Skessuhorn


Skessuhorn - 04.11.2020, Síða 4

Skessuhorn - 04.11.2020, Síða 4
MIÐVIKUDAGUR 4. NóVeMBeR 20204 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.590 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.100. Rafræn áskrift kostar 2.815 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.595 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Finnbogi Rafn Guðmundsson frg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Enn vandast valið óumdeilt er að við erum bókaþjóð. enn gætir nógu mikils af menningu forfeðranna til þess að slík vara sé skrifuð og seld. en ég held að til séu þeir sem skrifi bækur af því þeir fá ekkert annað að gera. Afraksturinn verður því stundum svona hipsum happs enda ekki sjálfgefið að vera gott skáld þótt tíminn sé nægur. Svo eru aðrir sem senda frá sér bækur þótt þá hafi skort tíma til að gera þær vel. Dæmi um slíkt gæti verið þverhandarþykk bók sem kom út fyrir síðustu jólavertíð og fjallaði um síldarpláss norður í landi. Sú bók var reyndar skotin í kaf af gagnrýnendum fyrir handvömm og óþægilega frjálslega notkun á textum annarra. Dáldið slæmt fyrir höfund- inn sem sjálfur hafði í eigin persónu slátrað útgáfu sögu heils byggðarlags nokkrum árum áður í beinni útsendingu í Kiljunni. Svo eru enn aðrir sem skrifa alltof langar bækur af því að svo virðist sem þeim annað hvort þyki svo undur vænt um textann sinn, eða telji þetta vera síðustu bókina sem skrifuð verður á þessari jörðu. Loks er til sá hópur fólks sem skrifar hæfi- lega langar, skemmtilegar og eftirminnilegar bækur. Okkar kaupendanna er svo að ná að skilja hismið frá kjarnanum. Þá vandast hins vegar valið. enn ein breytan bætist svo við þessar lýsingar hér að ofan, en það er hinn misjafni smekkur fólks. Það sem mér finnst vera góð bók þarf öðrum síst að finnast. en af hverju skyldi ég færa þetta í tal? Jú, framundan er sá skammi tími ársins sem nær allar bækur hér á landi eru seldar. Mér er tjáð að ríflega níu- tíu prósent bóksölunnar fari fram vikuna fyrir jól. Þar sem kaupendur jóla- bóka eru auðvitað orðnir blankir löngu fyrir jól freistast þeir í ofanálag til að fara í Bónus þar sem nokkrar valdar bækur eru til sölu á heildsöluverði. Sérhæfðum bókaverslunum hefur þar af leiðandi fækkað svo um munar og í þeim sem eftir eru, er virkilega slegist um hilluplássið. Því hefur það oft og iðulega gerst að útgáfa bóka eins og þeirra sem ég lýsti hér að ofan sem hæfilega löngum og skemmtilegum, hefur algjörlega farið framhjá hinum almenna bókakaupanda sem langar að vanda valið. Tilurð góðu bókanna var jafnvel ekki þekkt því Arnaldar- og Yrsuryk hafði blindað gagnrýna sýn margra. Álíka undarlegt og þeir sem kaupa alltaf ónefnda tegund japanskra bíla, þótt óútskýrðum milljónum eða tveimur sé smurt ofan á verðmiðann umfram sambærilega bíla að gæðum. Ég hef í tvígang komið að útgáfu bóka. Nutu þær ekki velþóknunar bók- rýnenda og seldust því í takmarkaðra upplagi en að var stefnt. Hafa þó mjatlast út árin á eftir þegar markhópur þeirra hefur uppgötvað af afspurn að þær hafi verið gefnar út. Það er kannski engin skömm af því að vera ekki í innsta kjarna einvalda í bókrýni hér á landi. Jafnvel mætti kalla það lán ef út í það væri farið að tilheyra ekki þeim kreds. Hins vegar er það hábölv- að að ekki sé með góðu móti hægt að auka möguleikana á því að allir höf- undar, stórir sem smáir, fái sambærilega og frambærilega kynningu á bók- menntaverkum sínum. Á þá ekki að skipta neinu máli hvort þeir eiga ættir í póstnúmer með lágri tölu eða hárri. ef vandamálið er skortur á útsending- artíma væri Ríkissjónvarpinu í lófa lagið að fjölga Kiljuþáttum í nóvember og koma um leið í veg fyrir mismunun. Bókaútgáfa er þrátt fyrir allt að aukast en því stýrir umfram annað sú ákvörðun Alþingis að styrkja með beinum hætti fjórðung af útgáfukosnaði íslenskra bókmennta. Ég er sannfærður um að sú ákvörðun hafi verið til heilla fyrir íslenskt mál og menningu og okkur bókmenntaþjóðina. en það sem helst skortir er að góðar bókmenntir fái þá kynningu sem þeim er sam- boðið. Sérstaklega á þeirri sjónvarpsstöð sem okkur er skylt að greiða hluta skatta okkar til. Það er nógu slæmt að til staðar sé fákeppni í bókverslun svo ekki þurfi að bætast við að varan fái þar jafnvel ekki hillupláss. Góð bók eftir lítt þekktan höfund getur því hæglega endað eins og jólabjórinn frá Steðja sem fær ekki hillupláss í ríkisbúðinni. Gefum okkur því góðan tíma í bókabúðinni fyrir þessi jól. Skoðum vel hvað í boði er og þá munum við örugglega finna skemmtilega og eftir- minnilega bók til gjafa fyrir þá sem okkur þykir vænt um, nú eða okkur sjálf. Magnús Magnússo Laugardaginn 24. október stöðvaði lögregla við reglulegt eftirlit bifreið við Hvalfjarðargöng. Við nánari at- hugun reyndist ökumaður undir áhrifum fíkniefna. Ökumaður var handtekinn og fluttur á lögreglu- stöð. Síðar kom í ljós að ökumaður var smitaður af Covid-19. Þrátt fyr- ir að lögreglumennirnir væru með grímur og hanska og hefðu unn- ið samkvæmt varúðarráðstöfunum lögreglu eru þeir nú báðir smitaðir af Covid-19 og í einangrun ásamt fjölskyldum sínum og aðstandend- um. frg Ákveðið hefur verið að fresta íbúa- kosningu um sölu á ljósleiðara- kerfi Hvalfjarðarsveitar. Áður hafði kosningunni verið frestað í maí síð- astliðnum, þar sem óvíst var talið hvort hæstbjóðandi stæði við til- boð sitt. „Aðdragandinn var erindi frá Mílu í kjölfar greiningar Póst- og fjarskiptastofnunar sem orsakaði breytta stöðu Mílu um kaup á kerf- inu en taldi fyrirtækið þó rétt að halda málinu opnu,“ segir í fund- argerð sveitarstjórnar frá í síðustu viku. endanleg greining Póst- og fjarskiptastofnunar liggur þó ekki fyrir og óvíst er hvenær svo verður, að því er fram kemur í fundargerð- inni. Þar með er staða Mílu óbreytt enn sem komið er. Almenn íbúakosning um sölu á ljósleiðarakerfi Hvalfjarðarsveitar á skv. sveitarstjórnarlögum að fara fram fyrir 16. desember næstkom- andi, eða innan eins árs frá því að ósk um slíka kosningu berst. Í ljósi þess að staða væntanlegs kaupanda er óbreytt frá því í maí samþykkti sveitarstjórn að fresta íbúakosn- ingunni að sinni. en komi til sölu á kerfinu verður boðað til íbúa- kosningar um málið áður en gengið verður frá sölunni, að því er fram kemur í samþykkt sveitarstjórnar. kgk Flutningaskipið Fa- mita lagðist að bryggju í Grundarfjarðarhöfn síðastliðinn föstu- dag þar sem salti var skipað upp í salthús- ið á hafnarsvæðinu. Það var því mikil um- ferð um höfnina síð- asta föstudag en iðn- aðarmenn voru sömu- leiðis á fullu við fram- kvæmdir á svæðinu. Menn gættu þess þó vel að vera ekki fyrir hver öðrum á þessum háannatíma. tfk Tökulið frá Glassriver þurfti að stytta veru sína í Grundarfirði vegna hertra samkomutakmark- anna og síðastliðinn sunnudag var síðasti tökudagur þeirra í Grund- arfirði. Þá var verið að taka útitök- ur við Heilbrigðisstofnun Vestur- lands í Grundarfirði. Þetta var því væntanlega síðasti dagurinn sem að takmarkað aðgengi var um götur Grundarfjarðar vegna tökumanna og leikara. Aðstandendur þáttanna Vitjanir reikna með að klára svo tökur í Reykjavík en þær eru flestar innandyra. einhverjir starfsmenn verða þó eftir við frágang. tfk Dópaður ökumaður smitaði lögreglumenn Frá lagningu ljósleiðara í Hvalfjarðarsveit sumarið 2014. Ljósm. úr safni. Fresta íbúakosningu að sinni Salti skipað upp Mikið gekk á fyrir utan Hrannarstíg 7 á sunnu- daginn var. Síðasti tökudagur í Grundarfirði

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.