Skessuhorn - 02.09.2020, Side 24
MIÐVIKUDAGUR 2. SEptEMBER 202024
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og
menningarmálaráðherra, vill fjölga
kennslustundum í íslensku og raun-
greinum í grunnskólum landsins
frá og með haustinu 2021. Áform-
in hafa verið kynnt í samráðsgátt
stjórnvalda. Í samráðsgáttinni kem-
ur fram að tilefni breytinganna sé
viðvarandi slakur árangur nemenda
í lesskilningi og náttúrufræði, sam-
anborið við önnur lönd. Í því sam-
hengi er vísað til pISA-kannanar-
innar svokölluðu, sem gerð er með-
al 15 ára nemenda grunnskólanna á
þriggja ára fresti.
Breytingar á
öllum stigum
Breytingar á viðmiðunarstunda-
skrá grunnskóla fela í sér að á
yngsta stigi (1.-4. bekk) verður gert
ráð fyrir að meðaltali 80 mínút-
um á viku í íslensku í hverjum ár-
gangi. Á miðstigi (5.-7. bekk) verði
tæpri klukkustund á viku varið í ís-
lensku í hverjum árgangi. „Með því
fer hlutfall íslensku á viðmiðunar-
stundaskrá grunnskóla úr 18,08% í
21,5%. Grunnskólar hafa svigrúm
og sveigjanleika innan hvors stigs
til að útfæra þessa aukningu. Jafn-
framt fellur niður svigrúm grunn-
skóla til ráðstöfunar tíma á yngsta-
og miðstigi grunnskóla, en algengt
er að skólar nýti hluta þess tíma til
lestrar- og íslenskukennslu,“ segir í
samráðsgáttinni.
Á unglingastigi (8.-10. bekk) er
gert ráð fyrir aukinni áherslu á nátt-
úrugreinar, en í staðinn verði dreg-
ið úr vali nemenda. „Aukningin er
veruleg og er að meðaltali 120 mín-
útur á viku í hverjum árgangi,“ seg-
ir í samráðsgáttinni. Hlutfall nátt-
úrugreina í viðmiðunarstundaskrá
fer við þessa breytingu úr 8,33% í
rúmlega 11%.
Fer nær meðaltali ná-
grannaþjóða
Í samráðsgáttinni segir að hér á
landi sé lægstu hlutfalli kennslu-
tíma varið til kennslu móðurmáls
í 1.-7. bekk, samanborið við ná-
grannalöndin. „Með þessum breyt-
ingum færist íslensk viðmiðunar-
stundaskrá grunnskóla nær með-
altali í móðurmáli- og náttúru-
fræðigreinum hjá nágrannaþjóð-
um okkar,“ segir í samráðsskjalinu.
Þar kemur einnig fram að mennta-
stefna til ársins 2030 sé nú í mótun
hjá ráðuneytinu, í víðtæku samstarfi
við hagsmunaaðila. Þar verði lögð
áhersla á að veita framúrskarandi
menntun með áherslu á þekkingu,
vellíðan, þrautseigju og árangur í
umhverfi þar sem allir skipti máli
og geti lært. Þá beiti ráðuneytið sér
sömuleiðis fyrir aukinni áherslu á
íslensku í öðrum námssviðum og
almennt í samfélaginu.
kgk
Á Iðunnarstöðum í Lundarreykja-
dal rís nú 13 herbergja hótel. Þeg-
ar blaðamaður Skessuhorns átti þar
leið hjá fyrir helgi var búið að reisa
veggi herbergjaálmu hótelsins og
unnið var að því að tengja pípu-
lagnir. Á næstu dögum mun þar
einnig rísa álma sem hýsir móttöku
og matsal. Það eru hjónin Hjördís
Geirdal og Þórarinn Svavarsson
sem eru að byggja hótelið og að-
spurð segjast þau stefna á að opna
fyrir gestum næsta vor. „Við erum
ekki á neinni hraðferð svona í ljósi
ástandsins í heiminum núna,“ segir
Hjördís. „Við gerum ekki ráð fyrir
að það verði mikið um ferðamenn
hér næstu mánuði svo við erum
bara alveg róleg,“ bætir Þórarinn
við.
Herbergi hótelsins verða 13 tals-
ins, ellefu tveggja manna herbergi
og tvö aðeins stærri, sem gætu hent-
að fjölskyldum. Ef vel gengur ætla
þau að reisa aðra jafn stóra álmu til
viðbótar. „Það er gert ráð fyrir ann-
arri herbergjaálmu á teikningum en
við ætlum ekki að reisa hana strax,
það fer bara allt eftir því hvernig
gengur hjá okkur,“ segir Þórarinn.
Hjördís og Þórarinn búa á tungu-
felli í Lundarreykjadal þar sem þau
eru skógarbændur og hafa ræktað
upp stóran skóg. Spurð hvort þau
séu byrjuð að rækta á Iðunnarstöð-
um bendir Hjördís á nokkur tré sem
nýlega er búið að planta. „Við erum
svona aðeins byrjuð að setja niður,“
segir hún. Aðspurð segjast þau ekki
ætla að fara í markvissa skógrækt
á Iðunnarstöðum heldur frekar að
planta nokkrum trjám til að mynda
skjól. „Þetta verður svona yndis-
skógur og gestir geta líka fengið að
setja niður tré til að kolefnisjafna
ferðalagið sitt,“ segir Hjördís.
arg
Fleiri kennslustundir í íslensku og raungreinum
Ungir piltar á leið í skólann.
Ljósm. úr safni/ tfk.
Grunnurinn að móttökuhúsinu.
Hótel rís á Iðunnarstöðum í Lundarreykjadal
Hjördís og Þórarinn við grunninn að móttökunni á hótelinu sem þau eru að byggja á Iðunnarstöðum.
Herbergjaálma hótelsins.
Útsýnið sem blasir við hótelgestum.
Máni mun sjá til þess að gestir fái hlýjar móttökur.