Skessuhorn - 09.12.2020, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 2020 17
Bókaútgáfan Hólar • holabok.is • holar@holabok.is
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
02
0
SIDDI GULL
Einnig eru í bókinni fjölmargar
sprenghlægilegar sögur!
Í þessari bók lest þú um
magnaðan draugagang,
mikinn harm, skelfilegt
slys, einstaka sigra, skrýtna
karaktera og stórfelldan
gullþjófnað.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
0
Lagerstarfsmaður - Akranes
Um er að ræða 100% framtíðarstarf og skilgreindur vinnutími er frá kl. 7.30-16.50.
Meginhlutverk starfsmanns eru almenn lagerstörf og tilfærsla/hleðsla húseininga. Starfsmaður á
lager sinnir afgreiðslu, tekur á móti vörum og sér til þess að að frágangur sé réttur og í samræmi við
öryggiskröfur. Lagerstarfsmaður er ráðinn inn í afleysingar á steypubíl þegar að þörf er á og hefur
einnig umsjón með tækjum.
Umsóknir óskast rafrænt í gegnum Alfreð og umsóknafrestur er til og með 21. september.
Helstu verkefni og ábyrgð
Afhending/afgreiðsla á vörum af lager•
Hleðsla veggjaeininga á fleti og tilfærsla eininga úr húsi•
Afleysingar, þrif og umsjón tækja•
Tiltekt, frágangur og önnur verkefni tengd starfinu•
Menntunar- og hæfniskröfur
Meirapróf•
Vinnuvélaréttindi•
Sjálfstæð, nákvæm og örugg vinnubrögð•
Færni í íslensku og/eða ensku•
Mannauðsstefna fyrirtækisins lýsir vilja fyrirtækisins til að vera eftirsóttur vinnustaður sem byggir á
sterkri sögu með liðsheild sem býr yfir viðamikilli reynslu og þekkingu. Stefnunni er ætlað að tryggja
starfsmönnum sem best starfsskilyrði og möguleika til að vaxa og dafna í starfi. Mikil áhersla er á
fagleg vinnubrögð þar sem ferlar, árangur og stöðugar úrbætur eru hafðar að leiðarljósi. Við tilheyrum
liðsheild þar sem metnaðarfullt starf er unnið af jákvæðu og ábyrgu fólki í anda jafnræðis.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Steingrímur Jónsson, rekstrarstjóri, steingrimurjo@bmvalla.is
Umsóknafrestur er til og með 17. desember en allar umsóknir óskast á https://alfred.is
Í síðasta mánuði var skrifaði und-
ir samning við Ildi ehf. um breyt-
ingar á Sögumiðstöðinni í Grund-
arfirði. Það verður Ingi Hans Jóns-
son sem mun hafa yfirumsjón með
þessum breytingum en hann er öll-
um hnútum kunnugur í Sögumið-
stöðinni enda var hann með alla
putta í framkvæmdum þegar henni
var komið á koppinn fyrir nokkrum
árum.
„Hugmyndin er núna að skipta
byggingunni í þrjú svæði,“ seg-
ir Ingi Hans í stuttu spjalli við
Skessuhorn. „Einn hlutinn saman-
stendur af bókasafni og Bærings-
stofu, en svo á að vera nokkurskon-
ar samfélagsmiðstöð þar sem hægt
verður að halda fundi og allskonar
samkomur. Svo í þriðja hlutanum
verður sögusýning og safn.“
Fram kemur á vef Grundarfjarð-
arbæjar að markmið uppbygging-
arverkefnisins sé að Sögumiðstöð-
in verði líflegt menningar- og sam-
félagssetur. „Menningarnefnd bæj-
arins kom að máli við mig fyrir um
það bil tveimur árum um framtíð
Sögumiðstöðvarinnar og þá fóru
hjólin að snúast,“ segir Ingi Hans og
bætir við að töluvert breytt mynst-
ur sé á rekstri félagsheimila í dag en
fyrir fimmtíu árum þegar hann var
ungur maður. „Í gamla daga voru
bara tvö félög; ungmennafélagið og
kvenfélagið og þá mættu allir íbú-
ar á alla viðburði, böll allar helgar í
félagsheimilinu og mikið fjör. Í dag
er þetta öðruvísi þar sem félög eru
fleiri og fámennari hópar. Með því
að breyta Sögumiðstöðinni svona
geta öll þessi litlu félög og félaga-
samtök fengið afdrep í Sögumið-
stöðinni. Ég sé fyrir mér að þetta
verði rekið svipað og íþróttahús þar
sem félögum er úthlutað funda-
tíma líkt og íþróttaæfingum,“ bætir
Ingi við. „Svo höfum við séð mikl-
ar breytingar á vinnuhögum fólks
í Covid ástandinu þar sem mik-
ið meira er unnið heima og fólk
hættir að hittast í vinnunni. Þá er
meiri hætta á félagslegri einangrun
hjá fólki og því er nauðsynlegt að
hafa einhvers konar afdrep þar sem
hægt er að hittast og fá sér kaffi-
bolla saman. Þá er nauðsynlegt að
hlúa að fólkinu í byggðarlaginu til
að gera betra samfélag,“ bætir hann
við.
Ingi Hans verður verkefnastjóri
yfir þessu verkefni en áætlað er að
framkvæmdir við breytingar á hús-
inu hefjist fljótlega eftir áramót.
„Við munum fara af stað á nýju ári
en rask á núverandi starfsemi mun
verða í algjöru lágmarki og við
stefnum á að hafa opið allan tímann
sem framkvæmdir standa yfir,“ seg-
ir Ingi Hans Jónsson að endingu.
tfk
Í Reykhólaskóla var hald-
in piparkökuhúsasam-
keppni þar sem nemendur
hönnuðu, bökuðu, límdu
og skreyttu húsin. „Mjög
gaman var að fylgjast með
krökkunum, en veitt voru
verðlaun fyrir flottasta
húsið en hin húsin fengu
sömuleiðis viðurkenn-
ingu,“ sagði Ásta Sjöfn
Kristjánsdóttir kennari sem
sendi meðfylgjandi mynd.
Á laugardaginn var svo
niðurstaðan kynnt í keppn-
inni. Fyrstu verðlaun hlaut
Múmínálfahús, en hópinn
sem byggðu það skipuðu
þau Aníta Hanna Krist-
jánsdóttir, Kristján Steinn
Guðmundsson og Sigurvin
Helgi Eyvindsson.
mm
Breytingar á Sögumiðstöðinni
í Grundarfirði
Sögumiðstöðin í Grundarfirði.
Ingi Hans Jónsson tekur nú upp boltann og stýrir endurbótum á Sögumiðstöðinni.
Piparkökuhúsakeppni
í Reykhólaskóla