Skessuhorn - 02.09.2020, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 2. SEptEMBER 202018
Embætti umboðsmanns barna hefur
sent öllum sveitarfélögum bréf þar
sem minnt er á hlutverk og tilgang
ungmennaráða og sérstaklega mikil-
vægi þess að í ungmennaráðum sitji
fulltrúar yngri en 18 ára. Samkvæmt
æskulýðslögum skulu sveitarstjórnir
hlutast til um að stofnuð séu ung-
mennaráð, en markmiðið er að gefa
ungmennum kost á því að vera virk-
ir þátttakendur í lýðræðissamfélagi.
Markmiðið með starfi ungmennar-
áða sveitarfélaga, er að gefa börnum
sem ekki hafa kosningarétt og geta
ekki gefið kost á sér til framboðs í
sveitarstjórnarkosningum, tækifæri
til þess að hafa áhrif á ákvarðanatöku
í eigin nærsamfélagi og þar með eig-
ið líf, umhverfi og framtíð.
Í nýlegri rannsókn um ungmen-
naráð sveitarfélaga kemur fram að
44 af 51 ungmennaráðum í sveitar-
félögum landsins hafa verið skipuð,
að hluta til eða jafnvel að öllu leyti,
ungu fólki sem er 18 ára eða eldra.
„Ákveðin hætta er á því að hagsmu-
nir yngri hópsins fái minni vægi í
ungmennaráðum sem hafa breiða
aldurssamsetningu enda getur það
reynst börnum erfitt að láta til sín
taka í félagsstarfi með fullorðnu
fólki þar sem til staðar er augljós
aðstöðumunur sem felst í auk-
num þroska og lífsreynslu þeirra
fullorðnu,“ segir í tilkynningu frá
Salvöru Nordal umboðsmanni bar-
na.
mm
Minnir sveitarfélög á hlutverk ungmennaráða
Ljósmynd úr safni Skessuhorns af fundi í bæjarstjórn unga fólksins á Akranesi. Myndin tengist því fréttinni ekki með beinum
hætti.
Bílaþvottastöðin Skagabón var opn-
uð við Kalmansvelli á Akranesi í gær,
þriðjudaginn 1. september. Það er
pálmi Þór Jóhannsson sem stend-
ur að stöðinni og mun hann bæði
þjónusta fyrirtæki og einstaklinga.
pálmi hefur unnið að því undan-
farið að kynna framtak sitt í bænum
og segir viðtökurnar hafa verið afar
góðar, en fullbókað er í bón og bíla-
þrif hjá Skagabóni næstu vikurnar.
„Það er markaður
fyrir þetta“
En hvernig kom það til að pálmi
ákvað að opna bílaþvottastöð? „Ég
er búinn að vera atvinnulaus í ár og
var á leiðinni í skóla, en út af Covid
þá klikkaði það. Ég settist því niður
einn daginn og hugsaði með mér;
„hvernig leysi ég þetta? Ég get ekki
verið með 30 þúsund kall á mánuði
til að lifa af, þegar að ég er búinn
að borga alla reikningana“. Á þessu
heila ári lærði ég reyndar að fara
með peninga, en svo tók ég þenn-
an dag, pældi þetta út og sýnist ég
hafa fundið eitthvað sem vantar á
Akranesi,“ segir pálmi. „Það vant-
ar þjónustu þar sem fyrirtæki geta
komið tvisvar á ári með bílana sína í
alþrif og einstaklingar geta látið þvo
og bóna bílana sína. Þetta er næst-
um átta þúsund manna bæjarfélag.
Það er markaður fyrir þessu,“ seg-
ir hann. „Ég veit um fólk sem hefur
ætlað af stað með svona þjónustu en
ekki látið verða af því, hafði kannski
ekki trú á að hlutirnir myndu virka.
Þá náttúrulega virka þeir ekki. En
ég er bara þannig í dag að ég trúi
og treysti, bæði á eitthvað annað og
sjálfan mig,“ bætir hann við.
Aðeins mánuður er liðinn frá deg-
inum sem um er rætt, þegar pálmi
ákvað að láta verða af því að opna
bílaþvottastöð. Það er meira en að
segja það, en hann segir það allt
hafa gengið að óskum. „Það er ekki
hlaupið að því að fá iðnaðarhúsnæði
á Akranesi og það er í rauninni ekki
hlaupið að því að gera neitt. En ein-
hvern veginn kom þetta allt til mín,
bara nánast á færibandi,“ segir hann
ánægður. „Þarna fannst mér kominn
tími til að drífa mig af stað, losa mig
af bótum og verða minn eigin herra
í fyrsta skipti á ævinni. Það er alveg
geggjað,“ segir hann og brosir.
Nýtur þess að þrífa bíla
Og hvaða þjónusta er í boði hjá
Skagabóni? „Öll þrif á bílum eins
og þau leggja sig; alþrif, djúp-
hreinsun og bón. Seinna ætla ég að
bæta við mössun og „armor coat“.
Ég finn að fólk er að biðja um það
en ef ég ætlaði að massa og „coata“
líka þá þyrfti ég stærra húsnæði og
mann í vinnu. Ég byrja á þessu, tek
eitt skref í einu og bæti hinu við
seinna,“ segir pálmi. Hann mun
því að minnsta kosti fyrst um sinn
starfa einsamall á Skagabóni. Þá er
eins gott að honum þyki gaman að
þrífa og bóna bíla. Finnst honum
það? „Mér finnst þetta geðveikt,“
segir hann og hlær við. „Ég lærði
bifvélavirkjun á sínum tíma og var
mikið að vasast í bílum. Ég hef alltaf
verið bílakarl og bílarnir mínir hafa
alltaf verið tandurhreinir. Það er
svo gaman að geta fengið útrás fyr-
ir gamla áhugamálið í þessu,“ seg-
ir pálmi.
Eins og áður hefur komið fram
segir pálmi viðtökurnar við opnun
Skagabóns hafa verið afar góðar og
hann sjái fram á að hafa meira en
nóg að gera næstu misserin. „Ég tek
tvo bíla á dag, þrjá einstöku sinnum
og vinn sex daga vikunnar. Ef fyr-
irtækin koma öll í hrúgu þá kem-
ur vinnutörn. Nokkur voru tilbú-
in núna um leið og ég byrjaði. Þá
verða þau öll komin á hreina bíla,
starfsfólkinu líður betur í vinnunni
og svo koma þau aftur í þrif eft-
ir nokkra mánuði. Þetta er rosa-
leg vinna og harka en mér finnst
þetta skemmtilegt. Það er svo gam-
an þegar fólk er ánægt með bílana
sína,“ segir pálmi Þór hjá Skaga-
bóni að endingu.
Hægt er að fylgjast með Skaga-
bóni á Facebook-síðunni, þar sem
jafnframt má sjá verðskrá og panta
tíma fyrir bílinn í dekur.
. kgk/ Ljósm. kgk.
Felgurnar hreinsaðar.
Skagabón var opnað í gær
„Gaman þegar fólk er ánægt með bílana sína“
Pálmi Þór Jóhannsson opnaði Skagabón í gær.
Hér fær einn bíll þrif á meðan Skessuhorn kíkti til Pálma. Tjöruhreinsir borinn á bílinn.
Pálmi strýkur af skottinu.
„Mér finnst þetta geðveikt,“ segir Pálmi þegar blaðamaður spyr hvort honum þyki
gaman að þrífa og bóna bíla.