Skessuhorn


Skessuhorn - 09.12.2020, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 09.12.2020, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 50. tbl. 23. árg. 9. desember 2020 - kr. 950 í lausasölu Peppercorn cheeseburger 1.795 kr. Tilboð gildir út desember 2020 Gos úr vél frá CCEP fylgir meðBorgarnes: Akranes: Gosflaska frá CCEP fylgir með arionbanki.is Þú getur dreift kortareikningnum þínum í Arion appinu eða netbankanum Léttu þér jólainnkaupin Falleg kerti í miklu úrvali Blómasetrið Kaffi Kyrrð Skúlagata 13, 310 Borgarnesi opnunartími alla daga frá 11:00-18:00 Mjög kalt var á landinu í síðustu viku. Veðurspár höfðu gert ráð fyrir allt að 18 stiga frosti um liðna helgi og sumsstaðar inn til landsins gekk það eftir. Aðfararnótt laugardagsins snöggkólnaði víða um landið og þótt veðrið hafi verið fallegt beit frostið í kinnar. Á hádegi á laugardaginn mældist frostið 16 gráður á Hvanneyri, en var á sama tíma rúmar sex gráður í Ólafsvík. Meðfylgjandi mynd var tekin við Ólafsvíkurhöfn á laugardaginn. Eins og sjá má var höfnina farið að leggja. Ljósm. þa Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra tilkynnti í gær tilslakan- ir á sóttvarnaráðstöfunum. Nýjar takmarkanir taka gildi á morgun, fimmtudaginn, 10. desember, og gilda til 12. janúar 2021. Reglur um skólahald breytast lítið fram að ára- mótum en reglur sem munu taka gildi 1. janúar verða kynntar fljót- lega. Áfram verða tíu manna fjölda- takmarkanir en með undantekning- um og fjöldatakmarkanir, nálægðar- mörk og grímuskilda gildir ekki um börn fædd 2005 og síðar. Verslan- ir mega taka á móti fimm manns á hverja tíu fermetra húsnæðis, en að hámarki 100 manns. Veitingastöð- um verður heimilt að taka á móti 15 viðskiptavinum í rými auk þess sem heimilt verður að hafa opið til kl. 22:00 en ekki má taka á móti nýjum viðskiptavinum eftir kl. 21:00. Sundlaugar og baðstaðir mega vera opnir fyrir allt að 50% af há- marksfjölda gesta samkæmt starfs- leyfi. Íþróttaæfingar fyrir alla fædda 2004 og fyrr eru heimilar með og án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ í efstu deild. Æfingar afreksfólks í einstaklingsbundnum íþróttum eru heimilar en æfingar sem krefj- ast snertinga innan bardagaíþrótta eru þó ekki heimilar. Þá er öllum heimilt að stunda skipulagðar æf- ingar utandyra sem krefjast ekki snertingar. Sviðslistir, bíósýningar og aðrir menningarviðburðir verða heimilir með allt að 30 manns á sviði, bæði æfingar og sýningar. Heimilt verð- ur að taka á móti allt að 50 sitjandi gestum og þeim skylt að nota grím- ur og allt að 100 börnum fæddum 2005 og síðar. Ekki verður leyfi- legt að hafa hlé eða áfengissölu á þessum viðburðum. Sæti skulu vera númeruð og skráð á nafn. Þá verð- ur hámarksfjöldi í jarðarförum 50 manns. Felld verða niður ákvæði um blöndun og hámarksfjölda leik- skólabarna. Lestrarrými í fram- halds- og háskólum verða opnuð fyrir allt að 30 nemendur. arg Lyfjastofnun Evrópu hafa borist umsóknir um skilyrt markaðsleyfi fyrir tvö bóluefni við Covid-19. Þetta er annars vegar bóluefni þró- að af BioNTech og Pfizer og hins vegar bóluefni sem Moderna Bio- tech hefur þróað. „Stofnunin mun beita flýtimati á umsóknirnar. Nið- urstaða gæti legið fyrir innan nokk- urra vikna, en það fer eftir því hvort gögnin sem berast sýna með full- nægjandi hætti fram á gæði, ör- yggi og virkni bóluefnanna. Reyn- ist gögnin fullnægjandi er gert ráð fyrir að endanlegt mat liggi fyr- ir varðandi bóluefni BioNTech og Pfizer í síðasta lagi 29. desember og 12. janúar fyrir bóluefni Mod- erna,“ segir í tilkynningu. Ýtarlega er fjallað um málið á vef Lyfjastofn- unar. mm Stutt í bóluefni Nýjar sóttvarnareglur taka gildi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.