Skessuhorn


Skessuhorn - 09.12.2020, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 09.12.2020, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 2020 23 Hjá bókaútgáfunni Sæmundi á Sel- fossi er komin út bókin Kindasög- ur, 2. bindi, eftir Aðalstein Eyþórs- son og Guðjón Ragnar Jónasson. Fyrra bindi Kindasagna kom út á síðasta ári og hlaut afbragðsgóðar viðtökur landsmanna. Höfundarnir ákváðu því að bæta við öðru bindi með fleiri frásögnum af afrekum og uppátækjum íslenskra kinda. Í nýju bókinni er víða leitað fanga eins og í þeirri fyrri. Greint er frá af- reki forystusauðs í Þistilfirði, fjallað um afturgengnar kindur á Rauða- sandi, í Vopnafirði og víðar, rifjaðar upp útvarpsauglýsingar Sauðfjár- verndarinnar á Selfossi og sagt frá manninum sem stóð á bak við þær. Þá er stiklað á sögu sauðfjárhalds innan borgarmarka Reykjavíkur og sagt frá stormasömum samskiptum reykvískra fjáreigenda við garðeig- endur og borgaryfirvöld. Rætt er um áhrif eldgosa á sauðfé, meðal annars greint frá afleiðingum ösku- falls frá Eyjafjallajökli í Fljótshlíð- inni, og rifjaðar upp sögur af stro- kukindum sem létu hvorki stórfljót né aðrar torfærur stöðva sin á leið sinni í forna heimahaga. Sagt er frá fjárskiptum og fjárböðun í Flóan- um á síðustu öld og loks eru rifjuð upp kvæði íslenskra skálda þar sem kindur eru í aðalhlutverki. Með sögunum fljóta svo ýmsir fróðleiks- molar um líf og kjör fólks og fénað- ar í landinu að fornu og nýju. Bílda Í kaflanum „Bílda á Brúnastöð- um“ er m.a. sagt frá fjárskiptunum um miðja síðustu öld og þar rifjar Guðni Ágústsson frá Brúnastöðum í Flóa upp bernskuminningar um foystuána Bíldu og fleiri þingeyskar kindur sem komu að Brúnastöðum, fjárböðun og fleira. Hér á eftir fer stuttur bútur úr kaflanum: Á tímum niðurskurðarins, vegna mæðiveiki um 1950, bjuggu á Brúnastöðum í Hraungerðishreppi í Flóa hjónin Ágúst Þorvaldsson, sem síðar sat lengi á Alþingi, og Ingveldur Ástgeirsdóttir með stór- an barnaskara, en ættbogi þeirra situr jörðina enn í dag. Systkin- in sem kennd eru við bæinn urðu sextán. Mæðiveikin barst aldrei að Brúnastöðum enda gekk fé þaðan ekki með kindum af öðrum bæj- um. Hætt var að reka á afrétt Flóa- manna árið 1938 og jörðin var var- in fyrir samgangi fjár á þrjá vegu. Hvítá, sem rennur niður með Hest- fjalli og aðskilur Flóa frá Grímsnesi, myndaði örugga vörn að norðan- og austanverðu en á suðurmörkum jarðarinnar var aðalskurður Flóaá- veitunnar á Brúnastaðaflötum til varnar. Þrátt fyrir að Brúnastaðaféð væri ósjúkt og einangrað með þessum hætti varð niðurskurður ekki umflú- inn. Árið 1950 var öllu fénu fargað en nýr fjárstofn kom haustið 1952 norðan úr Þingeyjarsýslum. Lömb- in að norðan voru flutt á vörubílum að Laugardælum þar sem þeim var skipt á milli bænda. Lambahópur- inn sem kom að Brúnastöðum var um 40 gimbrar og heimilisfólkinu þótti vænt um að heyra á nýjan leik jarmað í gömlu torfhlöðnu fjárhús- unum sem stóðu spölkorn frá bæn- um. Allar gimbrarnar fengu nöfn og nákvæmlega var skráð frá hvaða bónda og bæ fyrir norðan þær voru. Eitt Brúnastaðasystkina, Guðni Ágústsson, fyrrum þingmaður og ráðherra, var þriggja ára gamall þegar nýja féð kom og hann man vel eftir norðlensku kindunum: Ég man enn nöfn og útlit flestra kindanna sem komu að norðan. Tvær þeirra skáru sig nokkuð úr. Önnur þeirra var hún Bumba, lítil svört gimbur frá Hraunkoti í Aðal- dal. Bumba var mannelsk og mikil afurðaær, varð þrettán vetra göm- ul. Hún kom oft heim til bæjar og bankaði á dyr með framlöppinni og bað um brauð úr litlum lófa. Bumba hefur trúlega verið heima- alningur í Hraunkoti ef marka má hegðun hennar. Hún var alltaf tví- lembd en fyrst eftir burð var hún jafnan stygg og hélt sig frá okkur systkinunum. Hin kindin var Bílda frá Krauna- stöðum í Aðaldal. Hún var svart- bíldótt og af allt öðru sauðahúsi en hinar ærnar, grönn og háfætt, bar sig vel og horfði á okkur systkinin skarpleg á svip og augnatillitið var sívökult. Hún var kjörkuð kind en samt róleg og yfirveguð. Það fór ekkert á milli mála að hún var af forystukyni. Í minningunni bjó hún yfir alveg ótrúlegum hæfileikum. Hún fór fyrir hópnum og það var áhrifamikil sjón þegar hún leiddi ærnar af húsi og á beit eftir hádegi, allar í einni lest, og kom með þær til baka þegar tók að skyggja. Stund- um voru ærnar hýstar á nóttunni og ef veðurútlitið var tvísýnt hélt Bílda sig innst í krónni en annars úti við dyr. Þegar fénu var hleypt út stökk hún oft upp á mæni fjár- húsanna, hnusaði greindarlega út í veðrið, rétt eins og hún væri alsjá- andi völva. Það fór ekki á milli mála að Bílda var athugul og næm. --- Í kaflanum „Kvæðakindur“ er stiklað í gegnum íslenska kveð- skaparsögu og dregin fram nokk- ur kvæði sem fjalla sérstaklega um kindur. Hér á eftir fer upphaf kafl- ans þar sem höfundar svipast um eftir kindum í fornum kveðskap: Þegar svipast er um í söguheimi norrænnar goðafræði blasir við fjölbreytt dýralíf, bæði villtra dýra og húsdýra. Ef við lítum sérstak- lega á húsdýrin er af nógu að taka. Fyrst er að nefna kúna Auðhumlu sem gegnir stóru hlutverki í sköp- un heimsins en fleiri nautgripir eru nefndir, til að mynda uxar Gefjunar sem drógu landareign hennar í Sví- þjóð á haf út. Af hestum er fræg- astur hinn áttfætti Sleipnir, hestur Óðins, en getið er margra annarra hesta, til að mynda draga Alsvið- ur og Árvakur sólina um himin- hvolfið og Skinfaxi og Hrímfaxi eru reiðhestar Dags og Nætur. Geitin Heiðrún og gölturinn Sæhrímnir eru ómissandi fyrir veisluhöld ein- herja í Valhöll því úr spenum geit- arinnar streymir mjöður í mjólkur stað og gölturinn er skorinn dag- lega og étinn en er alltaf jafnspræk- ur daginn eftir. Þá er ógetið drátt- ardýra þeirra goða sem ekki ferðast ríðandi heldur kjósa að aka í vagni, geithafra Þórs, katta Freyju og galtarins Gullinbursta sem Freyr spennir fyrir kerru sína. Þegar kemur að ragnarökum spretta svo upp bæði hundur (Garmur) og hani (Gullinkambi). Það má því segja að öll hefðbundin húsdýr Íslendinga eigi sér fulltrúa í norrænni goða- fræði. Nema eitt. Í öllum þessum fjöl- breytta bústofni er ekki að finna eina einustu kind. Í Eddukvæðum er ekki nokkra sauðskepnu að sjá og ef litið er fram hjá nafnaþulum Snorra-Eddu er bara einu sinni minnst á kindur í þeirri bók; það er í lýsingu á Heimdalli þar sem hann er sagður hafa svo næma heyrn að hann heyri „er gras vex á jörðu eða ull á sauðum“. Þetta sætir nokk- urri furðu en þá er þess að geta að suma fornfræðinga hefur löngum grunað að Heimdallur hafi sérstök tengsl við sauðfé, einkanlega hrúta. Ástæðan er sú að eitt af nöfnum Heimdallar, en hann á sér mörg nöfn eins og fleiri goð, er Hall- inskíði. Í nafnaþulunum sem fyrr voru nefndar eru svo talin nokkur hrútanöfn og meðal þeirra eru bæði Hallinskíði og Heimdali – en allt er þetta nokkuð bláþráðótt. Hér er þó engu að síður hægt að prjóna við og taka eitt og annað bókstaf- lega til að reyna að styrkja stöðu sauðkindarinnar. Ef við ákveðum að gera Heimdall að eins konar hrútgoði eða ofurhrút fá upphafs- línur Völuspár, Hljóðs bið eg all- ar helgar kindir / meiri og minni mögu Heimdallar, allt í einu annan svip. Þær fara þá að minna á sögu sem sögð var af bræðrum í sveit nokkurri norðanlands sem voru svo miklir raddmenn að þegar þeir komu í réttirnar og fóru að kallast á þá steinþagnaði féð. En nú erum við líklega farnir að teygja okkur nokkuð langt. --- Síðar í sama kafla koma borgfirsk skáld við sögu: Þá skal kynnt til sögu þriðja kindaskáldið af sömu aldamóta- kynslóð. Guðmundur Böðvarsson (1904–1974) var bóndi eins nafni hans í Önundarfirði [Guðmundur Ingi Kristjánsson] og átti það líka sammerkt með honum að bær- inn hans hét Kirkjuból en sá bær er í Hvítársíðu í Borgarfirði. Guð- mundur lét til sín taka í félagsmál- um eins og Jóhannes [úr Kötlum] og Guðmundur Ingi, einkum beitti hann sér gegn veru ameríska hers- ins í landinu, bæði með greinaskrif- um og skáldskap. Í ljóðinu sem hér fer á eftir horfist hann í augu við þversögnina í lífi bóndans sem þyk- ir undur vænt um skepnurnar sínar – en leiðir þær þó til slátrunar: LÍF LAMBA Það er lítið lamb að deyja, liggur, kveinkar sér og stynur, – snemma á sumri, í sæluviku – dregur andann ótt og þjáist, liggur kyrrt með lokuð augu, lítið skinn með svartar klaufir, fagurgljáar, fagursmáar. Það er lítið lamb að deyja, lamb með hrokkinn feld og gulan, lamb með mjóa og langa fætur, lamb með undur mjúka snoppu, – aldrei skein hún á það sólin öðru vísi en sljótt og sjúkt. Hvílíkt ólán árla sumars. Það er öllum ljóst að lítið íþrótta- starf væri ef ekki væri fyrir fram- lag sjálfboðaliðans. Sjálboðaliða- starfið er eitt mikilvægustu störf- um sem unnin eru hjá íþróttahreyf- ingunni. Ekki hefur tekist að halda nógu vel utan um umfang þessara starfa til þess að mæla alla þá tíma sem sjálfboðaliðinn eyðir í starf í þágu íþrótta á ári hverju. Þeir tímar skipta tugum þúsunda ef ekki hundruðum þúsunda ef allt landið væri talið. Seint verður fullþakkað fyr- ir þetta mikilvæga starf sem svo margir eru tilbúnir að leggja fram. Fyrir stuttu var skrifað í Fréttablað- ið um þriðju vaktina sem tekin er í öllu starfi er snertir rekstur heim- ilis. Í mínum huga er sjálfboðalið- inn þriðja vaktin í starfi íþrótta- hreyfingarinnar. Í sama skilningi og skrifað var þar um, er ein mikil- vægasta vaktin til þess að allir hinir geti sinnt sínu starfi sem best. Eins og iðkendur og launaðir starfsmenn hreyfingarinnar. Við hjá Íþróttabandalagi Akra- ness viljum á degi Sjálfboðaliðans, sem var 5. desember, nýta tækifærið til þess að þakka öllum þeim sem lagt hafa hönd á vogarskál banda- lagsins og aðildarfélaga þess. Án ykkar væri lítið sem ekkert starf. Við erum endalaust þakklát fyrir þann velvilja sem allir sýna þegar óskað er eftir aðstoð. Bestu þakkir og til hamingju með 5. desember, dag Sjálfboðaliðans. Áfram ÍA! Framkvæmdastjórn ÍA. Pennagrein Sjálfboðaliðinn Kindasögur 2 Átti lamb að deyja í haust, ennþá fegra og yndislegra, – Alveg barmafullt af lífi. Því má svo bæta við að sonur Guðmundar, skáldið Böðvar Guð- mundsson (f. 1939), orti fyrir margt löngu skelmislegar vísur undir titl- inum Síðasta lambið þar sem hann lýsir því glaðhlakkalega hvern- ig lambið sem heimt er af fjalli er skotið, flegið, verkað og étið. Loka- erindið hljóðar svo: Gripinn fögnuði flæ ég búkinn flestar lappirnar sker ég af. Hristi úr görnunum heitan kúkinn hluta lambið sem Drottinn gaf. Pott á hlóðir hreykinn set ég, hlakka yfir felldri bráð. Ljúf mun stundin er lambið ét ég. Lifi sauðféð í Drottins náð. Forsíða bókarinnar Kindasögur 2. Guðni rifjar upp sögur af tveimur þing- eyskum kindum sem Brúnastaðafólk fékk eftir fjárskiptin 1952.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.