Skessuhorn


Skessuhorn - 09.12.2020, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 09.12.2020, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 20208 Furðulegt háttarlag GRUNDARFJ: Lögreglu barst tilkynning á miðvikudagskvöld um furðulegt háttarlag á bíla- stæði við verslun í Grundarfirði. Þar kom lögregla að ölvuðum manni sem sat í bíl á miðju bíla- stæðinu. Kvaðst maðurinn ekki hafa verið að keyra en ökumað- urinn hefði yfirgefið hann og bílinn. Ekki var aðhafst frekar í málinu en þó fylgst áfram með að allt yrði lögum samkvæmt. -frg Útafakstur við Fiskilæk HVALFJ.SV: Bíll fór út af Vesturlandsvegi við Fiskilæk í Melasveit á miðvikudag. Engin meiðsl urðu á fólki og ekki sjá- anlegt tjón á bílnum, en vegna veðurs var ákveðið að bíða með að ná honum upp á veg. Björg- unarsveitin Brák flutti fólkið í Borgarnes. -frg Undir áhrifum SNÆFELLSNES: Á mið- vikudagskvöld barst tilkynning um ölvaðan ökumann við leik- skólann Sólvelli í Grundarfirði. Lögregla stöðvaði manninn og reyndist hann undir áhrif- um amfetamíns. Ökumaður var handtekinn en vegna tungu- málaörðugleika þurfti að kalla til túlk. Málið fór síðan hefð- bundna leið. -frg Rann á ruslaskýli BORGARNES: Á fimmtudag barst lögreglu tilkynning um að bíl hefði ekið á sorptunnu- skýli vð Kvíaholt í Borgarnesi. Þar hafði bíll verið á leið upp brekku og ekki náð alla leið upp heldur runnið niður brekk- una og hafnað á sorptunnuskýli. Nokkuð tjón varð á bæði skýli og bíl. -frg Kvartað yfir stað- setningu lög- reglubíls VESTURLAND: Á fimmtu- dag tilkynnti reiður vegfarandi um illa staðsetta bifreið sem hann sagði trufla umferð og geta valdið hættu. Lögreglubíll var snarlega sendur á staðinn en þar reyndist vera ómerktur lög- reglubíll við hraðamælingar. -frg Útafakstur á Snæfellsvegi SNÆFELSNES: Um hádeg- isbil á sunnudag var bíl ekið útaf vestan við Vatnaleið á Snæ- fellsvegi. Að sögn ökumanns var hann á vesturleið og aðeins búið að moka helming vegar- ins. Hann missti síðan stjórn á bílnum sem fór útaf og hafn- aði á annarri hliðinni. Öku- maður afþakkaði sjúkraflutn- ing og kranabíll dró bílinn upp á veg. Daginn eftir varð annar útafakstur rétt vestan við Grís- hól þar sem ökumaður lendir í slabbi en mætir á sama tíma bíl. Sagðist ökumaður hafa ekið á 90 km hraða en hægt á sér áður en óhappið varð. Lögregla minnir á að ávalt skuli miða ökuhraða við aðstæður þó leyfilegur há- markshraði sé hærri. -frg Ungmenni undir áhrifum AKRANES: Á mánudagskvöld stöðvaði lögregla bifreið á Inn- nesvegi á Akranesi. Við athug- un reyndist bifreiðin anga af kannabislykt en þó fannst ekk- ert slíkt við leit. Ökumaður var handtekinn og fluttur á lög- reglustöð. Þar sem hlutaðeig- andi voru undir lögaldri var haft samband við barnaverndaryfir- völd og fór málið í hefðbundið ferli. -frg Allar Krónuverslanir Svansvottaðar LANDIÐ: Nú hafa allar versl- anir Krónunnar í landinu hlotið Svansvottun, en um er að ræða opinbert og vel þekkt umhverf- ismerki á Norðurlöndunum sem er meðal annars með það markmið að lágmarka umhverf- isleg áhrif á neyslu og fram- leiðslu vara. „Eitt þeirra um- hverfismarkmiða sem Krónan setti sér fyrir árið 2020 var að fá Svansvottun fyrir allar verslan- ir okkar. Þetta er því stórt skref sem varðar þá samfélagslegu ábyrgð sem fyrirtækið leggur áherslu á og stendur fyrir. Svan- vottun er ekki eitthvað sem þú færð bara einu sinni, heldur þarf að halda viðmiðum til að missa hana ekki,“ segir Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar í tilkynningu. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 28. nóvember - 4. desember Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 2 bátar. Heildarlöndun: 10.795 kg. Mestur afli: Ísak AK-67: 8.179 kg. í tveimur löndunum. Arnarstapi: 2 bátar. Heildarlöndun: 28.968 kg. Mestur afli: Kristinn HU-812: 28.800 kg. í tveimur löndun- um. Grundarfjörður: 6 bátar. Heildarlöndun: 344.869 kg. Mestur afli: Berglín GK - 300: 80.557 kg. í einni löndun. Ólafsvík: 17 bátar. Heildarlöndun: 164.495 kg. Mestur afli: Hafdís SK-4: 18.905 kg. í tveimur löndun- um. Rif: 8 bátar. Heildarlöndun: 123.575 kg. Mestur afli: Bárður SH - 81: 27.388 kg. í einni löndun. Stykkishólmur: 4 bátar. Heildarlöndun: 17.625 kg. Mestur afli: Kári SH - 78: 7.681 kg. í tveimur löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Berglín GK - 300 - GRU: 80.557 01.12.2020 2. Sigurborg SH - 12 - GRU: 68.021 30.11.2020 3. Hringur SH - 153 - GRU: 67.600 02.12.2020 4. Runólfur SH - 135 - GRU: 62.277 30.11.2020 5. Farsæll SH - 30 - GRU: 61.912 01.12.2020 -frg Ríkisstjórnin hefur samþykkt til- lögu almannavarnadeildar Ríkis- lögreglustjóra og embættis land- læknis að Covid-19 viðvörunarkerfi sem byggir á litum líkt og veður- viðvörunarkerfi Veðurstofu Íslands. Viðvörunarkerfinu er ætlað að auka fyrirsjáanleika til lengri tíma varð- andi þær aðgerðir sem grípa þarf til í baráttunni við faraldurinn og lág- marka þannig heildarskaðann sem hann veldur í samfélaginu. Kerfið verður kynnt á næsta upplýsinga- fundi almannavarna og landlæknis á mánudag. mm Litakóði samþykktur vegna Covid-19 Nýlega fór fram meistaraprófsvörn Brynju Valgeirsdóttur í búvísind- um við deild Ræktunar og fæðu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Bar ritgerðin titilinn; „Flúor í íslenska hestinum“. Í kynningu á verkefni Brynju kemur fram að flúor í um- hverfi á upptök sín frá bæði nátt- úrulegum uppsprettum og iðnaði og dreifist þaðan til grunnvatns og gróðurs. Hryggdýr sem útsett eru fyrir verulegum styrk flúors frá umhverfi eiga á hættu að verða fyrir bráðri flúoreitrun, eða þróa með sér króníska flúoreitrun eftir uppsöfnun flúors í kalkríkum vefj- um líkamans. Markmið rannsókn- ar Brynu var að afla upplýsinga um flúorstyrk í íslenska hestinum og fá þar af leiðandi bakgrunnsgildi sem hægt væri að styðjast við í framtíð- inni. Einnig að meta hvort mun- ur væri á flúoruppsöfnun í beinum hrossa milli landshluta, og aldurs- hópa. Í kynningu á verkefni Brynju á vef LbhÍ segir að styrkur flúors í kjálka- sýnum 223 hrossa hafi verið mæld- ur frá fjórum landshlutum; Suður- landi, Vesturlandi, Norðurlandi og Austurlandi og milli fimm aldurs- hópa (folalda, 1-4 vetra, 5-12 vetra, 13-20 vetra og 21 vetra og eldri). „Meðalstyrkur flúors í þessum sýn- um mældist 244 ± 11,8 ppm (millj- ónahlutar), og 286 ± 12,6 ppm þeg- ar sýni úr folöldum voru tekin út, en þessi gildi eru vel undir þekkt- um viðmiðunarmörkum. Hæsti flú- orstyrkur fyrir hvern aldurshóp var úr hrossum af Vesturlandi. Mark- tæk fylgni var á milli flúorstyrks og aldurs hrossa, þar sem hæsti fylgni- stuðullinn var í hrossum af Suður- landi. Enn fremur var marktækur munur á flúorstyrk milli landshluta, þar sem hross af Vesturlandi mæld- ust með marktækt hærri flúorstyrk í kjálkum en hross af Suðurlandi, en marktækur munur fannst ekki á flú- orstyrk milli hrossa af Vesturlandi, Norðurlandi og Austurlandi. Þegar fylgni flúorstyrks í hrossum af Vest- urlandi eingöngu og fjarlægð þeirra frá álverinu í Hvalfirði var mæld, fannst marktæk neikvæð fylgni, sem gefur til kynna að drjúgur hluti flúors í íslensku umhverfi á rætur sínar að rekja til áliðnaðar.“ Þá segir að niðurstöður rann- sóknarinnar séu þær fyrstu sinn- ar tegundar og gefi innsýn í flúor- uppsöfnun í beinum íslenska hests- ins og mun á flúorstyrk í umhverfi milli landshluta. Einnig benda nið- urstöðurnar til þess að íslenski hest- urinn safni upp minna magni af flú- or í bein heldur en íslenskt sauðfé og sé vegna þess óhentug vísiteg- und þegar kemur að flúormengun í umhverfi. mm Halla Signý Kristjánsdóttir, þing- maður Framsóknarflokksins, hef- ur lagt fram þingsályktunartillögu um flutning höfuðstöðva Rarik ohf. á landsbyggðina. Meðflutnings- menn að tillögunni eru Silja Dögg Gunnarsdóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir, sem einnig eru þing- menn Framsóknarflokksins. Tillag- an er svohljóðandi: „Alþingi álykt- ar að stefna skuli að flutningi höf- uðstöðva Rariks ohf. á landsbyggð- ina og að kannað verði á grundvelli hagsmuna félagsins hvar væri hent- ugast að byggja upp höfuðstöðv- arnar og efla starfsstöðvar Rariks um landið.“ Segja þær í greinargerð með til- lögu sinni að flutningur höfuð- stöðva félagsins gæti endurspeglað starfsemi þess betur þar sem meg- instarfsemi þess fer fram á lands- byggðinni. Höfuðstöðvar félags- ins eru þó í Reykjavík þrátt fyrir að starfsemi þess á sér ekki stað þar. „Markmið flutningsins er m.a. það að tryggja fjölbreyttari atvinnukosti um land allt og með því tryggja öllum landsmönnum jöfn tæki- færi og halda landinu öllu í blóm- legri byggð, en mikil fólksfækkun hefur verið í samfélögum á lands- byggðinni vegna lítillar fjölbreytni starfa,“ segir í tilkynningu. Nánar má lesa um tillöguna í að- sendri grein aftar í blaðinu. mm Þingsályktun um flutning höfuðstöðva Rarik á landsbyggðina Hærri flúorstyrkur mælist í hrossum á Vesturlandi Brynja Valgeirsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.