Skessuhorn


Skessuhorn - 04.11.2020, Síða 16

Skessuhorn - 04.11.2020, Síða 16
MIÐVIKUDAGUR 4. NóVeMBeR 202016 Skýrsla vinnuhóps þjóðaröryggis- ráðs um upplýsingaóreiðu og Co- vid-19 sem settur var á laggirnar í apríl 2020 liggur nú fyrir. Í henni er fjallað um mikilvægi upplýsinga- miðlunar og lýðheilsu, nýtt tækni- umhverfi og miðlun upplýsinga, samstarf hópsins við Vísindavef Háskóla Íslands og alþjóðasamstarf á þessu sviði. Í 6. kafla skýrslunnar er ítar- lega fjallað um niðurstöður kann- ana sem vinnuhópurinn stóð fyrir í samvinnu við rannsóknarfyrirtækið Maskínu í júní og ágúst síðastliðn- um þar sem meðal annars var leitað svara við spurningum um hvernig fólk aflaði sér upplýsinga um kór- ónuveiruna og COVID-19, traust á upplýsingamiðlun og hvort og þá hvernig misvísandi eða rangar upp- lýsingar um veiruna og sjúkdóminn hefðu borist almenningi. Kannan- irnar tóku mið af sambærilegum alþjóðlegum könnunum um efnið. Gefa niðurstöðurnar ákveðnar vís- bendingar um hvernig aðstæður eru á Íslandi í samanburði við önn- ur ríki. Samkvæmt niðurstöðunum treystu nánast allir aðspurðra Þríeykinu (landlæknir, sóttvarna- læknir og almannavarnir), inn- lendum viðbragðsaðilum, svo sem almannavarnadeild ríkislögreglu- stjóra, embætti landlæknis og Landspítala - háskólasjúkrahúsi, til þess að miðla áreiðanlegum upplýs- ingum um kórónuveiruna og sjúk- dóminn Covid-19. Yfir 80% treystu innlendum fjölmiðlum, rúmlega 40% treystu erlendum fréttasíð- um en í kringum 10% treystu sam- félagsmiðlum. Kannanirnar leiddu í ljós að Íslendingar telja sig flestir vera mjög eða fremur vel upplýsta um kórónuveiruna og Covid-19 og yfirgnæfandi meirihluti svarenda sagðist hafa fengið hæfilegt magn af upplýsingum um veiruna og sjúk- dóminn. Um 30% höfðu séð/heyrt mjög eða fremur mikið af röngum eða misvísandi upplýsingum um kórónuveiruna og Covid-19. Af þeim sem höfðu séð/heyrt rangar eða misvísandi upplýsingar höfðu langflestir, eða tæp 80%, fengið þær á samfélagsmiðlum, rúm 40% á erlendum fréttasíðum og tæplega 30% í íslenskum miðlum. Í skýrslunni má enn fremur lesa ábendingar hópsins sem m.a. lúta að mikilvægi tímanlegrar og áreiðanlegrar upplýsingamiðlunar stjórnvalda, að starfsreglur tækni- fyrirtækja sem miðast við að sporna gegn upplýsingaóreiðu nái einn- ig til starfsemi þeirra hér á landi, að sett verði samræmd stefna um miðlalæsi sem nær til allra hópa samfélagsins, að byggja þurfi upp þekkingu og auka samstarf um greiningu á misnotkunartækni í samfélags- eða fjölmiðlaumræðu og að gerðar verði reglulegar kannanir af því tagi sem vinnuhópurinn stóð fyrir á meðan Covid-19 faraldurinn stendur yfir. mm Nýverið birtist vísindagrein um rannsóknir á áhrifum öldrunar á heila u.þ.b. 245 ára gamals há- karls í samanburði við sama ferli í heila manna. Hákarl þessi veiddist í haustralli 2017 djúpt vestur af land- inu. Klara Jakobsdóttir sérfræðing- ur á botnsjávarsviði Hafrannsókna- stofnunar er einn af höfundum greinarinnar. Öldrun hefur ýmis áhrif á frumur í heila manna sem eru vel þekktar. Rannsóknir hafa hinsvegar sýnt að hákarl geti náð óvenjulega háum aldri eða hæst- um aldri allra hryggdýra jafnvel allt að 400-500 árum. Því var markmið rannsóknarinnar að athuga hvort að greina mætti svipuð áhrif öldr- unar í heila hákarla eins og þekkt eru í heilum manna og rotta. „Niðurstaða rannsóknarinnar var að nánast engin þekkt merki öldr- unar eins og hún lýsir sér í heila manna með próteinútfellingum og æðakölkun finndust í heila hákarls- ins. Jafnframt sáust engin merki um taugahrörnun. Þetta bendir til að heili hryggdýra geti haldist lít- ið eða óbreyttur í mjög langan tíma líkt og sýnt hefur verið fram á í há- öldruðum einstaklingum (100 ára eða eldri),“ segir um niðurstöður rannsóknarinnar. Þá leiða höfundar greinarinnar líkum að því að umhverfi og atferli séu ástæður þess hversu lengi há- karl lifir án sýnilegra áhrifa öldr- unar á heila. Hákarl er talinn hæg- syndur og heldur að mestu til í stöðugu en köldu umhverfi á til- tölulega miklu dýpi í sjó sem er um 4°C heitur. Þetta veldur því að lík- lega eru efnaskipti hæg og vísbend- ingar eru um að blóðþrýstingur há- karls sé mun lægri en hjá öðrum há- karlategundum. Lykillinn að háum aldri virðist því vera að hreyfa sig lítið og halda sig í kulda og myrkri a.m.k. fyrir hákarl. mm Skólar landsins hafa ekki farið var- hluta af ástandinu í þjóðfélaginu og fjarnámið hefur orðið ráðandi. Kröftugt fjarnám með reglulegum vinnuhelgum er nú aðalsmerki Há- skólans á Bifröst. Að sögn stjórn- enda skólans má segja að miðað við allar aðstæður hafi skólastarfið gengið vel síðustu mánuði. Skólinn hafi allt frá upphafi verið kóvídkl- ár og reynsla og þekking á fjarnámi hafi komið að góðum notum. Margrét Jónsdóttir Njarðvík, sem nýlega tók við sem rektor skól- ans, segir allt hafa gengið ótrúlega vel miðað við aðstæður á Bifröst. Vissulega hafi vinnuhelgar fallið niður en í staðinn hefur verið kennt í gegnum Teams. Margrét segir jafnframt að gaman hafi verið fyr- ir sig að sjá hversu góð tök kenn- arar hafi á fjarnáminu, þeir þekki tæknina vel, hafi áhuga á að kenna í fjarnámi og séu tilbúnir til að til- einka sér nýjungar. Það skipti miklu máli nú þegar öll kennslan fari fram í netheimum. Segja má að kófið hafi opnað augu fólks fyrir því að gott og vel skipulagt fjarnám henti mjög vel til náms og kennslu. Sveigjan- leiki þess sé mikill. Að endingu áréttaði Margrét að gott fjarnám opni leið fyrir marga til að mennta sig, m.a. þá sem búa úti í hinni dreifðu byggð og einmitt með góð- um aðgangi að menntun treystum við grundvöll byggðanna. Þrjátíu tóku boði um námsglugga Metaðsókn var að skólanum í haust og á miðju misseri bauðst nýjum nemum að hefja nám í gegnum svokallaðan námsglugga. Þrjátíu nemendur hófu því nám um miðj- an október og skiptast þeir nokk- uð jafnt á milli grunn- og meistara- náms. Nefna má að góð aðsókn var í nám í menningarstjórnun á meist- arastigi en sú námsbraut hefur ver- ið vinsæl síðustu árin. Undirbúa nám í áfallastjórnun Opnað var fyrir umsóknir fyr- ir nám á vorönn 1. nóvember síð- astliðinn. Forsvarsmenn skól- ans vonast til að aðsókn á vorönn verði góð og árétta mikilvægi þess að hafa fjölbreytt námsframboð í skólum landsins. Í því augnamiði hefur verið ákveðið að bjóða upp á nám í áfallastjórnun frá og með næsta hausti. Ásthildur elva Bern- harðsdóttir hefur verið ráðin verk- efnastjóri uppbyggingar námsins sem skipulagt er í samstarfi við al- mannavarnadeild ríkislögreglu- stjóra, Landsbjörgu, Rauða kross- inn og slökkviliðið. Ásthildur er viðskiptafræðingur að mennt og lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur fengist við áfallastjórnun í meira en tvo áratugi og unnið við rannsókn- ir og kennslu í Svíþjóð, Bandaríkj- unum og Japan. Gera góðan skóla betri Síðustu vikuna í október fór fram ytri gæðaúttekt á Háskólanum á Bifröst. Gæðaráð íslenskra háskóla stendur fyrir úttektum sem þessum á háskólum á fimm ára fresti. Út- tektin er gerð af teymi sem skipað er fjórum erlendum sérfræðingum og einum íslenskum stúdent. Megin- markmið úttektarinnar er að stuðla að stöðugum umbótum í starfsemi skólans og er sérstaklega horft til gæða prófgráða, upplifunar nem- enda gagnvart skólanum og þeirri námslínu sem þeir stunda nám við og umgjörðar rannsókna við háskól- ann. Stefán Kalmansson, gæðastjóri Háskólans á Bifröst, hefur haft veg og vanda af undirbúningi gæðaút- tektarinnar. „Úttektin er lokaskrefið í ferli sem hefur staðið yfir síðustu misseri til undirbúnings og mark- miðasetningar. Skilgreind hafa verið mikilvæg umbótaverkefni sem há- skólinn ætlar sér að vinna að á næstu misserum til að gera góðan háskóla enn betri,“ segir Stefán. frg Útsýnið yfir Norðurárdalinn nú í vetrarbyrjun. Ljósm. James Einar Becker. Metaðsókn að Háskólanum á Bifröst Hákarlar geta náð allt að 500 ára aldri. „Lykillinn að háum aldri virðist því vera að hreyfa sig lítið og halda sig í kulda og myrkri a.m.k. fyrir hákarl.“ Ljósm. Jónbjörn Pálsson. Lykillinn að háum aldri hákarla er að hreyfa sig lítið og vera í kulda Birta skýrslu um upplýsingaóreiðu á tímum Covid-19

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.