Skessuhorn


Skessuhorn - 09.12.2020, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 09.12.2020, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 2020 15 Hljómlistarfélag Borgarfjarð- ar stendur fyrir árlegum jólatón- leikum félagsins fjórða árið í röð fimmtudaginn 17. desember klukk- an 20:30. „Í ár verða tónleikarnir þó með öðru sniði en venjulega vegna Covid 19 en við viljum gjarnan gefa til samfélagsins smá gleði fyrir jól- in, þar af leiðandi verður tónleik- unum streymt í samvinnu við Kvik- myndafjelag Borgarfjarðar, öllum að kostnaðarlausu. En ef að ein- hverjir vilja ólmir borga sig inn, þá tökum við svo sannarlega vel á móti frjálsum framlögum, enda er mikill kostnaður á bakvið svona tónleika og ekki hafa verið mörg „giggin“ undanfarið hjá tónlistarmönnum,“ segir Þóra Sif Svansdóttir, formað- ur Hljómlistarfélags Borgarfjarðar og verkefnastjóri jólatónleikanna. „Okkur fannst allir eiga skilið að fá smá hlýju og yl fyrir jólin frá okk- ur og við vitum að jólin verða erfið hjá mörgum. Því viljum við bjóða öllum á jólatónleikana,“ segir Þóra Sif. Þeir sem standa að tónleikun- um í ár eru Daði Georgsson, Hall- dór Hólm Kristjánsson, Gunnar Reynir Þorsteinsson, Eiríkur Jóns- son, Hafsteinn Óðinn Þórisson og Þóra Sif Svansdóttir. „Við fáum til okkar frábæra gesti úr Borgarfirði; þau Heiðrúnu Helgu Bjarnadóttur, Gunnhildi Völu Valsdóttur, Anítu Daðadóttur, Signýju Maríu Völ- undardóttur, Díönu Dóru Berg- mann, Ólaf Flosason, söngnem- endur Þóru Sifjar, trommunem- endur Sigurþórs Kristjánssonar og söngleikjadeild Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Einnig fengum við frábæra aðila með okkur í loka- lagið sem vert er að minna á þessa dagana; Slökkvilið Borgarbyggðar, Björgunarsveitina Brák og Heilsu- gæsluna í Borgarnesi.“ Þóra Sif segir að hópurinn hafi verið heppinn að Landnámssetr- ið í Borgarnesi bauð þeim fallega aðstöðu hjá sér og verður tónleik- unum streymt þaðan en einnig úr Borgarneskirkju. „Tónleikunum verður streymt á www.kvikborg. is fimmtudaginn 17. desember kl. 20:30, en streymið verður svo opið yfir jólin þannig að hægt verður að horfa á tónleikana aftur og aftur yfir hátíðirnar.“ Hlekkur á viðburðinn: https://www.facebook.com/ events/454065589330817 mm Pétrísk-íslensk orðabók kom ný- verið út í 35. skipti. Vinsældir þessa kvers hafa aukist jafnt og þétt, eins og sjá má á fjölda uppfærðra prent- ana af bókinni. Nú inniheldur bók- in enn fleiri orð en nokkru sinni áður, en 270 ný orð bætast í sarpinn. Allt frá 1988 hefur séra Pét- ur Þorsteinsson frá Hömrum, prestur Óháða s a f n a ð a r i n s , fundið skrýtin og skemmtileg orð til að setja í stað hinna hversdagslegu og litlausu. Um árabil hef- ur allur ágóði af sölu bókar- innar runn- ið til afdjöfl- u n a r s t a r f s K r i s t i l e g s félags heil- brigðisstétta og verður svo um ókomna framtíð, segir á bókarkápu. Forsíðu bók- arinnar prýðir mynd af þeim Pétri og 500 kallinum, Jóni Sigurðssyni aðstoðarmanni hans, en þar eru þeir staddir í blessunarathöfn í ánni Jórdan. mm Jólatónleikar Hljómlistarfélagsins verða 17. desember Pétrísk orðabók komi í nýrri útgáfu LÍFLAND OPNAR Á NÝJUM STAÐ Föstudaginn 11. desember opnar Lífland nýja og glæsilega verslun með stórauknu vöruúrvali á nýjum stað að Digranesgötu 6. Digranesgata 6 Frábær opnunartilboð Verið velkomið í nýja verslun Líflands í Borgarnesi! Afsláttur af öllum reiðtygjum, hestavörum, fatnaði, skóm, hjálmum, Blue Hors vörum og gæludýravörum. Afsláttur af öllum bæti- efnafötum, saltsteinum, mjólkurdufti, Krafti Mætti ásamt fóðri og bætiefnum frá Pavó. 20% 15% Tilboðin gilda á föstudag og laugardag.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.