Skessuhorn - 02.09.2020, Page 19
MIÐVIKUDAGUR 2. SEptEMBER 2020 19
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
0
Bæjarstjórnarfundur
1317. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn
í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18,
þriðjudaginn 8. september kl. 17:00.
Fundarsalurinn verður ekki opinn að svo stöddu og eru
bæjarbúar hvattir til þess að hlusta á fundinn á FM 95,0.
Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir:
Framsókn og frjálsir á Garðavöllum, •
mánudaginn 7. september kl. 20:00.
Samfylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18 •
laugardaginn 5. september kl. 10:30
Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins fellur niður þessa vikuna.•
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
0
Styrkir til greiðslu
fasteignaskatts 2020
Auglýst er eftir umsóknum um styrki til greiðslu fasteigna-
skatts til aðila með starfsemi á sviði menningar-, íþrótta-,
æskulýðs-, tómstunda- eða mannúðarmála.
Sótt um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar
á þar til gerðu eyðublaði.
Umsóknarfrestur er til og með 20. september 2020.
Nánari upplýsingar er að finna á www.akranes.is
Meistaraflokkur kvenna hjá Ung-
mennafélagi Grundarfjarðar hafa
ráðið Mladen Svitlica til að sinna
þjálfun liðsins. Mladen spilaði blak
frá 12 ára aldri og var atvinnumað-
ur í greininni í átta ár. Hann er bú-
settur í Stykkishólmi með fjölskyld-
unni sinni og mun því vera nokkuð
á ferðinni í vetur. Hann mun einn-
ig sjá um þjálfun á yngri iðkendum
hjá Ungmennafélagi Grundarfjarð-
ar með meistaraflokksþjálfuninni.
Meistaraflokkur UMFG mun taka
þátt í 2. deildinni í vetur. Leikið
er heima og heiman og því verður
hasar í íþróttahúsi Grundarfjarðar í
vetur. Ekki er búið að dagsetja leik-
ina í vetur en á heimasíðu Blaksam-
bands Íslands kemur fram að mótið
hefjist í október.
tfk
Sauðfjárslátrun hefst hjá Sláturhúsi
Vesturlands í Brákarey á morgun,
fimmtudaginn 3. september. Að
sögn Eiríks Blöndals stjórnarfor-
manns í rekstrarfélaginu um slát-
urhúsið verður sauðfjárslátrun
með hefðbundnu sniði. Eingöngu
er boðið upp á svokallaða þjón-
ustuslátrun í húsinu með mögu-
leika á kjötvinnslu ef fyrirfram er
pantað. Eiríkur reiknar með að 6-8
muni að jafnaði starfa við vinnslu
og slátrun í húsinu í haust. Sauð-
fjárslátrun verður 2-3 daga í viku
en þess á milli tekið við stórgrip-
um; hrossum og nautgripum, til
slátrunar og auk þess geitum.
Sláturhússtjóri er Guðjón Krist-
jánsson. Anna Dröfn Sigurjóns-
dóttir mun áfram sinna gæða-
stýringu og aðstoða bændur við
vinnslu, vöruþróun og afsetningu
afurða. „Starfsemin er hægt og síg-
andi að aukast hjá okkur. Kjöt frá
sláturhúsinu og bændum úr hér-
aðinu er nú smám saman að finna
á fleiri veitingastöðum í héraðinu
sem leggja metnað sinn í sölu hrá-
efnis úr héraði. Þá er vaxandi áhugi
á staðbundnum mat og margir sem
eru því að þróa sölu á kjöti beint frá
býli. Starfsemi sláturhúss i héraði
styður vel við þá starfsemi,“ segir
Anna Dröfn í samtali við Skessu-
horn. „Smám saman er verið að
þróa betri nýtingu aukaafurða,
skinna, innmats og fleira. Þannig
hefur sláturhúsið saltað gærur og
sent til verkunar í Svíþjóð. Lofar
sú tilraun mjög góðu. Þá er nokk-
uð af innmat og afskurði selt til
framleiðslu gæludýrafóðurs. Svo
má bæta við að sláturhúsið hefur
fengið stuðning til þróunarverk-
efna úr Uppbyggingarsjóði Vestur-
lands og frá Framleiðnisjóði land-
búnaðarins. Allt hjálpar þetta starf-
seminni að koma undir sig fótun-
unum.“ Aðspurð segir Anna Dröfn
að starfsfólk við slátrun og vinnslu
komi allt úr héraðinu.
Nánari upplýsingar um starfsemi
sláturhússins má finna á heimasíð-
unni slaturhus.is, en pantanir þurfa
að berast í síma 666-7980 eða á
netfangið slaturhus@slaturhus.is.
mm
Á föstudag veitti heilbrigðisráð-
herra almenna undanþágu frá
fjöldatakmörkum fyrir réttarstörf,
gegn því að farið verði eftir sér-
stökum tilmælum sóttvarnalæknis.
til að geta fengið undanþágu þarf
þannig að halda lista yfir alla sem
koma í hverja rétt með upplýsing-
um sem má nota til að hafa sam-
band við viðkomandi gerist þess
þörf. Upplýsingar um sóttvarnar-
áðstafanir og tveggja metra regluna
þurfa að vera sýnilegar og hand-
spritt og aðstaða til handþvottar
til staðar. Matvæli þurfa að vera af-
greidd í innpökkuðu formi og kaffi
hellt í bolla, ekki sjálfsafgreiðsla,
sé slík þjónusta á annað borð veitt.
talning inn og út af svæðinu þarf að
vera skilvirk og lögregla umdæmis-
ins og umdæmislæknir sóttvarna
þurfa að vera upplýst um undan-
þáguna. Þá þurfa ábyrgðarmenn
réttarstarfa að vísa fólki í burtu taf-
arlaust, sýni það flensueinkenni og
fylgjast með því að tveggja metra
reglan sé virt.
Sækja þarf um undanþáguna
til Landssamtaka sauðfjárbænda
á netfangið unnsteinn@bondi.is.
Samtökin afgreiða umsóknirnar í
samráði við landlæknisembættið
og heilbrigðisráðuneytið, að því er
fram kemur á vef LS.
Þá hefur almenn undanþága ver-
ið veitt vegna nándarmarka í fjalla-
skálum. Þar verður þannig heimilt
að viðhafa eins metra fjarlægð milli
fólks, þegar því verður ekki við-
komið að halda tveggja metra fjar-
lægð. kgk
Sláturhús Vesturlands í Brákarey.
Sauðfjárslátrun og vinnsla að hefjast í Brákarey
Anna Dröfn Sigurjónsdóttir sinnir
gæðastýringu og aðstoðar bændur
við vinnslu, vöruþróun og afsetningu
afurða.
Svipmynd úr sauðfjárslátrun. Ljósm. úr safni.
Undanþága fyrir réttarstörf
Sótt um í gegnum Landssamtök sauðfjárbænda
Fé í dilk í Þverárrétt síðastliðið haust. Ljósm. úr safni/ mm.
Fyrsta æfing vetrarins með nýjum þjálfara en hann er lengst til hægri á myndinni.
Nýr blakþjálfari í Grundarfirði