Skessuhorn - 09.12.2020, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 2020 21
Nýfæddir Vestlendingar
Getir þú barn þá birt-
ist það hér, þ.e.a.s .
barnið!
www.skessuhorn.is
Markaðstorg
Vesturlands
2. desember. Drengur. Þyngd:
3.306 gr. Lengd: 49 cm. Foreldrar:
Sigrún Gyða Matthíasdóttir og
Birkir Þór Karlsson, Reykjanesbæ.
Ljósmóðir: Ásthildur Gestsdóttir
2. desember. Drengur. Þyngd:
4.020 gr. Lengd: 52,5 cm. For-
eldrar: Esther Ýr Kjartansdótt-
ir og Benedikt Viktor Þorsteins-
son, Mosfellsbæ. Ljósmóðir: Inga
María Thorsteinsson.
7. desember. Drengur. Þyngd:
3.362 gr. Lengd: 50 cm. Foreldr-
ar: Guðbjörg Rós Guðnadóttir
og Andri Guðmundsson, Mos-
fellsbæ. Ljósmóðir: Hafdís Rún-
arsdóttir.
AtvinnA
Óska eftir vinnu
Óska eftir vinnu frá 1. eða 15. feb. til
lok júlí. Allt getur komið til greina
í 300, 301 eða 310, hluta- eða fullt
starf. Er manneskja á besta aldri,
hraust, sveigjanleg og vön ýmsu.
Vinsamlegast sendið tölvupóst:
67dagny@gmail.com
Borgarnes dagatalið 2021.
Veggdagatal með 13 myndum úr
Borgarnesi. Skoða má myndirnar
og fá nánari upplýsingar á: www.
hvitatravel.is/dagatal Uppl: gull-
hamrar@hotmail.com
tiL SÖLU
ÖLL ALMENN SMÍÐAVINNA
BORGARFIRÐI
aybyggir@gmail.com865 7578
Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin er ein
þeirra bóka sem út komu nú fyrir jólin.
Höfundur er Sigurður Ægisson, guð-
fræðingur og þjóðfræðingur, en útgef-
andi er Hólar ehf. Hér er gripið niður
í kaflann um brandugluna, sem er far-
in að verpa í nágrenni Akraness. Önn-
ur heiti fuglsins eru eyrugla, hornugla,
kattugla, mýriugla, mýrugla, skógar-
ugla, stutteyrð ugla, trjáugla og ugla.
Ísland
Uglur eru fyrirferðarmiklar í þjóðtrú
heimsins, en íslensk þjóðtrú geym-
ir samt ekkert um brandugluna, að
því er virðist, enda er hún það ung í
fánu landsins. Hún er mun suðlæg-
ari tegund en frænka hennar, snæugl-
an, og uppgötvaðist ekki sem varpfugl
hér fyrr en í byrjun 20. aldar. Fyrsta
hreiðrið fannst í Holtum í Rangárval-
lasýslu árið 1912, en tegundarinnar
fór þó ekki að gæta að ráði sem varp-
fugls fyrr en á áratugnum 1920–1930.
Áður var hún þekkt sem flækingur. Nú
verpir brandugla á láglendi víða en þó
afar strjált. Hún er algengust sunnan-
lands og fyrir norðan en er tiltölulega
fáséð vestanlands og austan.
Útlönd
Ólafur Hansson, þá menntaskóla-
kennari en síðar prófessor í sagnfræði
við Háskóla Íslands, kemst svo að orði
í greininni „Uglan“, í Mánudags-
blaðinu 8. nóvember árið 1965: „Er-
lendis þykir uglan ískyggilegur fugl.
Veldur því bæði annarlegt útlit henn-
ar, hávær og draugaleg rödd og svo
það að hún er aðallega á ferli á nótt-
unni og er því iðulega sett í samband
við myrkraöflin og vofeiflegar hættur
næturinnar.“
Uglan, hverrar tegundar sem er, var
illa séð meðal Gyðinga og það orð-
spor hennar fengu hinir kristnu í arf
úr Gamla testamentinu. Eins var með-
al Rómverja og víða annars staðar, hún
þótti illur fyrirboði, tákn dauðans.
Galdramenn nýttu ýmsa líkamshluta
fuglsins í töfur sín. Að eta ugluhjarta
eða hrátt egg þótti sumstaðar ein-
boðið við áfengissýki. Belgar gengu
skrefinu lengra, gerðu sér omelettu
úr branduglueggjunum og átu í þess-
um sama tilgangi. Og við minnisleysi
skyldi höfuð af uglu lagt undir kodda
manns.
En aðrir tóku nokkuð öðruvísi á
móti uglunni, til dæmis frumbyggj-
ar Norður-Ameríku og Síberíu. Og
líka Forn-Grikkir; þar varð hún eitt
af aðaltáknum viskugyðjunnar Pallas
Aþenu. Þangað er svo að leita ástæð-
unnar fyrir því, að tengja ugluna við
speki og lærdóm, allt til okkar daga, og
tíða veru hennar í barnabókmenntum
þjóðanna. Hún á sér því í raun tvær
hliðar, dökka og ljósa, allt eftir því í
hvorn arfinn er leitað, hvar er borið
niður.
Branduglan á Hawaí, sem meðal
innfæddra kallast ‘pueo’, myndi falla
í seinni hópinn, þótt kannski víðast
hvar annars staðar tilheyri þeim fyrri,
ásamt öðru frændkyni sínu. Og meira
en það, hún er elskuð og dáð og virt,
enda sögð heilagur fugl og í margra
augum birting og holdgervingur forna
verndarandans Aumakua. Henni fylgja
aðeins góðir straumar. Til hennar er
því iðulega leitað ef eitthvað bjátar á,
til hjálpar og leiðsagnar. Hún getur
svarað beint eða þá í draumi eða í sýn
eða með einhverju öðru tákni.
Inúítar segja, að branduglan hafi
eitt sinn verið unglingsstúlka, sem
töframaður breytti gegn vilja hennar.
Eftir umskiptin varð hún skelkuð og
flaug ítrekað á veggi hússins og flatti
á sér andlitið — og nefið, sem upp-
haflega var langt. Annars er í erlendri
þjóðtrú ekki mikið rætt um brandugl-
una eina og sér, heldur meira um ugl-
ur sem eina heild.
Ólafur Hansson segir til viðbótar í
áðurnefndri grein sinni:
„Oft má marka óorðna hluti af hátt-
erni uglunnar, og eins og vænta má er
hún oftar talin boða illt en gott. Oft er
það talið boða feigð ef hátt lætur í ugl-
unni kringum íbúðarhús. Því er það,
að uglan er í Þýzkalandi oft kölluð To-
tenvogel eða Leichenvogel. Forn er
sú saga, að fyrir víg Cæsars hafi látið
svo hátt í uglum í Rómarborg, að ekki
heyrðist mannsins mál fyrir vælinu [í]
þeim. Önnur forn saga er sú, að dag-
inn áður en Pyrrhos konungu[r] í Ep-
irus, sá er vann hina dýrkeyptu sigra,
féll í Argos, hafi ugla ein mikil setzt á
spjót hans. Hér á Íslandi er það aðal-
lega hrafninn, sem fer með hlutverk
uglunnar sem feigðarboði.“
Oftast ber lítið á uglunni á daginn,
og því er það talið enn ískyggilegra ef
mikið heyrist í henni á daginn heldur
en á nóttunni. Mikið ugluvæl á dag-
inn er oft talið boða styrjaldir, drep-
sóttir eða meiriháttar eldsvoða.
Mjög þykir það ills viti, ef uglu-
væl heyrist á meðan verið er að gefa
brúðhjón saman. Það er talið vita
annaðhvort á feigð brúðhjónanna
eða á það, að hjónabandið endi með
ósköpum. Í Þýzkalandi eru til þær
sögur, að forsmáðir biðlar hafi stund-
um reynt að líkja eftir ugluvæli fyrir
utan kirkjuna meðan hin heittelskaða
var að ganga í hjónaband með öðr-
um. Var talið að þetta gæti haft ein-
hver áhrif til bölvunar fyrir hjóna-
bandið. Líkingagaldur af þessu tagi
þekkist í óteljandi myndum.
Spákonur fyrr á öldum notuðu
stundum ugluhjörtu við spár sín-
ar, og töldu, að af þeim mætti fræð-
ast um óorðna hluti. Ugluhjörtu eru
yfirleitt til margra hluta nytsamleg.
Ef ugluhjarta er látið undir kodda
sofandi manns fer hann að tala upp
úr svefninum og segja frá sínum
leyndustu leyndarmálum. Var talið
að eigi allfáir eiginmenn hafi komizt
að framhjáhaldi eiginkvenna sinna á
þennan hátt.
Í Skotlandi þykir ekki góðs viti að
rekast á uglu að degi til, sem rímar
ágætlega við framanskrifað. Á Hjalt-
landseyjum átti búpeningurinn að
mjólka blóði, ef ugla gerði honum bilt
við. Í Wales er meðal annars sagt, að
uglan væli á því andartaki sem fljóð
tapar meydómi sínum. Á Nýfundna-
landi boðar fuglinn óveður. Í Frakk-
landi er sú trú við lýði, að heyri ófrísk
kona í uglu, gangi hún með stúlku;
í Þýskalandi er sagt að gerist þetta á
fæðingarstundinni muni barnið eiga
erfitt líf fyrir höndum.
Á Sikiley óttast fólk enga uglu jafn
mikið og brandugluna. Ef hún væl-
ir er bráðnauðsynlegt að kasta fá-
einum saltkornum í eld til að vinna
gegn þeirri bölvun. Kiowa-Indíánar
í Norður-Ameríku og fleiri telja að
andalæknirinn breytist í uglu þeg-
ar hann deyr. Á Indlandi er sagt að
menn sjái í myrkri borði þeir ug-
luaugu.
Brandugla - Asio
flammeus
Forsíða bókarinnar.
Brandugla í nærmynd. Karlfuglar eru
ívið stærri en kvenfuglar en litarmunur
kynja er enginn. Mjög gamlar bran-
duglur eru oft fölari, jafnvel hvítleitar.
Ljósmynd: Mikael Sigurðsson.