Skessuhorn - 09.12.2020, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 202010
Stefnt er að því að framlög ein-
staklinga og atvinnurekenda til al-
mannaheillastarfsemi aukist veru-
lega með nýju frumvarpi Bjarna
Benediktssonar fjármála- og efna-
hagsráðherra. Ráðherra mælti fyrir
málinu í síðustu viku, en tillögurn-
ar snúa bæði að auknum hvötum til
að styðja við aðila í almannaheilla-
starfsemi og léttari skattbyrði aðil-
anna sjálfra.
Í frumvarpinu er kveðið á um
breytingar á ýmsum lögum um
skatta og gjöld í þessu skyni. Þann-
ig er lagt til að einstaklingum verði
heimilt að draga framlög til al-
mannaheillastarfsemi fyrir allt að
350 þúsund krónur á ári frá skatt-
skyldum tekjum sínum utan at-
vinnurekstrar. Samkvæmt frum-
varpinu ber þeim sem styrkja al-
mannaheillastarfsemi með þessum
hætti að fá móttökukvittun frá mót-
takanda styrksins, en móttakandi
sendir Skattinum í kjölfarið nauð-
synlegar upplýsingar um gjafir eða
framlög frá einstaklingum á hverju
almanaksári. Umræddar upplýs-
ingar eru í framhaldinu forskráðar
á skattframtal einstaklings vegna
næstliðins tekjuárs. Enn fremur
er lagt til að atvinnurekendur geti
dregið framlög sem nema allt að
1,5% af árstekjum frá skattskyld-
um tekjum sínum, en hlutfallið er
nú 0,75%.
Hækkun á heimiluðu hlutfalli af
tekjum við frádrátt einstakra gjafa
og framlaga til almannaheilla úr
0,5% í 0,75% öðlaðist gildi 1. janú-
ar 2016 og kom til framkvæmda við
álagningu opinberra gjalda á árinu
2016 vegna tekna ársins 2015. Við
breytinguna hækkuðu framlög um
ríflega þriðjung milli rekstrarár-
anna 2014 og 2015. Stefnt er að
því að tvöföldun hlutfallsins í frum-
varpi ráðherra muni því leiða til
verulegrar aukningar á framlögum.
Við þetta bætist að nýleg frá-
dráttarheimild atvinnurekenda
vegna framlaga til kolefnisjöfnun-
ar tvöfaldast, úr 0,75% í 1,5%. Alls
geta atvinnurekendur því fengið
frádrátt sem nemur 3% á ári vegna
framlaga sinna.
Fjölþættar undanþágur
frá skattgreiðslum
Samhliða auknum hvötum til að
styðja við almannaheillastarfsemi
eru lagðar til ýmsar undanþágur
frá greiðslu skatta fyrir slíka að-
ila. Þannig er lagt til að þeir verði
undanþegnir greiðslu tekjuskatts
og staðgreiðslu skatts af fjármagns-
tekjum, auk undanþágu frá greiðslu
virðisaukaskatts með nánar til-
greindum skilyrðum.
Enn fremur er lagt til að aðilar
sem starfa til almannaheilla verði
undanþegnir greiðslu stimpilgjalda
og geti auk þess sótt endurgreiðslu
allt að 60% greidds virðisaukaskatts
af vinnu manna á byggingarstað við
byggingu, viðhald eða endurbætur á
mannvirkjum sem alfarið eru í eigu
þeirra. Þá er lögð til undanþága frá
greiðslu erfðafjárskatts af gjöfum til
aðila í almannaheillastarfsemi.
Breytingar í samræmi
við nágrannalöndin
Samhliða framangreindum breyt-
ingum er lagt til að hugtakið al-
mannaheill verði tekið upp í 4.
grein laga um tekjuskatt í stað orðs-
ins almenningsheill. Enn fremur er
nánar tilgreint í ákvæðinu hvaða
aðilar falla undir skilgreininguna,
en til þeirra teljast meðal annars
ýmis mannúðar- og líknarstarf-
semi, æskulýðs- og íþróttastarf-
semi, björgunarsveitir og neytenda-
og forvarnarstarfsemi. Verði frum-
varpið að lögum eru breytingarn-
ar taldar munu hafa neikvæð áhrif
á skatttekjur ríkissjóðs sem nemur
um tveimur milljörðum króna á ári,
en áhrifin eru ótímabundin. mm
Skógræktarfélag Borgarfjarðar býð-
ur að venju upp á jólatré gegn vægu
gjaldi. Að þessu sinni standa félagar
vaktina í Reykholti laugardaginn 12.
desember milli kl. 11 og 15, en fólki
gefst þá tækifæri til að fara í skóginn
og velja sér hentugt tré. Þessi venja
nýtur hvarvetna vaxandi vinsælda,
því með því að velja tré á heimaslóð-
um er fólk að spara kolefnisspor og
bæta umhverfið á ýmsan hátt. Hagn-
aði af jólatrjáasölu er varið til til
skógræktarstarfa í héraðinu. Í Hösk-
uldargerði verður varðeldur þar sem
hægt verður að hlýja sér og við reyn-
um að bjóða upp á kaffi og kakó.
Fólki er auðvelt að viðhalda 2 m
fjarlægðarreglu í skóginum- og á
pökkunarstöð verða sóttvarnaregl-
ur sömuleiðis í heiðri hafðar. Þeir
sem vilja fella tré sín sjálfir, eru vin-
samlegast beðnir um að koma sjálfir
með sög, en ella verður þeim útveg-
uð amboð á staðnum. Meginmál er
að sóttvarna verði gætt. Verð á jóla-
trjánum er kr. 7.000 kr og getur fólk
greitt fyrir tré í heimabanka.
Björgunarsveitin Heiðar í Staf-
holtstungum hefur að venju samstarf
við Skógræktarfélagið og býður fólki
að sækja jólatré laugardaginn 12. og
sunnudaginn 13. desember milli kl.
11 og 16 og laugardaginn 19. des-
ember milli kl. 12 og 15 að Graf-
arkoti í Norðurárdal. Posi verður á
staðnum.
Skorað er á fjölskyldufólk og alla
aðra að gæta ýtrustu persónulegru
sóttvarna og varúðar þannig að gest-
ir fái notið í öryggi þessa héraðsvæna
þáttar í jólaundirbúningi Borgfirð-
inga.
Fréttatilkynning frá Skógræktarfé-
lagi Borgarfjarðar
Á fundi bæjarstjórnar Akranes-
kaupstaðar síðastliðinn þriðju-
dag voru teknar til fyrri umræðu
stjórnkerfisbreytingar sem meiri-
hluti Samfylkingar og Framsókn-
ar með frjálsum í bæjarstjórn hef-
ur ákveðið og taka eiga gildi um
næstu áramót. Ítarlega var sagt
frá þeim tillögum í síðasta Skessu-
horni. Síðari umræða um breyt-
ingarnar er síðan fyrirhuguð 15.
desember næstkomandi. Á bæjar-
stjórnarfundinum kom fram tals-
vert hörð gagrýni minnihlutans,
bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks-
ins, við tillögum meirihlutans.
Telja þeir óljóst hverju breyting-
arnar munu áorka í fjárhagsleg-
um sparnaði og uppfylli þannig
ekki markmið meirihlutans; „að ná
fram aukinni skilvirkni í starfsemi
stjórnsýslu sveitarfélagsins með
breytingum á stjórnun, verkferlum
og samstarfi,“ eins og sagði í bók-
un meirihlutans á fundi bæjarráðs
vikuna áður. Hörðust gagnrýni
bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
sneri hins vegar að því að búið væri
að kynna væntanlegar stjórnkerfis-
breytingar fyrir starfmönnum bæj-
arins, áður en þær hafi verið sam-
þykktar með formlegum hætti í
bæjarstjórn. Einar Brandsson bæj-
arfulltri (D) sagði í umræðunum
að fram til þessa teldi hann sam-
starf minni- og meirihluta í bæj-
arstjórn hafi verið til fyrirmyndar.
Þessi afgreiðsla stjórnkerfisbreyt-
inga væri hins vegar fordæmalaus,
án samráðs við minnihluta bæjar-
stjórnar og líkaði honum illa það
verklag.
Leggja til aðrar leiðir
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
lögðu á fundinum fram tillögu að
stjórnkerfisbreytingum með tölu-
vert öðrum áherslum en breyt-
ingarnar sem meirihlutinn stefn-
ir að. Óskuðu þeir eftir því að til-
laga þeirra fengi efnislega umfjöll-
un samhliða tillögum meirihlutans
þar til síðari afgreiðslufundur um
tillögurnar fer fram. Var það sam-
þykkt á fundinum. Tillaga Sjálf-
stæðisflokksins snýst efnislega m.a.
um að gerð verði sjálfstæð úttekt
á rekstri og fjárhag Akraneskaup-
staðar með það að markmiði að
koma í ljósi þeirrar úttektar með
tillögur að hagræðingu í stjórn-
sýslu, rekstri og fjármálum sveitar-
félagsins.
Skjóta fyrst og
spyrja svo
Af umræðum í bæjarstjórn mátti
heyra að djúpur áherslumunur er
milli fulltrúa meiri- og minnihlut-
ans í bæjarstjórn um fyrirhugaðar
stjórnkerfisbreytingar. Í tvígang
þurfti að gera hlé á fundi til að bæj-
arfulltrúar meirihluta gætu komið
sér saman um viðbrögð við gagn-
rýni og tillögum minnihlutans.
Mest gagnrýni Sjálfstæðismanna
sneri að því að þeim hafi ekki ver-
ið hleypt að borðinu áður en búið
var að kynna málið fyrir starfsfólki
bæjarins um ýmsar breytingar
sem snerta hagsmuni þess. Einar
Brandsson rifjaði það upp að síðast
þegar gerðar hafi verið breyting-
ar á stjórnkerfi Akraneskaupstaðar,
árið 2012, hafi minni- og meiri-
hluti komist að niðurstöðu á lok-
uðum fundum áður en málið hafi
verið kynnt, ekki síst hlutaðeig-
andi starfsfólki. „Nú er hins veg-
ar búið að kynna breytingar sem
ekki er búið að samþykkja í bæjar-
stjórn. Hér fara því fram umræð-
ur um nýjar stöður og breyting-
ar á ýmsum störfum,“ sagði Ein-
ar og kvaðst undrast að búið væri
að ráða í ný störf án auglýsingar.
„Við eigum að tala saman, minni-
og meirihluti, og tala okkur niður
á breytingar af þessu tagi áður en
þær koma til kynningar og fram-
kvæmda. Meirihlutinn á að sjálf-
sögðu að ræða við minnihlutann
áður en ráðist er í uppsagnir starfs-
fólks. Til þess erum við hér.“
Fundur bæjarstjórnar var í gegn-
um fjarfundabúnað og er hægt að
horfa á útsendingu í gegnum link á
vef bæjarins. Stjórnkerfisbreyting-
arnar verða síðan, eins og fyrr seg-
ir, ræddar í annarri umferð á fundi
bæjarstjórnar næstkomandi þriðju-
dag þar sem stendur til að afgreiða
þær.
mm
Hvatar auknir til að styðja við
almannaheillastarfsemi
Friðrik Aspelund skenkir hér Magnús B Jónssyni rjúkandi ketilkaffi í Höskuldar-
gerði.
Héraðsvæn tré um jólin
Hörð gagnrýni vegna stjórnkerfisbreytinga
Tillaga meirihluta Samfylkingar og Framsóknar með frjálsum sem lögð hefur
verið fram í bæjarstjórn og kynnt starfsfólki.
Tillaga Sjálfstæðisflokksins um endurskoðun á skipuriti Akraneskaupstaðar.