Skessuhorn


Skessuhorn - 09.08.2020, Síða 17

Skessuhorn - 09.08.2020, Síða 17
MIÐVIKUDAGUR 9. SEptEMBER 2020 17 Eldur kviknaði í íbúðarhúsinu á Snartarstöðum í Lundarreykjadal þriðjudaginn 2. júní síðastliðinn. Nú þremur mánuðum síðar stytt- ist í að þau Guðrún María Björns- dóttir og Jóhann páll Þorkels- son, bændur á Snartarstöðum, fái þak yfir höfuð fjölskyldunnar á ný. Guðrún María, eða Gunna Mæja eins og hún er alltaf kölluð, var að vigta kartöflur og gefa Birni Sig- þóri, 8 mánaða, hádegisverð þegar blaðamaður kom þar við á dögun- um. Við fengum okkur sæti inni í gámi þar sem fjölskyldan hefur eld- hús en auk þess eru þau með 15 fm gestahús sem þau búa í þar til nýtt íbúðarhús verður byggt. „Ég er viss um að það verði allir glaðir þegar við verðum komin með allavega tvö herbergi og hægt verður að loka að sér í smá stund,“ segir Gunna Mæja og brosir. Byggingaleyfið er í aug- sýn en um leið og það er í höfn verður hafist handa við byggingu hússins. Óraði ekki fyrir hversu mörg skrefin yrðu Aðspurð segir hún það hafa tekið töluvert lengri tíma en þau gerðu sér grein fyrir að geta hafist handa við að byggja nýtt hús. „Maður veit í raun ekki neitt hvaða skref þarf að taka þegar maður er allt í einu kom- inn í þessa stöðu. Við höfðum áður flutt hús í heilu lagi og hjálpar sú reynsla okkur aðeins en okkur óraði ekki fyrir því hversu mörg skref við þyrftum að taka. Í fyrsta lagi þarf leyfi fyrir öllu áður en maður gerir nokkuð, eins og bara að rífa gamla húsið sem var augljóslega ónýtt. Okkur hafði aldrei dottið í hug að það þyrfti byggingastjóra til að rífa hús, en við þurftum leyfi frá bæði Byggðastofnun og Arion banka því við erum með lán þar og brotabrot af því var á húsinu, en það reddaðist og við fengum niðurrifsleyfi. Mikið sem það var gott að losna við hús- ið, að þurfa ekki að horfa á það á hverjum degi,“ segir Gunna Mæja um leið og Björn Sigþór reynir sitt besta að stela athygli blaðamanns með brosi þar sem glittir í tvær framtennur í neðri gómi. „Þessi hefur alveg haldið okkur á jörðinni í öllu þessu ferli og það er alveg ynd- islegt hversu meðfærilegur hann er. Þetta hefur aftur á móti reynt töluvert meira á systur hans,“ seg- ir Gunna Mæja. En Heiðdís Guð- rún er elst í systkinahópnum, átta ára gömul og Arnfríður Birna er fimm ára. „Þær eru komnar á þann aldur, sérstaklega Heiðdís, að þurfa aðeins að geta lokað að sér og ver- ið í friði. En það er bara ekki í boði núna. Foreldrar mínir eru í Bæjar- sveit og þau hafa verið mjög dugleg að hjálpa okkur með að bjóða stelp- unum aðeins til sín svo þær geti fengið aðeins pásu hvor frá ann- arri,“ segir Gunna Mæja. Verða að vera komin inn fyrir jól Skiljanlega var það forgangsat- riði að fá hús sem fyrst og ákváðu þau því að leita að húsi þar sem hægt væri að kaupa allt í einum pakka. „Við höfðum enga löngun til að þurfa að redda öllu sjálf hing- að og þangað og enduðum á að fá hús frá fyrirtæki sem heitir Ham- ar og strik. Þetta er hálfgert ein- ingahús og útveggirnir koma til- búnir og eru reistir á svona þrem- ur dögum, svo er húsið klætt og þá er hægt að byrja að smíða að innan. Við ákváðum að hafa húsið á tveim- ur hæðum svo við gætum gert neðri hæðina klára og komist inn í húsið sem fyrst og efri hæðin bíður bara þar til tími og peningar leyfa, það væri hægt að klára hana bara hægt og rólega,“ segir Gunna Mæja. „Stelpurnar hafa miklar áhyggj- ur af því hvar við verðum um jól- in en við höfum sagt þeim að það sé bara ekki annað í stöðunni en að við verðum komin inn í húsið þá og það bara verður að standast,“ bæt- ir hún við. Óskiljanlegt vesen Aðspurð segir Gunna Mæja það alls ekki vera í þeirra karakter að taka hlutum af miklu æðruleysi og sýna þolinmæði eins og þau hafa þurft að gera síðustu mánuði. „Það er óhætt að segja að þetta hefur sko tek- ið mikið á, við erum alls ekki gerð fyrir þetta,“ segir hún og hlær. „Ég verð mjög fljótt þreytt á öllu veseni og þetta ferli hefur ekki verið neitt annað en vesen að mínu mati, í raun alveg óskiljanlegt vesen. Eins og með teikningar, þeim þarf að skila öllum inn á risa blöðum með alls- konar undirskriftum. Það er ekkert nóg að senda þetta í tölvupósti. Það átti að vera afgreiðslufundur bygg- ingafulltrúa á miðvikudegi með teikningarnar og fengum að vita það á þriðjudegi að það væri sko ekki nóg að vera með þær á rafrænu formi. Ég þurfti því að bruna suð- ur á Þingvelli til móts við manninn sem við erum að kaupa húsið af og fá teikningarnar með öllum und- irskriftum kvöldið fyrir fundinn,“ segir Gunna Mæja. Lítið velt sér upp úr því sem þau misstu Aðspurð segir Gunna Mæja lít- ið hafa bjargast úr brunanum ann- að en föt. „Það sem brann ekki var samt eiginlega allt ónýtt. Lyktin er svo sterk og þú nærð henni ekkert úr dótinu,“ segir hún og bætir við að þau hafi lítið verið að velta sér upp úr því sem þau misstu. „Ég er ótrúlega þakklát Jóhanni sem náði á einhvern ótrúlegan hátt að drösla niður blýþungri saumavél sem amma mín átti. Ég veit ekki enn hvernig hann fór að því en ég er mjög fegin núna. Þetta var það eina sem ég átti frá henni og svo reyndar þjóðbúninginn hennar, sem bjarg- aðist líka. Það var nú bara heppileg leti í mér sem bjargaði honum. Ég hafði verið að skoða hann tveimur vikum fyrir brunann og ekki nennt að ganga frá honum aftur upp í skáp svo hann lá enn niðri og ég gat gripið hann með mér út,“ segir Gunna Mæja og brosir. Kartöflurækt Eins og fyrr segir var Gunna Mæja að vigta kartöflur þegar blaðamann bar að garði en þau eru að rækta og selja kartöflur og þessa dagana eru þau á fullu að taka upp og pakka uppskerunni. Hægt er að hafa sam- band við Gunnu Mæju á Facebook til að kaupa kartöflur. „Við erum líka að selja lambakjöt undir nafn- inu Borgfirskt Birkilamb á Facebo- ok,“ segir hún og bætir við að kart- öfluræktunin í ár hafi ekki gengið áfallalaus fyrir sig. „Hluti af áburð- inum sem við fengum reyndist vera kalk en ekki áburður en við gerðum okkur ekki grein fyrir því og bárum þetta á. Upptökuvélin okkar skilur allt smælki eftir og þar sem það er svona 70% af uppskerunni í ár þurf- um við bara að bretta upp ermar og fara á hnén og taka upp kartöflurn- ar með höndunum, svona til að fá einhverja uppskeru,“ segir Gunna Mæja. En auk þess að vera í kart- öflurækt eru þau með kýr, kindur og geitur. „Geiturnar eru nú meira bara svona til gamans, stelpurn- ar hafa mjög gaman að þeim. Við byrjuðum með fjórar geitur árið 2014 en þær eru orðnar 29 núna. Þær eru mjög skemmtilegar en nýt- ast okkur þannig séð ekki mikið,“ segir Gunna Mæja. arg Mynd frá því fyrr í sumar þegar rætt var við Guðrúnu Maríu og Jóhann Pál. Hér með soninn Björn Sigþór, sem nú er orðinn átta mánaða. Fjær er gamla húsið sem dæmt var ónýtt og hefur nú verið rifið. Ljósm. mm. Óraði ekki fyrir stærð verkefnisins en styttist í þak yfir höfuðið á ný Gunna Mæja og Björn Sigþór heilsa upp á heimilishundinn. Björn Sigþór þurfti ekki mikið að hafa fyrir því að grípa athygli blaðamanns. Hér stóð gamla húsið og á sama stað mun nýtt hús rísa von bráðar.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.