Skessuhorn


Skessuhorn - 04.11.2020, Síða 10

Skessuhorn - 04.11.2020, Síða 10
MIÐVIKUDAGUR 4. NóVeMBeR 202010 Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmarkanir á skólastarfi tók gildi í gær, þriðjudag. Fjölmargir skólar héldu starfsdag á mánudag- inn og skipulögðu vinnu sína næstu vikur. Reglugerðin gildir um allt skólastarf á landinu, en nær einn- ig til frístundaheimila, félagsmið- stöðva og íþrótta- og tómstunda- starfs barna og ungmenna. Víð- tækt samráð var haft við skólasam- félagið við undirbúning reglugerð- arinnar, meðal annars við fulltrúa allra skólastiga, Kennarasambands Íslands, skólastjórnendur og Sam- band íslenskra sveitarfélaga. Helstu breytingar sem reglu- gerðin felur í sér eru eftirfarandi: Leikskólar: Í leikskólum gildir tveggja metra reglan um kennara og starfsfólk, en þar sem lágmarksfjarlægð verður ekki komið við er starfsfólki skylt að bera andlitsgrímur. Hámarks- fjöldi fullorðinna í hverju rými eru 10. Nálægðartakmörk gilda ekki um börn á leikskólaaldri, en fjöldi barna í hverju sóttvarnarými skal að hámarki vera 50. Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til. Gestir sem koma í leikskólabyggingar, svo sem starfsfólk skólaþjónustu eða vegna vöruflutninga, skulu gæta að 2 metra nálægðartakmörkun og bera andlitsgrímur. Skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna á leikskólaaldri er óheimilt á meðan reglugerðin er í gildi. Grunnskólar og frístundastarf á grunn- skólastigi: Tveggja metra reglan gildir um kennara og starfsfólk í grunnskól- um, en nota skal andlitsgrímu þar sem ekki er hægt að tryggja lág- marksfjarlægð. Hámarkfjöldi full- orðinna í hverju sóttvarnarými í grunnskólum er 10, en starfsfólki er heimilt að fara milli hópa til að sinna kennslu og veita aðra nauð- synlega þjónustu. Nemendur í 1.-4. bekk eru undanþegnir tveggja metra reglu og grímuskyldu. Há- marksfjöldi þeirra í hverju sótt- varnarými eru 50. Nemendur í 5.-10. bekk þurfa að fylgja tveggja metra reglu, en ef víkja þarf frá henni ber nemendum að nota grímu. Að hámarki mega 25 nemendur í 5. – 10. bekk vera í hverju sóttvarnarými. Í sameiginlegum rýmum skóla- bygginga, svo sem við innganga, í anddyri, á salerni og göngum, er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun og reglu um blöndun hópa að því gefnu að nemendur í 5.–10. bekk og starfsfólk noti andlitsgrímu. Við aðstæður þar sem ekki er hægt að framfylgja nálægðartakmörkun, svo sem í verklegri kennslu og list- kennslu, skulu kennarar og nem- endur í 5.–10. bekk nota grímur. Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabygg- ingar nema brýna nauðsyn beri til. Aðrir sem þurfa að koma í skóla- byggingar, svo sem starfsfólk skóla- þjónustu, kennarar tónlistarskóla eða starfsfólk í vöruflutningum, skulu gæta að 2 metra nálægðartak- mörkun og bera andlitsgrímur. Halda skal þeirri hópaskiptingu nemenda sem er í grunnskólastarfi á frístundaheimilum þannig að þar verði ekki blöndun á milli nem- endahópa. Skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna á grunn- skólaaldri, þ.m.t. starf félagsmið- stöðva, er óheimilt á meðan reglu- gerðin er í gildi. Tónlistarskólar: Tónlistarskólum er heimilt að sinna einstaklingskennslu með tveggja metra nálægðartakmörk- un milli starfsfólks og nemenda. Að hámarki mega tíu einstaklingar vera í sama rými, en tryggja þarf að blöndun hópa verði ekki önnur en í almennu skólastarfi. Andlitsgrím- ur skulu notaðar í öllu starfi með nemendum þar sem því verður við komið. Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma í tónlistarskóla nema brýna nauðsyn beri til. Gestir sem þurfa að koma í skólabygging- ar, svo sem starfsfólk skólaþjónustu sveitarfélaga eða vegna vöruflutn- inga, skulu gæta að tveggja metra nálægðartakmörkun og bera and- litsgrímur. Framhaldsskólar og menntastofnanir sem kenna á framhaldsskóla- stigi: Skólastarf er heimilt ef nemend- ur og starfsfólk geta haft minnst tveggja metra fjarlægð sín á milli og fjöldi nemenda og starfsmanna fer ekki yfir tíu í hverju rými. Í áföng- um á fyrsta námsári mega allt að 25 einstaklingar deila sama rými, svo fremi sem tveggja metra fjar- lægð milli einstaklinga er tryggð. Blöndun nemenda milli hópa er ekki heimil í kennslu en starfsfólki er heimilt að fara á milli hópa. Í sameiginlegum rýmum, svo sem við innganga, í anddyri, á salerni og göngum, er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun og reglu um blöndun hópa að því gefnu að not- ast sé við andlitsgrímu. Við aðstæð- ur þar sem ekki er hægt að fram- fylgja nálægðartakmörkun, svo sem í verklegri kennslu, listkennslu, klínísku námi og kennslu nemenda á starfsbrautum, skulu nemendur, sé þess kostur, og kennarar nota andlitsgrímu. Aðrir viðburðir sem ekki teljast til kennslu eða náms skulu ekki fara fram í skólabyggingum. Takmarka skal gestakomur í skólabyggingar. Heimilt er að halda þýðingarmik- il próf fyrir allt að 30 einstaklinga í vel loftræstum rýmum, að upp- fylltri tveggja metra nálægðartak- mörkun og ýtrustu sóttvarnaráð- stöfunum. Háskólar: Skólastarf er heimilt ef nemend- ur og starfsfólk geta haft minnst tveggja metra fjarlægð sín á milli og hámarksfjöldi nemenda í hverri kennslustofu fer ekki yfir tíu. Blöndun nemenda milli hópa er ekki heimil í kennslu en starfsfólki og kennurum er heimilt að fara á milli hópa. Í sameiginlegum rýmum, svo sem við innganga, í anddyri, á salerni og göngum, er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun og reglu um blöndun hópa að því gefnu að notaðar séu andlitsgrímur. Við að- stæður þar sem ekki er hægt að framfylgja nálægðartakmörkun, svo sem í verklegri kennslu, list- kennslu og klínísku námi, er skóla- starf heimilt með því skilyrði að nemendur og kennarar noti and- litsgrímu. Aðrir viðburðir sem ekki teljast til kennslu eða náms skulu ekki fara fram í skólabygg- ingum. Takmarka skal gestakomur í skólabyggingar. Heimilt er að halda samkeppn- ispróf, þýðingarmikil lokapróf og staðbundnar námslotur fyrir allt að 30 einstaklinga í vel loftræstum rýmum, að uppfylltri 2 metra ná- lægðartakmörkun og sóttvörnum í hvívetna. mm Samkomutakmarkanir voru sett- ar á frá og með síðasta laugardegi og takmarkast við tíu manns í stað tuttugu áður. Áfram verður tveggja metra reglan við lýði og auk- in áhersla er lögð á grímunotkun. Íþróttastarf í landinu leggst af í bili, sundlaugar verða lokaðar, krár og skemmtistaðir sömuleiðis og veit- ingastaðir þurfa að loka kl. 21:00 á kvöldin. Aðeins verða börn fædd 2011 og síðar undanþegin tveggja metra reglunni, fjöldatakmörkun- um og grímuskyldu. Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem kynnti hertar sóttvarnarað- gerðir á blaðamannafundi á föstu- dag. Hertar aðgerðir tóku sem fyrr segir gildi á miðnætti á föstudag og gilda til 17. nóvember. „Þetta eru verulega íþyngjandi skref,“ sagði Svandís á fundinum og vék næst að stöðu heilbrigðiskerfisins. „Land- spítalinn, sem er okkar flaggskip í heilbrigðisþjónustunni, er á neyð- arstigi, álagið þar er mikið og vax- andi og víða í heilbrigðiskerfinu er mikið álag,“ sagði hún. Hertar að- gerðir sagði hún vera besta kostinn í erfiðri og flókinni stöðu. „Það er ekki ráðrúm til að bíða og sjá til, að vona það besta,“ sagði heilbrigðis- ráðherra. Rýmri takmörk í mat- vöru- og lyfjaverslunum Gert er ráð fyrir rýmri fjöldatak- mörkunum í matvöru- og lyfja- verslunum eingöngu. Aðrar versl- anir verða að hlýta tíu manna sam- komutakmörkunum, að því er fram kom í máli heilbrigðisráðherra. Þrjátíu manns verður heimilt að koma saman við útfarir, en sótt- varnalæknir lagði til tuttugu manna takmarkanir þar. er það eina til- vikið þar sem vikið var frá tillögum sóttvarnalæknis, að því er Svandís sagði aðspurð um málið á föstudag. Reyndar var því breytt um helgina að grímuskylda var undanþegin börnum fædd 2011 og síðar í stað 2015 og síðar eins og til stóð í til- lögum sóttvarnalæknis. Mikilvægt að fylgja reglunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra sagði við upphaf fundarins að hertar aðgerðir sem gripið hefði verið til fyrir þremur vikum hefðu ekki borið tilætlaðan árangur. Því þyrftu enn að herða aðgerðir. Sam- félagssmit væru töluvert útbreidd og komið hefðu upp stór hópsmit sem mikilvægt væri að ná utan um. Hún kvaðst vonast til þess að hertar aðgerðir nú myndu duga til þess að hægt yrði að slaka á tökun- um á aðventunni og þá gæti þjóðin horft til bjartari tíma. Svandís tók undir þetta í sinni framsögu. ef allt gengi eftir væru allar líkur á því að önnur og betri staða blasi við eftir tvær til þrjár vikur og vonaðist hún til að eftir þann tíma verði hægt að slaka aftur á takmörkunum. „Regl- urnar eru einfaldar þó þær séu erf- iðar, við þurfum að tileinka okkur þær og hafa hugfast alla daga hvers vegna þær eru mikilvægar, vegna þess að því betur sem við fylgjum þeim því skemur þurfum við að fylgja þeim,“ sagði Svandís. Helstu takmarkanir Hér að neðan fer listi yfir helstu takmarkanir sem gripið var til frá og með miðnætti á föstudag, en þær ná allar til landsins alls: Tíu manna fjöldatakmörk eru • meginregla, en heimild fyrir 30 manns í útförum en aðeins tíu í erfidrykkjum. 50 manna hámarksfjöldi í lyfja- • og matvöruverslunum en reglur um aukinn fjölda með hliðsjón af stærð húsnæðis. Fjöldatakmarkanir gilda ekki um • almenningssamgöngur, hópbif- reiðar, innanlandsflug eða störf viðbragðsaðila. Tíu manna fjöldatakmörk eiga • ekki við þegar fleiri búa á sama heimili. Íþróttir óheimilar.• Sundlaugum lokað.• Sviðslistir eru óheimilar.• Starfsemi sem krefst nálægðar, • s.s. á hárgreiðslustofum og nudd- stofum, er óheimil. Krám og skemmtistöðum lokað.• Veitingastaðir með vínveitinga-• leyfi mega ekki hafa opið lengur en til 21:00. Grímuskylda þar sem ekki er • hægt að tryggja tveggja metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum. Börn fædd 2011 og síðar eru • undanþegin tveggja metrareglu, fjöldatakmörkum og grímu- skyldu, en áður gilti þessi regla um börn fædd 2005 og síðar. Ráðherra getur veitt undanþágu • frá takmörkunum vegna félags- lega ómissandi innviða sem mega ekki stöðvast, svo sem heilbrigð- isstarfsemi og félagsþjónustu. Þá getur ráðherra sömuleiðis veitt undanþágu við banni frá íþrótta- starfi fyrir einstaka viðburði, til dæmis alþjóðlegra kappleikja. kgk/ Ljósm. úr safni/ kgk. Tíu manna samkomubann og sóttvarnaraðgerðir hertar verulega Ný reglugerð um skólastarf tók gildi í gær

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.