Skessuhorn


Skessuhorn - 04.11.2020, Page 18

Skessuhorn - 04.11.2020, Page 18
MIÐVIKUDAGUR 4. NóVeMBeR 202018 Fanney Svala óskarsdóttir á Dal- braut 19 á Akranesi er ein þeirra sem skreytir við hús sitt í til- efni hrekkjavökunnar. Skreyting- ar hennar vöktu verðskuldaða at- hygli um síðustu helgi enda mikið í þær lagt. „Mér finnst þetta alltaf jafn gaman en mest er þetta eitt- hvað sem ég geri hér heima í bíl- skúr. Ég stefni svo á að hafa þetta enn veglegra á næsta ári,“ sagði hún þegar blaðamaður leit við hjá henni á sunnudaginn. Þá var veðr- ið eilítið búið að setja skreyting- arnar úr skorðun, en engu að síð- ur býsna hryllilegar, eins og upp var lagt með. mm Hrekkjavakan er siður sem hef- ur verið að ryðja sér til rúms hér á Íslandi síðustu árin. Í Grundar- firði er að myndast hefð hjá yngri kynslóðinni um að klæða sig upp í skelfilega búninga og ganga í hús og betla góðgæti. Íbúar Grundar- fjarðar skrá sig á síðu hjá umsjónar- mönnum þessa viðburðar um hvort að hægt sé að nálgast sætindi hjá þeim. Svo eru sett útikerti, grasker eða aðrar skreytingar í hræðilegum stíl svo að börnin rambi nú örugg- lega á rétt hús. Mikill metnaður er í búningum sem og mörgum húss- kreytingum og hafa krakkarnir afar gaman að þessu. Að þessu sinni voru hrekkjavökulætin færð fram til föstudags vegna hertra sóttvarnar- aðgerða sem áttu að taka gildi dag- inn eftir. tfk Rökkurdagar í Grundarfirði voru með töluvert óhefðbundnu sniði þetta árið. Heimsfaraldurinn setti strik í reikninginn og því þurfti að hugsa aðeins útfyrir boxið. Fólk var hvatt til að takmarka samkomur og samneyti við aðra og helst að halda sig heima. Föstudagskvöldið 30. október síðastliðið voru skemmti- legir tónleikar frumsýndir á verald- arvefnum en þar komu fram grund- firskir listamenn sem fluttu yndis- fagrar dægurperlur fyrir fólk sem gat notið þess í sófanum heima. Á meðfylgjandi mynd má sjá Þor- kel Mána Þorkelsson organista Grundarfjarðarkirkju spila und- ir hjá Amelíu Rún Gunnlaugsdótt- ur og Runólfi Guðmundssyni afa hennar. Margir söngvarar komu fram á þessum tæplega klukku- stundarlöngu tónleikum og ljóst að Grundarfjörður hefur að geyma marga listagóða söngvara. tfk Útgerðin í Pakkhúsinu í ólafsvík opnaði fyrr í mánuðinum nýja vef- verslun og sendir nú frítt um allt land. Í verslun Útgerðarinnar er fjölbreytt vöruúrval af heimilisvör- um, skartgripum, fatnaði, barna- vörum, sælkeravörum og ýmsu öðru. Hægt er að skoða vöruúrvalið og versla í vefversluninni á utger- din.shop. arg Ný vefverslun Útgerðarinnar. Útgerðin á netið Öðruvísi skemmtiatriði á Rökkurdögum Finnst gaman að setja upp hryllilegar skreytingar Guðbjörg Guðmundsdóttir var búin að útbúa forláta kirkjugarð í garðinum hjá sér. Góð stemning á Hrekkja- vöku í Grundarfirði Þeir Vilhjálmur og Oscar voru kátir á föstudaginn síðasta er ljósmyndari Skessuhorns rakst á þá. Fyrsti bekkur Grunnskóla Grundarfjarðar voru í gönguferð í blíðviðrinu á föstudaginn ásamt kennurum sínum. Jóna Björk Ragnarsdóttir tók á móti börnum í bakhúsi í garðinum sínum sem var búið að skreyta með allskyns óhugnaði. Guðbjörg Guðmundsdóttir fór alla leið í skreytingum og sagði aðspurð að þetta væri hennar allra uppáhalds dagur ársins og greinilega mikið hrekkjavökubarn.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.