Skessuhorn


Skessuhorn - 09.12.2020, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 09.12.2020, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 202012 Sunna Birna Helgadóttir hunda- ræktandi í Borgarnesi segir mikla eftirspurn eftir hundum í dag. Hún ræktar hunda af tegundinni Golden Retriever undir ræktunar- nafninu Golden Magnificent. En hvað er það við Golden Retriver sem heillaði hana? „Ætli ég hafi ekki bara valið þessa tegund því fyrsti hundurinn minn var Golden Retriever sem við fengum þegar ég var tíu ára. Svo er þetta alveg einstök tegund. Þessir hundar eru alltaf glaðir, hressir og tryggir og svo eru þeir mjög fjölskylduvæn- ir og miklir vinir manns,“ svarar hún. „Það fylgir þeim líka nóg af hárum,“ bætir hún við og hlær. KR-ingur Sunna er fædd og uppalin í Vest- urbæ Reykjavíkur. Hún flutti úr Vesturbænum til að fara í nám við Háskólann á Hólum en á þeim tíma átti hestamennskan hug hennar allan. Eftir tvö ár á Hól- um fór hún á Hvanneyri þar sem hún lauk BS gráðu í búvísind- um. Á Hvanneyri kynntist Sunna manninum sínum, Ásmundi Ein- ari Daðasyni, og fluttu þau saman vestur í Dali en síðustu fjögur ár hafa þau búið í Borgarnesi og lík- ar það mjög vel. „Það getur verið gaman að segja fjölskyldumeðlim- um að maður sé KR-ingur þegar kemur að körfunni,“ segir hún og hlær. „En við eigum þrjár stelp- ur og þær eru allar á kafi í körf- unni og vissulega að æfa með Skallagrími og þær og Ásmundur eru miklir stuðningsmenn Skalla- gríms,“ bætir hún við. Alltaf haft mikinn áhuga á ræktun Sunna segir Golden Retrie- ver alltaf hafa verið í miklu upp- áhaldi. „Ég var alltaf ákveðin að fá mér aftur Golden þegar færi að búa en það hefur alltaf verið frek- ar lítið framboð af Golden á Ís- landi svo það tók mig alveg tvö ár að finna fyrstu tíkina mína en loksins fékk ég hana árið 2012,“ segir hún. „Ég ákvað að prófa að fara með hana á sýningar og þótti það ótrúlega gaman og datt alveg í þann pakka,“ segir Sunna og bæt- ir við að upp frá því hafi hún farið að huga að ræktun. „Ég ákvað að flytja inn rakka og svo kom fyrsta gotið mitt árið 2015, reyndar ekki með mínum rakka. En síðan þá hef ég að meðaltali verið með eitt got á ári,“ segir hún. En hvernig kom það til að hún ákvað að fara að rækta hunda? „Ég var alltaf á kafi í hestamennsku og hafði þá mikinn áhuga á að pæla í ræktun- inni. En svo hafði ég bara of lítinn tíma til að sinna hestamennskunni og fór alveg yfir í hundana í stað- inn og þá bara kviknaði þessi sami áhugi á ættum og ræktun hunda. Ég fór mikið að pæla í þessu öllu og get alveg gleymt mér á netinu við að skoða ættir hunda langt aft- ur. Það er líka eitthvað svo gaman við að rækta sína eigin línu,“ seg- ir hún. Sefur í þvottahúsinu Á heimili Sunnu og Ásmundar eru í dag fimm Golden Retriever hundar og einn Pug og aðspurð segir Sunna sambúðina ganga mjög vel. „Ég reyni að leyfa þeim að hlaupa lausum daglega og þá eru allir svo rólegir hér heima og þá gengur bara vel,“ segir hún. En er ekki mikil vinna að bæta svo við goti? „Jú, það er mikil vinna en skemmtileg,“ svarar hún. „Fyrstu þrjár vikurnar sef ég í þvottahús- inu með tíkinni en svo hægt og rólega minnka ég hversu mik- ið ég fylgist með. Ég kíki kannski á svona tveggja tíma fresti í smá tíma en svo hætti ég fljótlega að fara til þeirra á nóttunni. Þá verð- ur þetta svona samfelld vinna frá sex á morgnana þar til hvolparn- ir sofna á kvöldin. En þó þetta sé vinna er þetta ótrúlega gaman,“ segir hún. Heppin með hvolpakaupendur Spurð hvort það sé ekki erfitt að hafa hugsað svona náið um hvolp- ana í margar vikur og þurfa svo að láta þá frá sér segir hún það ekki vera. „Hingað til hefur það ekki verið mjög erfitt. Maður gerir ráð fyrir því frá upphafi að þeir munu fara. Ég hef líka verið svo heppin að mínir hvolpar hafa allir farið á góð heimili og ég haf verið í góðu sambandi við eigendur þeirra. Það er bara rosalega gaman að fylgj- ast með hvolpunum pluma sig vel á nýjum stað,“ segir hún og bæt- ir við að hvolparnir hjá henni hafi oftast verið komnir með heimili áður en þeir fæðast. „Það er mik- il eftirspurn eftir Golden Retrie- ver hvolpum, og bara hundum almennt á Íslandi í dag. Ég hef aldrei þurft að auglýsa hvolpa og ég hef verið svo heppin að hvolp- arnir hafa annað hvort fengið eig- endur sem ég þekki eða eigendur sem hafa góð meðmæli frá fólki sem ég þekki og treysti,“ segir Sunna Birna Helgadóttir hunda- ræktandi. arg/ Ljósm. úr einkasafni. Fallegur hvolpahópur. „Þessir hundar eru alltaf glaðir, hressir og tryggir“ -segir Sunna Birna Golden Retriever ræktandi í Borgarnesi Sunna Birna að stilla upp fallegum Golden Retriever. Skemmtileg speglamynd. Birna segir Golden Retriever alltaf hafa verið í miklu uppáhaldi. Sætur Golden Retriever hvolpur. Sunna reynir að fara með hundana sína út að hlaupa á hverjum degi. Sunna í fallegum hópi af Golden Retriever.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.