Skessuhorn


Skessuhorn - 02.09.2020, Side 14

Skessuhorn - 02.09.2020, Side 14
MIÐVIKUDAGUR 2. SEptEMBER 202014 Akranesi. Eggert segir að meira en helm- ingur gistirýmanna í Borgarnesi hafi verið leigður út í fastri leigu til langs tíma snemma í sumar. „Við erum í þessari ódýrari gistingu sem höfðar ekki endilega til íslenska ferða- mannsins. Á meðan við þurftum að treyast á innanlandstraffík var rólegt að gera í Borg- arnesi, en um leið og útlendingarnir fóru að koma til landsins þá varð fínt að gera,“ seg- ir hann. Staðan er hins vegar önnur á Akra- nesi. „Þar var bara töluvert að gera í sumar, kannski einfaldlega vegna þess að hér er lít- il önnur gisting í boði og Akranes er stutt frá höfuðborginni. talsvert seldist af golf- tilboðunum okkar og almennt til þeirra sem vildu kíkja á Akranesi. Þannig að það gekk bara vel á Skaga með innlenda ferðamann- inn,“ segir Eggert. Hugsa vel um hverja krónu Spurður hvort einhver sóknarfæri kunni að leynast fyrir aðila í gistirekstri í ríkjandi ástandi segir Eggert erfitt að koma auga á þá í fljótu bragði. „til langs tíma litið þá liggja sóknarfærin líklega helst í því að menn fari yfir sinn rekstur, nýti sjálfvirkni eins mik- ið og hægt er, svo sem sjálfvirkar bókanir og sjálfvirka innritun, til að lækka kostnað eins og kostur er. Menn þurfa að gera það núna á meðan litlar tekjur er að hafa, en það gæti nýst vel þegar fer að verða eitthvað að gera aftur,“ segir hann. „Svo er mögulegt að það verði einhverjar sameiningar fyrirtækja í geiranum, þó ekkert slíkt sé í kortunum hjá okkur. En þannig gætu einhverjir nýtt sér yfirbygginguna fyrir fleiri gistiheimili og þjónustufyrirtæki, því það þarf að hugsa vel um hverja krónu ef menn reka gistiþjónustu í þessu árferði,“ segir hann. Í stærra samhengi „En svo er stóra spurningin; hver er fram- tíð ferðaþjónustu í heiminum almennt?“ spyr Eggert og ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Blaðamaður getur ekki svarað spurningunni. „Ef svona sóttir koma til með að geysa með reglubundnu milli- bili, mun þá ferðavilji ekki koma til með að minnka í heiminum? Og erfitt efnahags- ástand sem því fylgir gerir það auðvitað að verkum að kaupmáttur fólks minnkar, og þar með möguleikar þess til að ferðast,“ seg- ir Eggert. „Ég held að það sé alveg framtíð í ferðaþjónustu að einhverju leyti, en mað- ur sér ekki fyrir sér að greinin verði aftur eins og 2018, þegar allir ferðuðust mikið og flugfélögin buðu upp á bingótilboð til landsins,“ segir hann. „Flugfélög í heimin- um eiga auðvitað erfitt og það er spurning hvernig þeirra starfsemi verður háttað þeg- ar við verðum komin í gegnum þetta tíma- bil. Ég held að það sé óumflýjanlegt að verð á flugi muni hækka og það mun hafa á ferða- þjónustu alls staðar í heiminum,“ segir Egg- ert að endingu. Hótel Fransiskus í Stykkishólmi „Hef fulla trú á ferðamennsku til framtíðar“ „Það rættist úr sumrinu eins og held ég hjá flestöllum á landsbyggðinni,“ segir Unnur Steinsson, hótelstjóri á Hótel Fransiskus í Stykkishólmi, í samtali við Skessuhorn. „Það leit ekki vel út fyrirfram en svo byrjaði það með óvenjumiklu trukki í maí. Svo í júní, júlí og ágúst vorum við með mjög góða nýtingu og ég er afskaplega ánægð með það,“ segir hún og bætir því við að um og upp úr miðjum júlí hafi hlutfall gesta verið um það bil til helminga Íslendingar og erlendir ferðamenn. Er það ólíkt ýmsum öðrum stöðum, þar sem meginþorri gestanna voru Íslendingar. Hún segir að margir erlendu gesta hótelsins í sum- ar hafi verið búnir að bóka með löngum fyr- irvara, en sömuleiðis hafi þeim borist tölu- vert af bókunum frá fólki eftir að það kom til landsins. „Við vorum auðvitað eins og allir aðrir með lækkuð verð í sumar, töluvert lægri en undanfarin sumur. Það náttúrulega heillar bæði Íslendinga sem aðra,“ segir hún og bæt- ir því við að þrátt fyrir lækkað verð hafi þeim tekist að halda sjó í rekstrinum. „Við náðum að halda í starfsfólkið og fleyta okkur í gegn- um sumarmánuðina,“ segir hún. Annar skellur í ágúst „En svo fengum við annan skell í ágústbyrj- un og eftir fyrstu fréttir [af hertum sóttvarn- aráðstöfunum; innsk. blms.] þá fóru að berast afbókanir fyrir lok ágúst og septembermán- uð. September leit ágætlega út hjá okkur fyr- ir þann tíma, en það er allt meira og minna farið og útlit fyrir að það verði fámennt hjá okkur í september og enn minna í október, nóvember og desember, sem eru venjulega vel bókaðir,“ segir Unnur. „Stærstur hluti okkar gesta frá nóvember og fram í mars síðustu ár hafa verið Asíubúar. Þeir koma líklega ekki núna,“ segir hún en bætir því við að vissulega sé staðan öll mjög óljós. „Almennt planar fólk heimsóknir til landsins með löngum fyrirvara og þó við opnum landamærin eftir mánuð þá held ég að fólk bíði ekki á hurðarhúninum, ekki frekar en við Íslendingar þegar við för- um erlendis. Þetta mun taka einhverja mán- uði að jafna sig,“ segir hún. Fáliðað í vetur Aðspurð segir Unnur að ætlunin sé að halda Hótel Fransiskus opnu í vetur, en hún hef- ur þurft að draga saman seglin í rekstrin- um. „Eftir 1. október er ég orðin ein í öll- um, meira og minna, en ég hef samt gott fólk að kalla til ef hlutirnir breytast til batnaðar,“ segir hún. „Við höfum því miður þurft að segja upp fólki. Við erum svo lítil eining og eigum enga sjóði til að sækja í til að halda öllu gangandi,“ segir hún. „Hér eru bara 20 her- bergi og það þarf svolítið meira til að við get- um haldið lengur áfram óbreyttum rekstri. En við gerðum það í sumar og ég er stolt af því að hafa ekki þurft að segja upp fólki í vor, en því miður þurftum við að gera það núna í haust,“ segir hún. Íslensk náttúra mun áfram heilla Aðspurð kveðst Unnur ekki eiga von á stór- lega breyttri ferðahegðun til lengri tíma lit- Hjónin Eggert Hjelm Herbertsson og Ingibjörg Valdimarsdóttir hjá Stay West. Ljósm. úr safni/ mm. Ferðamaður hefur það huggulegt á Breiðinni á Akranesi. Ljósm. úr safni/ glh. Unnur Steinsson hótelstjóri. Ljósm. úr safni. Hótel Fransiskus í Stykkishólmi. Ljósm. fransiskus.is.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.