Skessuhorn


Skessuhorn - 04.11.2020, Qupperneq 20

Skessuhorn - 04.11.2020, Qupperneq 20
MIÐVIKUDAGUR 4. NóVeMBeR 202020 Samkvæmt frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra um tekjufalls- styrki munu minni ferðaþjónustu- aðilar, leiðsögumenn og fleiri geta sótt um styrk vegna tekjufalls sem varð vegna Covid-19 heimsfarald- ursins. Samkvæmt mati sem ráð- gjafafyrirtækið KPMG vann fyrir ráðuneytið er áætlað að stuðning- ur við ferðaþjónustuna vegna þessa úrræðis geti numið um 3,5 milljarði króna nýti allir þessa leið. Frum- varpið hefur verið samþykkt í rík- isstjórn og er nú til umfjöllunar á Alþingi. Styrkirnir munu jafngilda rekstr- arkostnaði (þ.m.t. reiknuðu end- urgjaldi) á tímabilinu frá 1. apríl til 30. september, en geta þó ekki orðið hærri en 400 þúsund krón- ur fyrir hvert stöðugildi á mánuði á tímabilinu. Verði frumvarpið að lögum þurfa rekstraraðilar að upp- fylla nokkur skilyrði. Þeir þurfa að hafa orðið fyrir minnst 50% tekju- falli á tímabilinu frá 1. apríl til 30. september 2020, að hámarki þrír launamenn starfi hjá rekstraraðila og umsækjendur þurfa að auki að uppfylla skilyrði um skattskyldu á Íslandi, lágmarksveltu, skilvísi á opinberum gjöldum og gögnum til Skattsins og áframhaldandi rekstur. mm Hraunfossar í Borgarfirði. Áætla að tekjufallsstyrkir til ferða- þjónustunnar verði 3,5 milljarðar Síðastliðinn mánudag var upp- runalegri altaristöflu Akraneskirkju komið fyrir í ramma sínum og upp á vegg ofan við altari kirkjunnar. Bjarni Skúli Ketilsson listmálari, sem hefur listamannsnafnið Baski, hóf forvörn og viðgerðir í sept- ember og hafði til þess aðstöðu í gamla Iðnskólanum við Vinaminni. Á meðan á viðgerð á gömlu altar- istöflunni stóð var sett í rammann utan um hana endurgerð verksins sem Baski málaði sjálfur. Það verk er nú falt, að sögn listmálarans. Það var hátíðleg stund þegar Baski, Ketill faðir hans og starfsfólk Akra- neskirkju lagði hönd á plóg við að ná hinum klettþunga ramma nið- ur og skipta um myndir í honum. Þess var vandlega gætt að handverk smiðsins sem bjó til rammann árið 1867 og merkti hann „e.J. No5“, héldi sér nánast eins. Naglar sem nýta mátti voru endurnýttir en nýj- um komið fyrir í stað annarra. Baski hefur eins og fram hefur komið sérhæft sig í lagfæringum á eldri málverkum samhliða listsköp- un sinni í Hollandi. Altaristöfluna í Akraneskirkju málaði Sigurður Guðmundsson fyrir um 150 árum en myndina málaði hann sem eftir- mynd af altaristöflunni sem prýð- ir Dómkirkjuna í Reykjavík. Sú er eftir Gustaf Wegener og var mál- uð 1847. Verkið prýddi uppruna- lega Garðakirkju en var síðar flutt á hestvagni upp á Akranes þar sem það hefur verið allar götur síðan. Við lagfæringar byrjaði listamað- urinn að hreinsa upp bakhlið verks- ins og striginn bættur samkvæmt kúnstarinnar reglum. Við fyrsta hluta verksins naut hann aðstoðar hollenskrar samstarfskonu hans þar sem fagmennsku og fjögurra handa var krafist. eftir það tók við mik- il nákvæmnisvinna við hreinsun og skerpingu sjálfs málverksins. Sér- stök efni eru notuð þegar gömul málverk sem þessi eru löguð, meðal annars olíulitir með mjög litlu hlut- falli olíu til að halda réttu áferðinni og forðast t.d. skarpan mun milli nýrra og eldri lita. Altaristaflan var nokkuð sprungin enda fyrstu árin geymd í óupphituðu hús- næði Garðakirkju þar sem rakastig var mjög breytilegt. Þá voru litir í myndinni farnir að fölna, einkum efri hluti verksins. Auk þess hefur nálægt við kerti; vax og hita í tímans rás, sett mark sitt á myndina. Nú eftir endurgerð verksins fer ekki á milli mála hversu vel hefur til tek- ist. „ef viðgerðin er þannig að það líti út fyrir að maður hafi ekki gert neitt og upphaflega handbragðið komi fram, þá er takmarkinu náð,“ segir Baski að endingu. mm Baski hefur lokið viðgerð á altaristöflu Akraneskirkju Það var fimm manna tak að ná myndinni niður. Listamaðurinn hefur hér lokið við að koma upprunalegri mynd fyrir í ramma sínum og er við það að stíga niður af altarinu. Hér stendur listamaðurinn á milli frummyndarinnar og þeirrar sem hann málaði sem staðgengil hinnar. Gamla myndin, nýuppgerð, er honum á hægri hönd. Starfsfólk Akraneskirkju og feðgarnir Baski og Ketill láta bráðabirgðamyndina síga niður á gólf og síðan var hafist handa við að skipta út mynd í rammanum.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.