Skessuhorn - 02.12.2020, Síða 6
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 20206
Jólagjafir hjá
fyrirtækjum í
heimabyggð
BORGARBYGGÐ: Borgar-
byggð auglýsti í lok nóvember
eftir verslunar- og þjónustuað-
ilum í sveitarfélaginu sem hafa
áhuga á að taka á móti gjafa-
bréfum sem verða jólagjöf til
starfsmanna sveitarfélagsins.
Fyrirkomulagið er með þeim
hætti að starfsmenn fá gjafabréf
að andvirði 10.000 kr. ásamt
upptalningu á fyrirtækjum sem
skrá sig í verkefnið. Gjafabréf-
in virka sem greiðsla á eða upp í
kaup á vöru og þjónustu í Borg-
arbyggð. Viðkomandi fyrirtæki
fá síðan upphæðina greidda hjá
Borgarbyggð gegn framvísun
gjafabréfsins. Gert er ráð fyr-
ir að hægt verði að nota gjafa-
bréfin á tímabilinu frá 3. des-
ember til 28. febrúar 2021. Skil-
yrði fyrir þátttöku verslunar- og
þjónustuaðila er að fyrirtækið
sé skráð hjá hinu opinbera og
sé starfandi í Borgarbyggð. Um
er að ræða ríflega 300 gjafabréf
sem þurfa að afhendast í byrj-
un desember 2020. Skráningu
í verkefnið lauk fyrir síðustu
helgi. -mm
Árekstur
í hringtorgi
AKRANES: Á þriðjudag barst
Neyðarlínu tilkynning um
árekstur í hringtorgi á mótum
Esjubrautar og Kalmansbraut-
ar. Þar var bifreið ekið við-
stöðulaust fram hjá biðskyldu
með þessum afleiðingum. Ekki
urðu slys á fólki en önnur bif-
reiðin var óökufær. -frg
Skemmdarverk í
Reykholti
REYKHOLT: Að kvöldi
þriðjudags í liðinni viku voru
unnar skemmdir á Hönnubúð
í Reykholti. Klæðning utan á
versluninni var skemmd með
spörkum og svo virðist sem
reynt hafi verið að brjótast inn
en án árangurs. Skemmdarvar-
garnir höfðu ekki fundist þegar
blaðið fór í prentun. -frg
Bílvelta við
Laxárbakka
VESTURLAND: Á miðviku-
dagskvöld barst Neyðarlínu til-
kynning um bílveltu við Laxár-
bakka í Hvalfjarðarsveit. Öku-
maður kom sér sjálfur á sjúkra-
hús. -frg
Fauk út af á
Stykkishólmsvegi
SNÆFELLSNES: Á miðviku-
dagskvöld barst Neyðarlínu til-
kynning um bílveltu á Stykkis-
hólmsvegi við Kerlingarskarð.
Þar hafði ökumaður misst
stjórn á bifreið í vindkviðu, ekið
útaf og velt bifreiðinni. Bíllinn
fór eina veltu og endaði á hjól-
unum. Ökumaður var fluttur á
sjúkrahúsið í Stykkishólmi. -frg
Valt við Grjóteyri
BORGARBYGGÐ: Síðdeg-
is á fimmtudag barst Neyðar-
línu tilkynning um bílveltu við
Grjóteyri. Þar hafði ökumað-
ur misst stjórn á bifreið sinni í
hálku og roki. Ekki urðu slys á
fólki. -frg
Óbreyttar
sóttvarnareglur
LANDIÐ: Svandís Svavars-
dóttir heilbrigðisráðherra
ákvað í gær að framlengja gild-
andi reglugerðir um takmark-
anir á samkomum og skóla-
starfi til 9. desember næst-
komandi. Er þetta gert í sam-
ræmi við tillögur sóttvarnar-
læknis sem mælir gegn því að
slakað sé á sóttvörnum núna
í ljósi þess hvernig faraldur-
inn hefur verið að þróast síð-
ustu daga. Þýðir þetta m.a. að
áfram verður í gildi tíu manna
samkomubann, tveggja metra
regla og grímuskylda þar sem
ekki er hægt að tryggja tvo
metra milli manna. -arg
Grettislaug og
leikskólalóð
meðal fram-
kvæmda
REYKHÓLAHR: Sveitar-
stjórn Reykhólahrepps af-
greiddi samhljóða á fundi sín-
um í liðinni viku fjárhagsáætl-
un fyrir næsta ár. Ráðist verður
í umfangsmiklar framkvæmdir
á Grettislaug en laugin þarfn-
ast endurbóta. Eftir lagfæring-
ar er gert ráð fyrir að sá kostn-
aður sem fer í að reka laug-
ina gæti lækkað umtalsvert. Þá
verður farið í framkvæmdir á
leikskólalóð og nauðsynlegar
hafnarframkvæmdir sem þegar
eru komnar á samgönguáætl-
un. Í bókun með samþykkt-
inni segir: „Stjórnvöld hafa
skorað á sveitarfélög að vera
þátttakendur í innspýtingu til
að verja störf. Reykhólahrepp-
ur lætur ekki sitt eftir liggja í
þessu átaki. Til þess að fjár-
magna þessar framkvæmdir
verði tekið nýtt lán frá Lána-
sjóði sveitarfélaga, allt að 85
milljónum,“ segir í bókun frá
fundinum. -mm
Guðni Halldórsson var á laugardag-
inn kjörinn nýr formaður Lands-
samband hestamannafélaga. Tekur
hann við því embætti af Lárusi Ást-
mari Hannessyni í Stykkishólmi.
Kosningin fór fram á 62. lands-
þingi LH. Guðni hlaut 92 atkvæði
í formannskosningunni en Ólaf-
ur Þórisson 68 atkvæði. Kosningu
í aðalstjórn hlutu Stefán Logi Har-
aldsson, Gréta V. Guðmundsdótt-
ir, Sóley Margeirsdóttir, Sigurodd-
ur Pétursson, Eggert Hjartarson og
Hákon Hákonarson og í varastjórn
voru kjörnir Einar Gíslason, Aníta
Aradóttir, Ómar Ingi Ómarsson,
Ingimar Baldvinsson og Lilja Björk
Reynisdóttir.
Um efnistök á þinginu að þessu
sinni segir á vef LH: „Meðal sam-
þykkta þingsins er áframhaldandi
samstarf LH við Horses of Iceland-
verkefnið, stöðulisti inn á Íslands-
mót fullorðinna og ungmenna, til-
mæli um að reglur um gæðinga-
fimi LH verði notaðar til reynslu
fram að næsta landsþingi, reglur
um gæðingatölt, lágmarksstærð
keppnisvallar innahúss, að LH hefji
stefnumótun um nýliðun, áskorun
til BÍ og FEIF um að endurskoða
verklag við skráningu á nöfnum í
WorldFeng, áskorun til Vegagerð-
arinnar og Samtaka sveitarfélaga að
standa vörð um reiðleiðir, stuðn-
ingur LH við faghóp sem vinnur
að gerð auglýsinga um umferðarör-
yggismál hestamanna og fleira.“
Æskulýðsbikar LH hlaut Hesta-
mannafélagið Hornfirðingur en fé-
lagið hefur rekið öflugt nýliðunar-
og æskulýðsstarf.
mm
Skatttekjur sveitarfélaga ráða mestu
um það svigrúm sem þau hafa til út-
gjalda. Jöfnunarsjóði er síðan ætlað
að jafna bilið milli þeirra þannig að
öll geti sveitarfélögin rækt lögbund-
ið hlutverk sitt. Samband íslenskra
sveitarfélaga gefur reglulega út töl-
fræði um tekjur og gjöld sveitarfé-
laga og er nýlega búið að birta slík-
ar lykiltölur fyrir árið 2019. Skatt-
tekjur sveitarfélaga, án framlaga úr
Jöfnunarsjóði, eru útsvar, fasteigna-
skattur og skattígildi (lóðaleiga). Í
lögum um tekjustofna sveitarfé-
laga er svo ákvæði um hámarks- og
lágmarksálagningu útsvars og há-
marksálagningu fasteignaskatta.
Mörg sveitarfélög eru með útsvar
og fasteignaskatta í hámarki. Það
dregur mjög úr sveigjanleika þeirra
í fjármálum þegar allar skattaheim-
ildir eru nýttar til hins ýtrasta. Fast-
eignaskattar ráðast svo af fasteigna-
mati og álagningu.
Skatttekjur á íbúa voru að meðal-
tali 714 þúsund krónur á landsvísu
árið 2019, en miðgildi þeirra er 674
þúsund krónur á íbúa og er þá búið
að taka mið af íbúafjölda í hverju
sveitarfélagi fyrir sig. Nokkur sveit-
arfélög á landinu skera sig úr hvað
varðar háar skatttekjur, hafa tvö-
til þrefalt á við landsmeðaltal. Þau
sveitarfélög sem um ræðir eiga það
sammerkt að njóta fasteignaskatta
af virkjunum og sumarbústaða-
byggðum. Tróna sveitarfélögin
Fljótsdalshreppur, Grímsnes- og
Grafningshreppur og Ásahreppur
á toppnum, en þeirra á meðal eru
einnig sveitarfélögin Skorradals-
hreppur og Hvalfjarðarsveit á Vest-
urlandi. Þessi sveitarfélög fá því
ekki greiðslur úr Jöfnunarsjóði. Í
þeim sveitarfélögum þar sem land-
búnaður er megin atvinnugreinin
eru skatttekjur hvað lægstar. Á list-
anum hér að neðan má sjá að fjög-
ur af tíu sveitarfélögum á Faxaflóa-
og Breiðafjarðarsvæðinu eru yfir
landsmeðaltali tekna á hvern íbúa
en sex þeirra eru undir:
Skorradalshreppur 1.403 þús. kr.
Hvalfjarðarsveit 1.378 þús. kr.
Snæfellsbær 794 þús. kr.
Grundarfjarðarbær 734 þús. kr.
Stykkishólmsbær 660 þús. kr.
Borgarbyggð 656 þús. kr.
Akraneskaupstaður 648 þús. kr.
Dalabyggð 578 þús. kr.
Helgafellssveit 570 þús. kr.
Eyja- og Miklaholtshrepp 564 þús.
kr.
Reykhólahreppur 550 þús. kr.
mm
Skatttekjur sveitarfélaga
afar mismunandi
Hæstu skatttekjur sveitarfélaga pr. íbúa á Vesturlandi eru í Skorradalshreppi.
Guðni kjörinn formaður í LH
Guðni Halldórsson nýr formaður tekur
nú við af Lárusi Ástmari Hannessyni
sem lætur nú af embætti eftir sex ár.
Ljósm. LH.