Skessuhorn - 02.09.2020, Qupperneq 23
MIÐVIKUDAGUR 2. SEptEMBER 2020 23
Í liðinni viku var kynnt í ríkis-
stjórn og fyrir fulltrúum sveitarfé-
laga ný skýrsla starfshóps um áhrif
Covid-19 á fjármál sveitarfélaga.
Starfshópur sem skrifaði skýrsl-
una áætlar að verulegur samdráttur
verði í tekjum flestra sveitarfélaga
miðað við áætlanir og að neikvæð
áhrif á fjárhagsstöðu þeirra nemi
alls rúmlega 33 milljörðum króna.
Í niðurstöðum segir að gera megi
ráð fyrir að samanlögð rekstrarnið-
urstaða sveitarfélaganna allra verði
26,6 milljörðum lakari en gert var
ráð fyrir í fjárhagsáætlunum ársins
2020. Þá megi búast við að aukn-
ar fjárfestingar sveitarfélaga nemi
rúmlega 6,5 milljöðrum króna.
Samanlagt væru áhrifin því rúm-
lega 33 milljarðar króna eða rúm-
lega 91 þúsund króna á hvern íbúa
í landinu.
Í skýrslunni segir að til að setja
þessar tölur í samhengi hafi heild-
arútgjöld sveitarfélaganna árið
2019 verið rúmlega 390 milljarð-
ar króna. Áhrifin nemi því 8,5% af
heildarútgjöldum sveitarfélaga frá
árinu 2019 eða um 1,1% af vergri
landsframleiðslu sama ár. Hér væru
því um verulegar upphæðir að ræða
í þjóðhagslegu tilliti.
Starfshópurinn áætlar að útsvar-
stekjur sveitarfélaganna, stærsti
einstaki tekjustofn þeirra, muni
dragast verulega saman. Sveitarfé-
lögin hafi gert ráð fyrir því í fjár-
hagsáætlunum sínum að útsvar-
stekjur ársins myndu nema rúm-
lega 223 milljörðum króna en sam-
kvæmt þeim upplýsingum sem nú
liggja fyrir má ætla að útsvarstekj-
urnar verði nokkuð minni eða um
212 milljarðar króna. mm
Hafin er markaðsherferð
á Bretlandseyjum til að
auka vitund fólks um gæði
og heilnæmi íslensks fisks
og að fiskistofnar við Ís-
land séu nýttir á sjálfbær-
an hátt. Best er að borða
fisk tvisvar í viku árið um
kring eins og segir í nýrri
auglýsingu, enda hrein og
holl afurð.
Íslensk sjávarútvegs-
fyrirtæki hafa sameinast
undir slagorðinu „Sea-
food from Iceland“ til að
auka útflutningsverðmæti
með einu upprunamerki. Herferð-
inni er einnig ætlað að kynna ís-
lenskan uppruna og auka jákvæðni
til íslenskra sjávarafurða. Samtök
fyrirtækja í sjávarútvegi og Íslands-
stofa eru samstarfsaðilar að verk-
efninu en að baki því standa 30 fyr-
irtæki víðs vegar um landið.
„Yfirskrift herferðarinnar er Fis-
hmas og verður hún fyrst og fremst
keyrð á samfélagsmiðlum. Father
Fishmas, sem Egill Ólafsson leikur,
er í aðalhlutverki ásamt íslenskum
gæðafiski. Húmorinn er
ekki langt undan,“ segir
í kynningu á verkefninu.
Brandenburg framleiddi
auglýsinguna, en auk
hennar er búið að opna
vefinn www.fishmas.com
þar sem fólk getur lært
að elda tíu einfalda, en
gómsæta fiskrétti heima.
Vegna COVID-19 hefur
fólk neyðst til að dvelja
meira heima hjá sér en
góðu hófu gegnir og því
kjörið að létta lundina
með kræsingum af Ís-
landsmiðum. Því var blásið til há-
tíðar íslenska fisksins í Bretlandi
og hver veit nema íslenska fiskin-
um verði fagnað víðar um heiminn
í framhaldinu,“ segir í tilkynningu
frá SFS. mm
Sameiginlegum uppsjávarleiðangri
Íslendinga, Grænlendinga, Færey-
inga, Norðmanna og Dana lauk 4.
ágúst síðastliðinn, en hafði þá stað-
ið yfir frá 1. júlí. Niðurstöður leið-
angursins hafa nú verið teknar sam-
an á vef Hafrannsóknastofnunar, en
meginmarkmið hans var að meta
magn uppsjávarfiska í Norðaustur-
Atlantshafi að sumarlagi.
Það ber helst að nefna að vísitala
lífmassa makríls var metin á 12,3
milljónir tonna, sem er 7% hækkun
frá fyrra ári og mesti lífmassi sem
mælst hefur frá því mælingar hóf-
ust 2007. Mestur þéttleiki mældist í
miðju- og norðanverðu Atlantshafi.
Hins vegar mældist 72% minna
af makríl á hafsvæðinu við Ísland
en árið 2019. Mest var af markíl
suðaustur af landinu, ólíkt undan-
förnum árum þegar mestur þétt-
leiki hefur mælst sunnan og vestan
landsins.
Meira af síld
Magn norks-íslensku síldarinn-
ar hækkaði einnig og var vísitala
lífmassans metin á 5,9 milljónir
tonna. Er það 24% meira en á síð-
asta ári. „Þessi aukning skýrist af
stórum 2016 árgangi sem er að öll-
um líkindum að stærstu leyti geng-
inn nú úr Barentshafi inn í Nor-
egshaf. Þessi árgangur, ásamt þeim
frá 2013, vógu um 55% af lífmassa
stofnsins,“ segir á vef Hafró.
Útbreiðsla síldarstofnsins var
svipuð og undanfarin ár. Eldri hluti
hans var í mestum þéttleika norður
af Færeyjum, fyrir austan og norð-
an Ísland, en yngri síldin í norð-
austurhluta Noregshafs.
Minna af kolmunna
Áhersla var lögð á að ná yfir allt út-
breiðslusvæði kolmunna og meta
stærð þess stofns. Vísitala stofn-
stærðarinnar var metin 1,8 milljón-
ir tonna, sem er 11% minna en árið
2019. Kolmunni fannst víðast hvar
á rannsóknarsvæðinu, nema í köld-
um sjó við Austur-Grænland og í
Austur-Íslandsstraumnum milli Ís-
lands og Jan Mayen, sem og fyr-
ir vestan og sunnan Ísland. Undan
Íslandsströndum mældist mest af
kolmunna suðaustan og austan við
landið, en ólíkt fyrri árum varð ekki
vart við kolmunna við landgrunns-
brúnina sunnan við Ísland.
kgk
Síðastliðinn föstudag var stig-
ið skref í að bæta endurhæfingar-
ferli krabbameinsgreindra á lands-
byggðinni. Skrifað var undir samn-
ing samgöngu- og sveitarstjórn-
arráðuneytis og heilbrigðisráðu-
neytis við Ljósið, endurhæfingar-
og stuðningsmiðstöð fyrir krabba-
meinsgreinda, um fjarheilbrigðis-
þjónustu í endurhæfingu krabba-
meinsgreinda. Þeir sem greinast
með krabbamein og eru búsettir
á landsbyggðinni hafa hingað til í
litlum mæli haft kost á að nýta sér
þjónustu Ljóssins, enda er hún eins
og sakir standa nær eingöngu að-
gengileg í húsnæði þess að Lang-
holtsvegi í Reykjavík. Samning-
urinn hljóðar upp á 34 milljónir
króna og hefur það að markmiði
að veita fólki með krabbamein, sem
búsett er á landsbyggðinni, og að-
standendum þeirra, þjónustu með
rafrænum hugbúnaði og bæta að-
gengi íbúa um land allt að starfsemi
Ljóssins.
Styrkurinn er veittur á grundvelli
stefnumótandi byggðaáætlunar
til að efla fjarheilbrigðisþjónustu.
Um er að ræða tilraunaverkefni til
tveggja ára og munu fjármunirnir
gera sérfræðingum Ljóssins kleift
að auka faglega þjónustu í gegnum
fjarfundabúnað og efla samvinnu
við aðra fagaðila á landsbyggðinni.
Ljósið hefur frá stofnun lagt metn-
að í að þróa þjónustuna að þörfum
notenda og hefur nú með samning-
um verið gert kleift að auka faglega
þjónustu sérfræðinga sinna til íbúa
landsbyggðarinnar í gegnum fjar-
fundabúnað. Auk þess verður leit-
ast við sem mestri samvinnu fag-
aðila á landsbyggðinni.
„Samningurinn er mikilvægt
skref í að bæta endurhæfingarferli
krabbameinsgreindra um allt land.
Þeir sem greinast með krabbamein
og eru búsettir á landsbyggðinni
hafa aðeins í litlum mæli átt kost á
að nýta sér þjónustu Ljóssins hing-
að til,“ segir Erna Magnúsdóttir,
forstöðukona Ljóssins.
mm
Starfsemi Ljóssins
gerð aðgengilegri í
gegnum fjarfunda-
búnað
Búist er við að auknar fjárfestingar
sveitarfélaga nemi rúmlega 6,5 millj-
öðrum króna á þessu ári. Hér eru
ljósleiðararör sem bíða niðurdráttar í
Borgarfirði.
Áætla að neikvæð áhrif Covid-19 á
sveitarfélög nemi 33 milljörðum
Hátíð íslenska fisksins hafin í Bretlandi
Krókabátar á makrílveiðum. Ljósm. úr safni/ af.
Markíllinn langt
frá miðunum
Síðastliðinn miðvikudag hófst átak
á vegum Almannaróms og Háskól-
ans í Reykjavík þar sem einstakling-
ar sem hafa íslensku sem annað mál
eru hvattir til að lesa setningar inn í
gagnasafnið samrómur.is, sem not-
að verður til að þróa máltækni sem
kennir tölvum og tækjum að skilja
íslensku. Átakið íslenska er alls-
konar er sett af stað til að tryggja
að tækin skilji þá sem hafa íslensku
sem annað mál jafn vel og þá sem
hafa íslensku að móðurmáli. Allir
sem geta lesið íslensku, með hvaða
hreim sem er, eru hvattir til að fara
á vefsíðuna samromur.is og lesa þar
nokkrar setningar inn í gagnasafn-
ið.
„til að tryggja góðan árang-
ur verkefnisins þarf safna miklum
fjölda setninga frá mörgum ein-
staklingum af ólíkum uppruna
sem bera íslensku fram með mis-
munandi hætti. Fólk nýtir röddina
í auknum mæli til að stýra tækjum
og tólum og því er brýnt að tækin
skilji alla - konur, börn og karla -
á öllum aldri og með hvaða hreim
eða mállýsku sem er. Raddir og
framburður okkar allra er ólíkur -
og tryggja þarf að tækin skilji okkur
öll. Einstaklingar sem hafa íslensku
sem annað mál eru því hvattir til
að fara á vefinn samrómur.is og
lesa þar inn nokkrar setningar á ís-
lensku og taka þannig þátt í að gera
íslensku aðgengilega fyrir alla,“
segir í tilkynningu vegna verkefn-
isins. Landmenn eru hvattir til að
taka höndum saman og tryggja að
tækin skilji okkur öll.
mm
Eliza Reid forsetafrú reið á vaðið og las inn á vefinn samromur.is. Skjáskot af
upptökunni.
Átakinu „íslenska er alls-
konar“ hrundið af stað