Skessuhorn - 09.12.2020, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 202016
Komin er út bókin Hulda og töfra-
steinninn eftir Valgerði Bachmann.
Valgerður hefur gengið með þessa
bók í maganum síðan hún var 14
ára en þá sat hún í herberginu sínu
að Rauðsgili í Hálsasveit og leyfði
sér að dreyma um að einn daginn
myndi hún gefa út bók. Valgerð-
ur hefur áður gefið út Litlu stafa-
bókina en segir að bókin um Huldu
og töfrasteininn komi algjörlega frá
hjartanu. Til þess að láta draum-
inn rætast ákvað Valgerður að
fara í nám í grafískri hönnun. „Ég
hljóp samt ekki í þetta nám þar sem
skólagangan mín einkenndist af les-
blindu og stærðfræði var mér erfið.
En ég lét það ekki stoppa mig og
skellti mér í námið – og þar byrjaði
ég að teikna bókina mína, loksins,”
segir Valgerður.
Árið 2006, þegar Valgerður var 22
ára var hún harðákveðin í að keyra
allt á fullt með bókina. „Ég byrjaði
á að safna myndum af Grundar-
firði og af mér í æsku. Það vantaði
alltaf ákveðnar myndir svo ég hafði
samband við Bæringsstofu, því þar
er mikið af fjölskyldumyndum á
safni. Bæring Ceclisson var bróð-
ir afa Batta og bjó hjá honum og
Rósu ömmu í Grundarfirði. Bær-
ing átti mikið af myndum af samfé-
laginu sem og fjölskyldu minni, og
því áttu starfsmenn í fullu fangi við
að flokka myndir frá honum. Sím-
tölin voru mjög mörg og fékk ég
alltaf sama svarið, að enn væri verið
að vinna í að flokka og ekki búið að
finna mikið af fjölskyldumyndum.
Draumurinn varð alltaf meira og
meira í móðu, svo ég lagði bókina
aftur á hilluna og hugsaði með mér:
„Það kemur sá tími að þér tekst
þetta“. Árið 2010 tók ég bókina aft-
ur af hillunni og hafði samband við
Bæringsstofu, en fékk sömu svör og
áður. Reyndar var eitthvað komið
af fjölskyldumyndum, en það var
ekki hægt að komast í þær eins og
staðan var og því fór bókin enn og
aftur á hilluna. Á þessum tíma var
bókin nefnilega aðeins 16 blaðsíð-
ur og ekki nógu margar myndir til
að vinna með, sem setti stórt strik
í reikninginn varðandi það að gefa
hana út,“ segir Valgerður.
Árið 2017 byrjar hún síðan aft-
ur að skoða bókina, þar sem áhugi
sonar hennar á sögunni var mik-
ill. „Jökull Ísfjörð spurði mig oft;
„hvenær verður þessi bók eigin-
lega tilbúin,“ og trúið mér; það er
nákvæmlega það sem sönglaði í
hausnum á mér. En mitt svar var
alltaf; „hún kemur út þegar það er
rétti tíminn.“
Myndir úr æsku
Þegar Valgerður kvaddi árið 2019
segist hún hafa sent þá ósk út að
hún myndi ná að gefa bókina út
árið 2020. „Ég á nefnilega afmæli
02.02. og ef þú snýrð því við færðu
2020, og því var það mitt ár að
gefa út þessa bók. Í febrúar 2020
byrja ég að leita að gömlu tölv-
unni í geymslunni, þar sem bókin
beið. Þegar tölvan fannst var sett
á 100 km hraða í textavinnu. Því
jú, handrit eru aldrei skrifuð einu
sinni. Covid kom sér vel þar sem
ekki var mikið hægt að gera annað
en að sinna strákunum mínum og
skrifa bókina. Ég tók svo upp sím-
ann í sumar og bjallaði í Bærings-
stofu og sagði sömu setninguna og
áður, og viti menn og konur, það
kom já, ég get ekki lýst fyrir ykkur
hvernig mér leið. Að ganga inn í
Bæringsstofu í fyrsta skipti var æð-
islegt. Að fletta myndum af mér í
æsku og sjá allar þessa minningar,
og fylla þessa þrá sem ég var búin
að bíða svo lengi eftir er ólýsanlegt.
Ég tala nú ekki um að sjá mynd-
ir sem ég vissi ekki af. Tilfinning-
in var bæði gleði og sorg. Ég fór
í gegnum helling af myndum og
fann það sem ég var að leita að og
vantaði upp á til að láta drauminn
rætast. Í ágúst var svo allt komið
á fullt. Heimilið mitt var undir-
lagt öllu sem tengdist bókinni og
í samtölum við ættingja og vini
var bókin fasta umræðuefnið. Það
var langhlaup að koma henni út
á þessu ári, því það var svo margt
sem átti eftir að gera. En þetta
langhlaup kláraði ég svo alls ekki
ein - ég á ekki orð til að lýsa þakk-
læti mínu fyrir hjálpina og pepp-
ið sem ég fékk frá fólkinu í kring-
um mig.“
Eiga ímyndaða vini
Valgerður er ættuð frá Grundar-
firði en amma og afi hennar bjuggu
á Grundargötu 17. Valgerður er
bæði spákona og miðill og að henn-
ar sögn sér hún ýmislegt sem ekki
endilega allir sjá. Hún bendir á að
algengt er að börn sjái ýmsa hluti,
börn geta átt erfitt með að sofna
og þau geta átt það sem sumir kalla
„ímyndaða vini,“ en að það sé því
miður oft þannig að slíkt er tabú og
ekki talað neitt um. Þá sé ekki sama
hvernig talað er við börn um þessa
hluti. Að segja barni að amma þess
sé uppi í skýjunum getur valdið
misskilningi því hvar er amma þeg-
ar er heiðskírt? Að sögn Valgerð-
ar á þessi bók eftir að hjálpa bæði
krökkum og fullorðnum.
Bókin segir frá Huldu sem er
sjö ára og hefur
alltaf átt erfitt með
að sofna. Dag einn fer Hulda með
mömmu sinni að heimsækja afa og
ömmu sem búa í Grundarfirði. Þar
eiga sér stað atburðir sem verða til
þess að fjölskyldan áttar sig á dul-
rænum hæfileikum Huldu. Að sögn
Valgerðar er bókin fyrsta bókin
í seríu um Huldu og hvernig hún
tekst á við sérgáfu sína með auknum
þroska. „Ég byrjaði að skrifa söguna
um Huldu þegar ég var 14 ára og
leyfði mér þá að dreyma um að gefa
hana út. Ég hefði verið til í að lesa
svona bók á mínum yngri árum og
er ég nokkuð viss um að hún hefði
veitt mér betri sýn á alheiminn.“
Bókin er 68 blaðsíður og er til
sölu í Ljómalind í Borgarnesi.
Hulda og töfrasteinninn er jafn-
framt fáanleg á vefsíðu Valgerðar:
www.alheimsorka.is. Á vefsíðunni
er einnig að finna skartgripi og spil
sem Valgerður hannar og framleið-
ir og þar má jafnframt finna fyrri
bók Valgerðar, Litlu Stafabókina.
„Mig langar að senda risastórt
takk, knús og kærleik til þeirra sem
hafa aðstoðað mig við að gefa bók-
ina út. Ég hefði aldrei getað þetta
nema fyrir þann stuðning sem ég
fékk. Takk fyrir að hjálpa mér að
láta drauminn minn rætast,“ segir
Valgerður að lokum.
frg/ Ljósm. VB
Þessa dagana eru nemendur í
Grunnskóla Snæfellsbæjar á fullu
að undirbúa Jólaútvarp GSNB sem
er orðinn fastur liður í starfi skól-
ans á aðventu. Eitt af því sem nem-
endur gera er að selja auglýsingar
til fyrirtækja. Búa þau sjálf til aug-
lýsingarnar sem eru metnaðarfull-
ar og skemmtilegar; bæði lesnar og
sungnar. Það er nemendaráð skól-
ans sem sér um þetta með dyggum
stuðningi Hullu, eins af kennurum
skólans. Eru auglýsingarnar sumar
svo flottar að heyrst hefur að fyr-
irtæki vilji jafnvel nota þær í öðr-
um fjölmiðlum. Það er spurning
hvort þarna eru á ferðinni útvarps-
fólk eða starfsmenn auglýsingastofa
framtíðarinnar.
Á myndinni er nemendaráð skól-
ans, en það skipa þau Íris Lilja
Kapszukiewicz, Anja Huld Jó-
hannsdóttir, Unnur Birna Gunn-
steinsdóttir, Emil Jan Jacunski og
Davíð Svanur Hafþórsson. Á mynd-
ina vantar Stefaníu Klöru Jóhanns-
dóttur. Voru þau á fullu að vinna í
Kárastudíói að semja og taka upp
auglýsingar. Jólaútvarpið verður í
loftinu dagana 14. til 17. desemb-
er. Hægt verður að hlusta í spilar-
anum á netinu, fm 103,5 í Ólafsvík
og 106,5 á Rifi og Hellissandi.
þa
Jólaútvarp GSNB í
loftið í næstu viku
Bókin Hulda og töfrasteinninn hefur
sögusvið á Vesturlandi
Valgerður með bókina sína.
Í Grundarfirði þar sem ræturnar liggja.