Skessuhorn


Skessuhorn - 02.12.2020, Qupperneq 23

Skessuhorn - 02.12.2020, Qupperneq 23
MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2020 23 Jólaútvarp NFGB fm 101,3 Nemendafélags Grunnskóla Borgarness sent út frá Óðali 7.– 11. frá 10:00 23:00. og undanfarin ár og dagskrá útvarpað áður þáttum en síðan flytja sína þætti beinni útsendingu. Handritagerð fór fram þar sem hefur tekið sem sérstakt fréttastofunnar eins og undanfarin ár „Bæjarmálin í beinni” 11. des. kl. er von á góðum gestum hljóðstofu. Mánudagur 7. desember 10:00 Ávarp útvarpsstjóra 10:10 Bekkjarþáttur 1. bekkur 11:00 Bekkjarþáttur 4. bekkur 12:00 Fréttir og veður í umsjón fréttastofu 13:00 Bekkjarþáttur 7. bekkur 14:00 Félagsstarfið 2018-2019 Stjórn Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi 15:00 Góðir hlutir sem gerðust árið 2020 Nína, Arnór Breki og Sara Sól 16:00 Jakob Frímann Magnússon Rakel Lea og Marta 17:00 Jólastuð Hrafnhildur, Hugrún og Katrín Ragna 18:00 Fjórir meistarar Sveinn og Haukur 19:00 Allt það venjulega Óli, Birgir og Magnús Baldur 20:00 Vísindaskáldskapur Jóhannes og Atli 21:00 Geniusinn hann Elon Musk Þórður Logi og Stefán 22:00 Volkswagen Almar Orri og Örn 23:00 Dagskrárlok Þriðjudagur 8. desember 10:00 Bekkjarþáttur 2. bekkur 11:00 Bekkjarþáttur 5. bekkur 12:00 Fréttir og veður í umsjón fréttastofu 13:00 Laugargerðisskóli Nemendur á unglingastigi Laugargerðisskóla 14:00 Tölvuleikir Óskar Gísli, Reynir og Einar Magni 15:00 Nýleg íslensk tónlist Egill, Guðjón og Magnús 16:00 Draugasögur Eyrún og Katrín Jóhanna 17:00 Frægir Íslendingar Alexander, Kristján og Sævar 18:00 Drepsóttir Sigurkarl, Ólafur Hrafn og Aron 19:00 Led Zeppelin Ísak 20:00 Samsæriskenningar Halldór Grétar og Dagur 21:00 Samantekt 2020 Kolfinna, Caroline og Ísabella 22:00 Tónlist og spjall Tæknimenn 23:00 Dagskrárlok Miðvikudagur 9. desember 10:00 Bekkjarþáttur 3. bekkur 11:00 Bekkjarþáttur 6. bekkur 12:00 Fréttir og veður í umsjón fréttastofu 13:00 Danska konungsfjölskyldan Marija, Embla Líf og Kolbrún Líf 14:00 Fótbolti Ernir, Friðjón og Eiríkur 15:00 Íslenskir grínþættir Þorvaldur, Jökull og Sigurður 16:00 Ríkasta fólk í heimi Valborg og Heiða 17:00 Jólaspjall Rakel Svava og Ásdís 18:00 Elvis Presley Atli og Ari 19:00 Jólin í gamla daga Arndís, Kolfinna og Aníta 20:00 Swieta w Polsce i Islandii Agata, Julia og Amelia 21:00 Eurovision spjallþáttur Júlía, Oddný og Díana 22:00 Tæknitröllin spila jólatónlist Tæknimenn 23:00 Dagskrárlok Fimmtudagur 10. desember 10:00 1. og 2. bekkur, endurflutt þáttur 11:00 7. bekkur, endurfluttur þáttur 12:00 Fréttir og veður í umsjón fréttastofu 13:00 Jóladagatöl Tinna og Guðrún Eygló 14:00 Disney prinsessur Unnur og Dagbjört 15:00 5. bekkur endurfluttur þáttur 16:00 Seinni heimstyrjöldin Stefán og Óli Kristján 17:00 Jólin í gamla daga – jólahefðirnar okkar Auður og Birta 18:00 Áður en klukkan slær sex Alda og Hugrún 19:00 Brandaraþáttur Óskar Steinn og Bastian 20:00 Dökka hlið Hollywood Edda María og Elfa Dögg 21:00 Menntaskóli Borgarfjarðar Nemendafélag MB 23:00 Dagskrárlok Föstudagur 11. desember 10:00 3. og 4. bekkur endurfluttur þáttur 11:00 6. bekkur endurfluttur þáttur 12:00 Fréttir og veður í umsjón fréttastofu 13:00 Bæjarmálin í beinni 14:00 Tæknimenn spjalla Tæknimen 15:00 Alls konar matur Vildís Ásta og Ólöf Inga 16:00 Trump fjölskyldan Viktoría og Katla 17:00 Létt jólatónlist og spjall Tæknimenn 19:00 Kveðja útvarpsstjóra og dagskrárlok. Víkingur Ólafsvík greindi frá í vik- unni að Gunnar Einarsson hafi ver- ið ráðinn þjálfari meistaraflokks Víkings Ólafsvíkur í knattspyrnu. Gunnar tekur við liðinu af Guð- jóni Þórðarsyni og er samningurinn til tveggja ára. Í tilkynningunni seg- ir m.a.: „Gunnar, sem er 44 ára, er spennandi ungur þjálfari sem þjálf- aði Kára í 2. deildinni á síðastliðnu keppnistímabili en áður hafði hann þjálfað Leikni í Breiðholti og yngri flokka hjá Val. Sem leikmaður átti Gunnar afar farsælan feril en hann varð fjórum sinnum Íslandsmeist- ari í knattspyrnu, þrívegis með KR og einu sinni með Val. Alls á hann 236 leiki að baki í meistaraflokki hér á Íslandi. Gunnar lék einnig sem at- vinnumaður í Hollandi og á Eng- landi og þá á hann einn A-landsleik að baki fyrir Íslands hönd. Stjórn Víkings Ó. býður Gunnar velkom- inn til starfa í Ólafsvík.“ frg/ Ljósm. Víkingur Ólafsvík Knattspyrnufélag Kára hefur ráð- ið Ásmund Haraldsson sem þjálf- ara liðsins og tók hann við liðinu í gær, 1. desember. Ásmundur er reynslumikill, bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann hefur leikið með KR, Þrótti R, ÍR, Gróttu, Skín- anda, KFG og SR. Þá hefur hann stýrt Gróttu úr 3. deild í 1. deild, þjálfað Skínanda, verið aðstoðar- þjálfari kvennalandsliðsins og nú síðast var hann aðstoðarþjálfari hjá FH. frg Íslenska karlalandsliðið í körfu- knattleik mætti Lúxemborg á fimmtudaginn og Kósovó á sunnudaginn í forkeppni HM 2023. Íslendingar sigruðu Lúx- emborg með fjórtán stigum eða 90:76. Leikurinn gekk ekki nógu vel framan af hjá íslensku strákun- um, þeir hittu illa og í hálfleik var Lúxemborg 38-34 yfir. Í þriðja leikhluta komst Lúxemborg fljót- lega í stöðuna 47-40 en þá fóru hlutirnir að gerast og Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði sjö stig í röð og jafnaði þannig stöðuna. Eftir það átti íslenska liðið tölu- vert betri leik og leiddi með 19 stigum á tímabili. Ekkert gekk hjá Lúxemborg að ná íslensku strák- unum sem lönduðu öruggum ís- lenskum sigri. Íslensku strákarnir sigr- uðu örugglega Strákarnir sigruðu einnig Kósovó glæsilega með 24 stigum. Íslend- ingum gekk ekki vel í upphafi leiks og Kósovó var með yfirhöndina. Íslenska liðið náði sér svo á strik undir lok fyrsta leikhluta og skor- aði tíu stig á síðustu tveimur mín- útum leikhlutans. Íslenska lið- ið hélt uppteknum hætti í öðrum leikhluta og þegar liðin skildu í hálfleik var staðan 45-29 Íslend- ingum í vil. Kósovó kom sterkt inn í síð- ari hálfleik en íslensku strákarnir gáfu ekkert eftir og Kósovó náði aldrei að ógna forystunni og í lok þriðja leikhluta var staðan 67-43 Íslandi í vil. Þeir héldu áfram á sömu braut í síðasta leikhluta og sigruðu mjög sannfærandi 86-62. Var þetta þriðji sigur þeirra í röð í forkeppninni og situr Ísland nú í toppsæti B-riðils, en tvö efstu lið- in fara áfram. arg Sitja í toppsæti riðilsins Ísland hafði betur gegn Lúxemborg. Ljósm. KKÍ Ráðinn þjálfari Kára Ásmundur Haraldsson, nýr þjálfari Kára. Ljósm. Knattspyrnufélag Kára Gunnar þjálfar Víking Íslenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu mætti Slóvakíu á fimmtu- daginn í síðustu viku og Ungverja- landi í gær í síðustu leikjum liðsins í undankeppni EM 2022. Leikurinn gegn Slóvakíu byrjaði ekki vel fyrir Ísland en á 25. mín- útu kom Mária Mikolajová Slóvak- íu yfir og voru þær marki yfir í hálf- leik. Íslendingar komu öllu grimm- ari í síðari hálfleik og á 61. mínútu kom jöfnunarmarkið þegar Berg- lind Björg Þorvaldsdóttir skoraði af öryggi. Þá fengu stelpurnar tvær vítaspyrnur í röð og skoraði Sara Björk Gunnarsdóttir úr þeim báð- um og tryggði liðinu 3-1 sigur. Leikur Íslands og Ungverjalands fór ágætlega af stað og íslenska liðið var án efa sterkari aðilinn. Þær náðu þó ekki að klára færin sín og skildu liðin markalaus í hálfleik. Íslensku stelpurnar komu í seinni hálfleik af krafti og á 64. mínútu átti Berg- lind Björg Þorvaldsdóttir gott skot sem hafnaði í netinu og sigraði Ís- land 1-0. Stelpurnar sitja nú í öðru sæti riðilsins, á eftir Svíþjóð, og er sæti í lokakeppni EM í Englandi í seil- ingarfjarlægð. Þær hafa tryggt sér sæti í umspili en eiga möguleika á að komast hjá því ef úrslit í öðrum riðlum verða þeim hagstæð. Þau þrjú lið sem eru með bestan ár- angur í öðru sæti í riðlakeppninni fara beina leið í lokakeppnina. Hin sex liðin í öðru sæti í sínum riðlum spila um þrjú síðustu sætin í loka- keppninni. arg EM í seilingarfjarlægð hjá stelpunum

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.