist að mjög margir vissu ekki almenni- lega hvað væri í boði hér og voru gleðilega undrandi á því hvað er margt hægt að sjá og gera á Íslandi,“ segir hann. „Þannig að ef maður á að reyna að taka eitthvað jákvætt út úr stöðunni þá vonandi hefur þetta ár sáð fræjum sem verða til þess að Íslending- ar muni njóta síns eigin lands í ríkara mæli í framtíðinni,“ segir Keli vert að endingu. Icelandair Hótel Hamar í Borgarnesi Prýðilegt sumar en erfið staða komin upp Eins og greint var frá í Skessuhorni í byrj- un júlí höfðu þá flestir leyst út ferðagjöf stjórnvalda hjá Icelandair Hótel Hamri í Borgarnesi, af öllum þeim stöðum sem tóku við gjöfinni. Guðveig Lind Eyglóardóttir aðstoðarhótelstjóri segir enda að sumarið hafi verið prýðilega gott. „Það má segja að hótelið hafi verið fullbókað frá í maí og út ágúst og enn er vel bókað út september, að minnsta kosti um helgar,“ segir Guðveig í samtali við Skessuhorn. Hún segir Íslend- inga hafa verið langfjölmennasta hópinn meðal gesta hótelsins í sumar og þá mik- ið til kylfingar, enda stendur hótelið við Hamarsvöll. „Við vorum heppin með veð- ur og völlurinn er auðvitað ekkert venju- legur, heldur 18 holu vinsæll völlur með gott orðspor,“ segir hún. „Staðsetningin er líka góð, stutt frá Reykjavík og svo hef ég heyrt að margir sumarhúsaeigendur kjósi að vera hér í nágrenninu út af nálægðinni við golfvöllinn. Þeir koma margir inn til okkar í mat og drykk,“ segir hún. „Íslend- ingar hafa verið duglegir við að njóta lífs- Víða rættist vel úr sumrinu í gistiþjónustu En framundan er erfiður vetur og mikil óvissa Svipmynd frá Grundarfirði. Ljósm. tfk Keli vert í Langaholti. Ljósm. úr safni/ Lýður Guðmundsson. Í eldhúsinu í Langaholti. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.