Skessuhorn


Skessuhorn - 04.11.2020, Síða 6

Skessuhorn - 04.11.2020, Síða 6
MIÐVIKUDAGUR 4. NóVeMBeR 20206 Fresta sölu Neyðarkalls til febrúar LANDIÐ: Slysavarnafélag- ið Landsbjörg hefur ákveðið að fresta árlegri sölu Neyð- arkallsins til febrúar á næsta ári í ljósi ástandsins vegna Covid-19. Salan mun því að óbreyttu fara fram 3. – 7. febrúar 2021. Sala Neyð- arkallsins er ein stærsta fjár- öflunarleið björgunarsveita landsins á hverju ári, auk sölu flugelda og nú upp á síðkast- ið stuðnings Bakvarða. -mm Vilja fjölga strætóleiðum AKRANES: Útboð á innan- bæjarstrætó á Akranesi var til umræðu á síðasta fundi skipulags- og umhverfisráðs kaupstaðarins. Lagði ráðið til að bætt verði við vagni við þann eina sem fyrir er. Með því yrði hægt að bæta við nýjum leiðum og auka þjón- ustu á álagstoppum, svo sem í tengslum við skólana og starf íþróttahreyfingarinn- ar, eins og áður hafði kom- ið fram við umfjöllun á fundi ráðsins 12. október. -kgk Hætta þátttöku í spilakössum LANDIÐ: SÁÁ hefur ákveðið að hætta þátttöku í rekstri spilakassa og mun fé- lagið slíta á tengsl sín við Ís- landsspil. Íslandsspil, sem er í eigu Rauða krossins, SÁÁ og Landsbjargar, eiga og reka spilakassa um allt land. Aðkoma SÁÁ að rekst- ir spilakassa hefur lengi verið umdeild í ljósi þess að SÁÁ veitir ráðgjöf og meðferð við spilafíkn. -arg Öryggi aukið við höfnina BORGARNES: Vefmynda- vél hefur nú verið sett upp í Borgarneshöfn til að auka öryggi tengt bátum og um- ferð almennings á svæðinu. Streymt er frá vélinni á vef Faxaflóahafna. -arg Greiða upp lán HVALFJ.SV: Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar sam- þykkti samhljóða á fundi sín- um þriðjudaginn 27. októ- ber sl. að greiða upp tvö lán hjá Lánasjóði sveitarfé- laga. Samtals er upphæð lán- anna 62,2 milljónir króna, en bæði lánin eru verðtryggð. Uppgreiðsluverðmæti þeirra með uppgreiðsluálagi er um 67 milljónir króna, að því er fram kemur í fundargerð. -kgk Veirutölur í gær Alls greindust 27 innanlands- smit kórónuveirunnar í gær skv. tölum á covid.is, og þar af voru 17 í sóttkví. engin smit voru greind á landamærum í gær. Á þriðjudag voru 74 á sjúkra- húsum landsins, þar af fjórir á gjörgæslu. 872 voru í einangr- un vegna veirunnar og 2.083 í sóttkví. Nýgengi smita var 188,4 sem var lækkun frá deg- inum áður þegar það var 198. Á Vesturlandi voru í gær 25 í ein- angrun og hafði fækkað um þrjá frá deginum áður. Það fækkaði um einn á Akranesi og voru 22 þar í einangrun. einnig fækkar um einn í Borgarnesi þar sem þrír eru nú í einangrun. enginn er í einangrun í hinum sveitar- félögum landshlutans. enn eru 160 í sóttkví í landshlutanum, eins og á mánudag. enn eru 150 í sóttkví á Akranesi, sjö í Borg- arnesi, einn í Stykkishólmi og tveir í Búðardal. -arg Grímuskylda komin á AKRANES: Talsvert er um að lögreglu sé tilkynnt um ýmis brot á sóttvarnalögum og reglum settum samkvæmt þeim. Algengast er að kvartað sé yfir að grímuskyldu sé ekki sinnt í verslunum og öðrum fyrirtækj- um og stofnunum. Lögregla fylgir slíkum ábendingum allt- af eftir auk þess sem hún sinnir slíku eftirliti reglubundið. –frg He itavatnslaust fimmtudag BORGARNES: Vegna við- gerða verður heitavatnslaust frá Borgarbraut 66 í Borgar- nesi að Brautarholti á morgun, fimmtudaginn 5. nóvember á milli klukkan 9 og 18. Frá þessu er greint á vef Borgarbyggð- ar. Íbúar eru beðnir velvirðing- ar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. -arg Síðastliðinn föstudag hófu starfs- menn Snóks ehf. jarðvegsskipti undir væntanlega reiðhöll hesta- mannafélagsins Dreyra á Æðar- odda við Akranes. Þar verður byggt 1.250 fm. hús sem verður 25 metr- ar á breidd og 50 metra langt. Auk hestamanna koma sveitarfélögin Akraneskaupstaður og Hvalfjarðar- sveit, að framkvæmdum. BM Vallá/ Smellinn tekur við jarðvegsskiptum grunni og reisir sökkla en samið hefur verið við Kára Arnórsson ehf. um að reisa burðarvirki reiðhallar- innar sem verður úr límtré. Verkefni þetta hefur verið draum- ur hestamanna um árabil. Hreyf- ing komst á málið í maíbyrjun 2018 þegar skrifað var undir samn- ing um byggingu reiðhallarinnar og vonir stóðu til að hægt yrði að hefja framkvæmdir síðar sama ár. Það tafðist hins vegar vegna flókins eignarhalds á lóðinni. Um veturinn var hins vegar gengið frá kaupum á landinu og fyrsta skóflustungan að reiðhöll á Æðarodda var tekin við hátíðlega athöfn 1. maí 2019. Þá var vonast til að hægt yrði að vígja húsið ári síðar, í byrjun maí nú í vor. Verkið mun því tefjast um eitt ár miðað við þær fyrirætlanir. mm Kaupfélag Skagfirðinga og dótt- urfyrirtæki þess í matvælafram- leiðslu hafa ákveðið að gefa fólki í erfiðleikum matvöru, sem svarar til 40.000 máltíða, fram til jóla. Frá þessu var greint í Morgunblaðinu í dag. Vitnað er til Ásgerðar Jónu Flosadóttur formanns Fjölskyldu- hjálpar sem segir gjöfina algjöra himnasendingu fyrir bágstadda. Í tilkynningu segir Þórólf- ur Gíslason kaupfélagsstjóri KS: „Þetta er viðleitni okkar til þess að aðstoða fólk sem á í tímabundnum erfiðleikum vegna kórónuveirunn- ar og afleiðinga hennar. Það krepp- ir víða að í þjóðfélaginu þessa dag- ana, en það á enginn að líða neyð vegna þess. Það er mikilvægt að við stöndum saman í þeirri baráttu.“ Matargjöfin sem um ræðir verður hágæða kjöt og fiskur, mjólkurvör- ur og fleira. Ásgerður Jóna segir að þörfin fyrir aðstoð til bágstaddra sé gríð- arlega mikil og aukist dag frá degi. „Þetta er stærsta matargjöf allra tíma og hún gæti ekki komið á betri tíma,“ segir Ásgerður Jóna í Morg- unblaðinu og bætir við að þörfin hafi aldrei verið meiri, ekki einu sinni í hruninu. mm Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri, hér við vígslu á nýju skipi FISK í Grundarfirði á síðasta ári. Ljósm. úr safni/ tfk. Kaupfélag Skagfirðinga lætur gott af sér leiða Framkvæmdir hafnar við byggingu reiðhallar á Æðarodda

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.