Skessuhorn


Skessuhorn - 09.08.2020, Page 10

Skessuhorn - 09.08.2020, Page 10
MIÐVIKUDAGUR 9. SEptEMBER 202010 Samkaupskeðjan hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum í Búð- ardal í Dölum, Reykjahlíð í Mý- vatnssveit, Hólmavík á Ströndum og Flúðum í Hrunamannahreppi að fá vörur sendar úr netversl- un Nettó í samráði við Krambúð- ir á þessum stöðum. „Þetta er gert í tilraunaskyni til að mæta óskum viðskiptavina verslananna,“ seg- ir í tilkynningu, en eins og kunn- ugt er hafa íbú- ar þessara staða lýst óánægju með hækkað vöru- verð samhliða því að Kjörbúðum hefur verið breytt í Krambúðir. „Við höfum verið í góðum samskiptum við íbúa sveit- arfélaganna og erum sífellt að leita leiða til að bæta þjónustu okkar. Með netverslun Nettó gefst okkur tækifæri á að bjóða íbúum á þess- um svæðum upp á enn hagstæðari verð í heimabyggð,“ segir Gunn- ar Egill Sigurðsson, framkvæmda- stjóri verslunarsviðs Samkaupa í tilkynningu. Íbúum fyrrgreindra sveitar- félaga gefst nú kostur á að panta vörur í gegnum netverslun Nettó og fá þær afhentar í Krambúðum á svæðinu. Sendingar eru viðskipta- vinum að kostnaðarlausu kaupi þeir fyrir 15 þúsund krónur eða meira, annars bætist við 1.490 króna sendingargjald. „til að byrja með verður eingöngu hægt að fá þurr- vörur sendar en unnið er hörðum höndum að því að bæta aðstöðu í Krambúðunum á viðkomandi stöðum svo einnig verði hægt að senda kæli- og frystivörur.“ Þá kemur fram í tilkynningu frá Samkaupum að; „vöruverð hafi lækkað um 15-30% í öllum þeim verslunum sem Samkaup hafa tek- ið yfir. Markmið okkar er að bjóða upp á sem hag- kvæmastar vörur fyrir viðskipta- vini okkar,“ seg- ir Gunnar Eg- ill. „Samkaup líta á það sem sam- félagslega skyldu sína að halda úti verslun og störfum á landsbyggð- inni og eru verslanir okkar hlut- fallslega stórir vinnustaðir í sum- um þessara sveitarfélaga.“ Íbúum sveitarfélaganna bauðst þjónustan frá og með síðasta mánu- degi. pantanir þurfa að berast fyrir kl. 12.00, degi fyrir afhendingu, og er afgreiðslutími mismunandi eftir bæjarfélögum.“ Krambúðin í Búð- ardal er opin mánudaga til fimmtu- daga kl. 09:00-19:00, föstudaga frá kl. 09:00-21:00, laugardaga frá kl. 10:00-18:00 og sunnudaga frá kl. 10:00-21:00. Netverslun Nettó gildir mánudaga til fimmtudaga. „Nauðsynlegt að panta fyrir kl. 12 á hádegi deginum áður,“ segir í til- kynningu. mm Samkaup hafa hafnað kröfu Dala- manna um að opna Kjörbúð að nýju í Búðardal, í stað Krambúðar. Eins og greint var frá í Skessuhorni seint í síðasta mánuði söfnuðu Dala- menn undirskriftum meðal íbúa, þar sem mótmælt var breytingum á versluninni í Búðardal úr Kjörbúð yfir í Krambúð síðastliðið vor, þeim verðhækkunum sem breytingun- um fylgdu og þess krafist að Kjör- búð yrði opnuð að nýju í sveitarfé- laginu. Alls lögðu 320 manns nafn sitt við undirskriftarlistann, eða sem samsvarar rétt tæplega helm- ingi allra íbúa Dalabyggðar. Erfiður rekstur til margra ára Forstjóri Samkaupa sendi sveitar- stjóra Dalabyggðar mánudaginn 31. ágúst síðastliðinn, með bókun sem samþykkt var á stjórnarfundi Sam- kaupa í síðustu viku ágústmánaðar. Þar segir að rekstur verslunarinn- ar í Búðardal hafi mörg undanfar- in ár verið erfiður og afkoma henn- ar óviðunandi. Breytingar á búðar- gerð fyrir þremur árum síðan, þeg- ar Kjörbúðin tók við af Samkaup Strax, hafi ekki skilað þeim ávinn- ingi sem vænst var. Þvert á móti hafi rekstrarniðurstaðan versn- að enn frekar. Ekki sé hægt að una við stöðugan og vaxandi taprekst- ur verslunarinnar í Búðardal, enda sé gerð krafa um sjálfbæran rekstur verlsana Samkaupa. Af þeim sökum geti Samkaup ekki orðið við áskor- un Dalamanna. „Mikil vonbrigði“ Baldvin Már Guðmundsson í Búð- ardal var forsvarsmaður undir- skriftalistans. Hann er að von- um óánægður með þessa ákvörð- un Samkaupa. „Þetta eru mik- il vonbrigði en við erum ekki búin að gefast upp, við höldum áfram. Hvaða leiðir verða farnar kemur í ljós, en við látum ekki bjóða okkur miklu hærra vöruverð en var fyrir breytingarnar,“ segir Baldvin í sam- tali við Skessuhorn. Jafnframt lýs- ir hann furðu sinni yfir því að fé- lagið hafi ekki sent honum svar- bréfið, sem forsvarsmanni undir- skriftalistans. Honum hafði ekki borist svar frá Samkaupum þegar Skessuhorn ræddi við hann á mið- vikudagsmorgun, en svar hafði sem fyrr segir borist sveitarstjóra með tölvupósti 31. ágúst. Baldvin hafði þó fengið afrit af bréfinu. „Af hverju í ósköpunum fæ ég ekki svar frá þeim eins og ég ósk- aði eftir, sem umboðsmaður og forsvarsmaður undirskriftalistans? Mér finnst það mjög furðulegt, ef ég á að segja alveg eins og er. Mér finnst þeir gera lítið úr undirskrift- asöfnuninni með því,“ segir Bald- vin. Kristján Sturluson, sveitarstjóri Dalabyggðar, lýsir sömuleiðis yfir vonbrigðum með ákvörðunina. „Mín fyrstu viðbrögð eru mikil vonbrigði með þetta svar stjórnar Samkaupa, að það sé ekkert opnað á að koma til móts við óskir íbúa um breytingar,“ segir Kristján í samtali við Skessuhorn. Hann segir að svarið verði tekið til umræðu á vettvangi sveitarstjórnar og í fram- haldinu verði félaginu svarað form- lega. kgk Landshlutasamtök sveitarfélaga standa þessa dagana sameiginlega að íbúakönnun í öllum landshlut- um hér á landi. Könnunin tekur til ýmissa þátta varðandi almenna vel- ferð íbúa, ánægju þeirra og fram- tíðaráform, vinnumarkaðsmál og búsetuskilyrði. Er könnunin hugs- uð sem mikilvægt greiningartæki fyrir sveitarstjórnarfólk og aðra sem sinna byggðamálefnum. Úr- tak í könnuninni hér á Vesturlandi er stórt, en um tvö þúsund manns voru sendar spurningar í tölvu- pósti. Þeir sem lenda í úrtaki og samþykktu að vera með s.l. sum- ar eða sumarið 2016 fengu tölvu- póst föstudaginn 28. ágúst þar sem óskað var eftir þátttöku þeirra. „Samtök sveitarfélaga á Vestur- landi hvetja alla þá sem lentu í úr- taki að svara spurningakönnuninni til að niðurstöðurnar verði sem marktækastar. Hvert svar hefur mikla þýðingu,“ segir Vífill Karls- son hagfræðingur sem stýrir þess- ari vinnu hér á Vesturlandi. Vífill segir þetta vera í fyrsta skipti sem könnunin nær til lands- ins alls, en Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) hafa um ára- bil gert viðlíka kannanir á sínu svæði og undanfarin ár hafa fleiri landshlutasamtök tekið þátt. Víf- ill leiðir þessa vinnu á landsvísu í samráði við önnur landshlutasam- tök, en hann hefur einmitt staðið fyrir fyrirtækjakönnun á Vestur- landi um árabil sem sömuleiðis hefur verið útvíkkuð til annarra landshluta. Stefnt er að því að báðar þessar kannanir verði fram- kvæmdar reglulega, en með því fást mikilvægar upplýsingar um stöðu landshlutanna og þróun fjöl- margra mála. Notagildi könnunarinnar „Könnunin hefur verið framkvæmd á þriggja ára fresti hér á Vestur- landi síðan 2004. Árið 2016 tóku fjórir aðrir landshlutar þátt. Nú eru allir landshlutar með nema höfuð- borgarsvæðið, en við fögnum svör- um frá íbúum þar líka. Könnunin hefur í gegnum tíðina sagt okkur mjög mikið um veikleika og styrk- leika í hverjum landshluta fyrir sig en hverjum landshluta líkt og Vest- urlandi er yfirleitt skipt upp í fjóra smærri samstæðari hluta. Það hef- ur gefið atvinnuþróunarstarfi SSV betri forsendur til að rækja skyldur sínar gagnvart íbúunum og sveitar- félögunum. Starfsmenn SSV þekkja miklu betur hug íbúanna eftir að byrjað var að gera þessar kannanir. En aðstæður breytast hratt, eins og mikilvægi nettenginga og umhverf- ismál eru dæmi um, og þess vegna þarf að gera svona kannanir með reglubundnum hætti,“ segir Vífill. Fjölbreytt notagildi Hann nefnir nokkur dæmi um hvernig fyrri kannanir hafa nýst SSV í gegnum tíðina. „Menntaskóli Borgarfjarðar er dæmi um stofnun sem notið hefur ávinnings af þessari vinnu okkar. Þó margt annað hafi hjálpað til þá voru það upplýsing- ar úr íbúakönnuninni sem beindu sjónum manna að mikilvægi skól- ans. Í einni þeirra kom fram að slíka menntastofnun vantaði og nýttust þær upplýsingar til þess að þrýsta á þáverandi stjórnvöld í að bregð- ast fljótt við, sem og var gert,“ segir Vífill. Þá nefnir hann annað dæmi, en mikill bati kom fram á almenn- ingssamgöngum á Vesturlandi eft- ir að Strætó tók við rekstrinum. „Það er gott að sjá hvernig tilteknar breytingar á þjónustu mælast fyrir meðal íbúanna því það er jú velferð þeirra sem skiptir mestu máli fyrir landsbyggðina.“ Þá nefnir Vífill að SSV hafi getað fylgst með ástandi vegakerfisins og stöðunni almennt í samgöngum en samkvæmt skoðun íbúa hafa þeir þættir þróast til hins verra í kjölfar fjölgunar ferðmanna. „Á grundvelli svona upplýsinga hafa SSV og sveitarfélögin góð gögn í höndunum til að hefja málefnalegar viðræður við ráðuneyti, ríkisvaldið og þingmenn um nauðsynlegar úr- bætur. Loks get ég nefnt sem dæmi um ávinning að hægt hefur verið að fylgjast með hvort iðnaðarmönnum hafi farið fjölgandi á Vesturlandi, en SSV hefur staðið á bakvið átak er varðar fjölgun þeirra í landhlut- anum. Þess utan hafa gögnin nýst SSV og öðrum landshlutasamtök- um í stefnumótun sinni og árang- ursmælingum á ýmsum verkefnum sem ráðist hefur verið í ýmist fyrir áeggjan ríkisvaldsins eða stofnana og einstaklinga heimafyrir. Dæmi um þetta eru Sóknaráætlun Vest- urlands, stefnumótun í menningar- málum, velferðarstefna Vesturlands og sviðsmyndagreining um þró- un atvinnulífs á Vesturlandi. Auk þess hafa niðurstöður íbúakannana komið sér vel við ýmsar rannsóknir og skýrslur sem snerta framþróun og stefnumótun landshlutans, svo sem um fasteignamarkaðinn, sér- stöðu byggða, áhrif menntastofn- ana, náttúrugæði og val fólks um búsetu. Því vil ég hvetja alla þá sem lentu í síðasta úrtakshópi okkar að gefa sér smá tíma til að svara könnun- inni. Það tekur ekki nema 11 mín- útur að jafnaði fyrir hvern og einn en niðurstaðan mun nýtast öllum íbúum þegar fram líður,“ segir Víf- ill Karlsson að endingu. mm Verða ekki við kröfum Dalamanna Úr verslun Krambúðarinnar í Búðardal, sem Dalamenn vilja fá breytt í Kjörbúð að nýju. Ljósm. úr safni. Gert kleift að panta vörur úr netverslun Nettó Viðamikil íbúakönnun í gangi á vegum SSV Fólk sem lenti í úrtakshópi hvatt til að svara spurningum sem sendar hafa verið út Það tekur einungis ellefu mínútur að svara könnuninni.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.