Skessuhorn


Skessuhorn - 04.11.2020, Qupperneq 1

Skessuhorn - 04.11.2020, Qupperneq 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 45. tbl. 23. árg. 4. nóvember 2020 - kr. 950 í lausasölu DOMINOS.IS | DOMINO’S APP 1.790 KR. AÐEINS EF ÞÚ PANTAR Á NETINU EÐA MEÐ APPINU, GREIÐIR FYRIRFRAM OG SÆKIR PIZZUR MÁNAÐARINS EIN STÓR PIZZA Vökudagar á Akranesi 29. október - 8. nóvember Upplýsingar um dagskrána á www.skagalif.is Aukin þjónusta við eldri borgara arionbanki.is Í ljósi aðstæðna og tímabundinna lokana á útibúum býður Arion banki eldri borgurum hraðþjónustu í þjónustuverinu í síma 444 7000. Með því að velja 4 þegar hringt er í þjónustuverið fá eldri borgarar forgang að þjónusturáðgjöfum sem aðstoða við hvaðeina sem snýr að bankaþjónustu. Við tökumst á við þetta saman Hrekkjavökur eru nú orðnar býsna almennar. Börn sem fullorðnir gera sér glaðan dag, búa sig upp og skreyta hús. Kennarar á yngsta stigi í Brekkubæjarskóla á Akranesi voru með þemað gamalt fólk, nemend- um sínum til ánægju. Þeirra á meðal var hún Tinna Steindórsdóttir. Sjálf á hún hálfs annars árs gamla dótt- ur sem var í leikskólanum á föstu- daginn. Eftir skóladag kom móð- irin í búningi Ömmu Zombie til að sækja dóttur sína en þá brá svo við að sú stutta þekkti ekki móður sína og harðneitaði að fara með þessari ókunnugu gömlu konu, jafnvel þótt hún væri sjálf í búningi leðurblöku. Ríghélt hún í leikskólakennarann og reyndi að stinga af. Reyndar þekkti kennarinn ekki heldur kon- una undir gervinu og spurði hæv- ersk; „hvaða barn ert þú að sækja væna mín?“ Já, lífið er til að hafa gaman að því öðru hverju. mm Þekkti ekki mömmu Nemendafélag Fjölbrautaskóla Snæfellinga reynir að halda úti virku félagslífi á þessum undarlegu tímum sem við lifum núna. Því var ákveðið að blása til bílabíós síðast- liðið fimmtudagskvöld, 28. október. Nemendur komu akandi að Félags- heimilinu Skildi í Helgafellssveit og horfðu þar saman á eina ræmu. Myndinni var varpað á vegg félags- heimilisins, sem stóð sig með prýði í hlutverki bíótjalds þessa kvöld- stund. Hljóðrás kvikmyndarinnar var síðan útvarpað þannig að hver og einn gat stillt inn á hana í bíln- um. Kom bíósýningin vel út og var vel heppnuð, í tunglsljósi og norð- urljósaskini, að sögn tíðindamanns Skessuhorns sem var á staðnum. kgk/ Ljósm. sá. Arkitektastofan Studio Bua hef- ur hlotið verðlaun Bretlandsdeild- ar Arkitektafélags Bandaríkjanna (American Institute of Architechts UK Chapter) sem nýliði ársins. Verðlaunin hlýtur stofan fyrir end- urnýjun húsakosts á Nýp á Skarðs- strönd. Greint var frá valinu síðast- liðinn fimmtudag, 28. október. Það voru hjónin Sumarliði Ís- leifsson og Þóra Sigurðardóttir sem keyptu Nýp á Skarðsströnd árið 2001, en bærinn hafði þá verið í eyði frá því seint á sjöunda áratugn- um. Undanfarin ár hafa þau rekið lítið gistiheimili á Nýp, samhliða því að vinna að endurreisn staðar- ins sem hefur staðið yfir frá því þau keyptu Nýp. Nú hefur Studio Bua hlotið verðlaun fyrir endurnýjunina á Nýp. Stofan er staðsett í Lond- on og Osló og geta má þess að ein þeirra sem stendur að stofunni er Sigrún Sumarliðadóttir arkitekt, en hún er einmitt dóttir þeirra Sumar- liða og Þóru á Nýp. kgk Verðlaunuð fyrir endurnýjun á Nýp Að Nýp á Skarðsströnd. Ljósm. Studio Bua. Frá bílabíói NFSN síðastliðið fimmtudagskvöld. Bíó undir tunglskini og norðurljósum Tilboð gildir út nóvember 2020 Bacon burger meal 1.895 kr. Máltíð

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.