Skessuhorn


Skessuhorn - 09.12.2020, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 09.12.2020, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 20202 Stekkjastaur er fyrstur bræðra sinna til byggða og er hann væntanlegur á laugardag- inn. Þá er vert að minna alla á að sýna sínar allra bestu hlið- ar næstu daga í von um að fá glaðning í skóinn. Á morgun, fimmtudag, er spáð austlægri átt 10-15 m/s og rigningu eða slyddu með köfl- um, en lengst af hvassari norð- austanátt og snjókoma norð- vestanlands. Hiti 0-7 stig og hlýjast syðst á landinu. Frá föstudegi til mánudags er útlit fyrir að verði ákveðin austlæg átt og rigning með köflum suð- austanlands en dálitlar skúr- ir eða slydduél í öðrum lands- hlutum. Hiti á bilinu 2-7 stig. Í síðustu viku voru lesend- ur á vef Skessuhorns spurðir hvort þeir ætli að senda jóla- kort í ár. Það má kannski segja að sú hefð sé að leggjast af því aðeins rúmur helmingur, eða 53%, ætlar ekki að senda nein jólakort. 24% ætla að senda rit- uð jólakort í ár, 12% ætla að senda bæði rituð jólakort og rafrænar jólakveðjur en 11% þeirra sem svöruðu ætla aðeins að senda rafrænar jólakveðj- ur í ár. Í næstu viku er spurt: Hlakkar þú til jólanna? Valgerður Jónsdóttir tónlistar- kona bar sigur úr býtum í Laga- keppni Hannesarholts með lagi við ljóð Hannesar Hafstein; „Áraskiptin 1901-1902.“ Val- gerður er Vestlendingur vik- unnar að þessu sinni. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Jólablað í næstu viku SKESSUHORN: Miðviku- daginn 16. desember kem- ur Jólablað Skessuhorns úr prentun og verður dreift til kaupenda. Að venju verður blaðið það síðasta sem gef- ið verður út á árinu. Fyrsta blað á nýju ári verður svo gefið út 6. janúar. Þeir sem vilja koma á framfæri efni og auglýsingum í árlegu Jóla- blaði er bent á að hafa sam- band sem fyrst. Frestur til að skila efni og auglýsingum er til föstudagsins 11. desemb- er. Bendum á netföngin aug- lysingar@skessuhorn.is og skessuhorn@skessuhorn.is en einnig símann 433-5500. -mm Tilnefningar um Vestlending ársins VESTURLAND: Að venju gengst Skessuhorn fyrir vali á Vestlendingi ársins. Skil- yrði er að viðkomandi sé bú- settur/ir í landshlutanum. Hver eða hverjir hafa verð- skuldað þetta sæmdarheiti fyrir árið 2020? Íbúum gefst kostur á að senda inn tilnefn- ingar um nöfn og gjarnan má ein setning fylgja sem styður þá tillögu. Óskast tilnefning- ar sendar á netfangið skessu- horn@skessuhorn.is merkt „Vestlendingur ársins.“ Úr- slitin verða kynnt 6. janúar 2021. -mm Karlalandsliðið dregið í riðil LANDIÐ: Á mánudaginn var dregið í riðla í undan- keppni HM 2022 í knatt- spyrnu karla en efsta lið hvers riðils kemst beint í lokakeppni HM sem fram fer í Katar 2022. Liðin sem lenda í 2. sæti í riðlakeppn- inni fara í umspil um sæti í lokakeppninni ásamt þeim tveimur liðum með bestan árangur í Þjóðadeild UEFA sem ekki hafa þegar tryggt sér sæti í lokakeppninni eða umspili. Ísland var dregið í J riðil ásamt Þýskalandi, Rúm- eníu, Norður Makedón- íu, Armeníu og Liechten- stein og hefst undankeppnin í mars á næsta ári. -arg Norðan áhlaup einkenndi veðráttuna síðari hluta liðinn- ar viku. Veðrinu fylgdi ofan- koma og hríð með tilheyrandi ófærð á vegum. Nokkur erill var af þeim sökum hjá björg- unarsveitum landsins. Var ökumönnum, sem lent höfðu í vandræðum vegna færðar og veðurs, komið til aðstoð- ar. Bílar sátu fastir, lentu utan vegar og einn bíll fór á hlið- ina. Flest verkefni björgunar- sveita voru á Norður- og Vest- urlandi. Meðfylgjandi mynd var tekin af félögum í Björgunarsveitinni Heiðari í Borgarfirði síðastliðið miðvikudagskvöld. Þeir, ásamt kollegum sínum í Dölum, fóru á Bröttubrekku þá um kvöldið til aðstoðar ökumönnum sem lent höfðu þar í festum. mm/ Ljósm. Bj.sv. Heiðar. Byggingarfélagið Bestla hef- ur hafið vinnu við að grafa fyrir undirstöðum undir fjölbýlishúsið að Þjóðbraut 3. Það er fyrirtækið Snókur verktakar ehf. sem sér um uppgröftinn. Áætlað er að þeirri vinnu ljúki fyrir jól og að upp- steypa hússins hefjist strax eftir áramót. Gert er ráð fyrir að íbúðir í húsinu verði tilbúnar til afhend- ingar sumarið 2022. Í samtali við Skessuhorn sagði Jón Ágúst Garð- arsson, framkvæmdastjóri Bestla að áætlað sé að framkvæmdir hefj- ist við Þjóðbraut 5 í framhaldinu en að of snemmt sé að segja til um nákvæma tímasetningu. Mjög vel gekk að selja íbúðir í fyrsta fjölbýlishúsinu í Dalbraut- arreit, Dalbraut 4. Þá var salur, sem ætlaður er fyrir þjónustumið- stöð og félagsstarf Félags eldri borgara á jarðhæð Dalbrautar, af- hentur Akraneskaupstað í sumar. Unnið er að framkvæmdum við innréttingar og eru verklok þeirra framkvæmda áætluð í september 2021. frg Á árinu 2019 fóru Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunar Vesturlands af stað með verkefni sem gengur út á að safna fé til kaupa á sjúkrarúm- um. „Frá því að átakið hófst höfum við fært stofnuninni 25 sjúkrarúm Hollvinasamtökin hafa nú gefið 25 ný sjúkrarúm Frá afhendingu gjafabréfs fyrir fimm ný rúm. Þura Björk Hreinsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar til hægri og Steinunn Sigurðardóttir formaður Holl- vinasamtaka HVE. og nýverið afhenti ég, fyrir hönd stjórnar, fimm rúm. Andvirði þess- ara 25 rúma er um 14,5 milljónir króna. Það voru 19 aðilar sem hafa komið að fjármögnun þessa verk- efnis þ.e. einstaklingar, aðstand- endur, fyrirtæki, verkalýðsfélag, félagasamtök, kvenfélög, sveitarfé- lög og sparisjóður,“ segir Steinunn Sigurðardóttir formaður Hollvina- samtaka HVE. Hún segir að sam- tökin stefni að því að ljúka þessu verkefni á næstu 1 - 2 árum. Til viðbótar er gert ráð fyrir að safnað verði fyrir einu gjörgæslurúmi og sex til átta sjúkrarúmum. mm Grafið fyrir undirstöðum Þjóðbrautar 3. Byrjað að grafa fyrir fjölbýlis- húsi að Þjóðbraut 3 Björgunarsveitir komu vegfarendum til aðstoðar Njótum aðventunnar Glæsilegt úrval af gjafavöru og góðum veitingum Hjartanlega velkomin Blómasetrið Kaffi Kyrrð Skúlagata 13, 310 Borgarnesi opnunartími alla daga frá 11:00-18:00 Facebook: blomasetridkaffikyrrd

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.