Skessuhorn


Skessuhorn - 09.12.2020, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 09.12.2020, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 202020 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com S K E S S U H O R N 2 01 8 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Pennagrein Pennagrein Undirrituð hefur lagt inn þings- ályktunartillögu þess efnis að Al- þingi álykti að stefna skuli að flutn- ingi höfuðstöðva RARIK á lands- byggðina og að kannað verði á grundvelli hagsmuna félagsins hvar væri hentugast að byggja upp höf- uðstöðvarnar og efla starfsstöðvar RARIK um landið. Höfuðstöðvar RARIK eru í Reykjavík. Um 90% af dreifikerfi raforku í landinu eru í umsjá RA- RIK og það í flestum sveitarfé- lögum utan höfuðborgarsvæðisins, Reykjaness og Vestfjarða. Mikil- vægi RARIK fyrir samfélagið í heild er óumdeilt, starfsemin er viðamik- il og dreifð um allt land. Finna má bækistöðvar félagsins meðal ann- ars á Selfossi, Höfn í Hornafirði, Seyðisfirði, Sauðárkróki, Siglufirði, Borgarnesi og í Ólafsvík. Megin- starfsemi RARIK fer fram á lands- byggðinni auk þess sem allar virkj- anir félagsins eru staðsettar út á landi. Því tel ég að góð rök séu fyr- ir því að færa höfuðstöðvarnar nær meginstarfsemi félagsins og út á land. Breyttir tímar Það ástand sem nú ríkir kallar fólk heim og fjarvinna er orðin stað- reynd, störf án staðsetningar er ekki lengur draumsýn heldur viðkennd og jafnvel eftirsótt. Það er ekki langt síðan maður heyrði þau rök að það væri nauðsynlegt að stað- setja svo mikilvægar höfuðstöðvar, líkt og höfuðstöðvar RARIK eru, á höfuðborgarsvæðinu. Þar væri önn- ur mikilvæg stjórnsýsla sem þyrfti að hafa samskipti við og vegalengd- ir á milli stjórnsýslustofnana stutt- ar. En sú viðmiðunarvegalengd hef- ur heldur betur breyst bara á þessu ári. Flutningur sem þessi gerist þó ekki á einni degi, heldur þarf aðlög- unartíma svo vel takist til. Fjölbreyttari störf á landsbyggðina Fólksfækkun á landsbyggðinni vegna flutninga til höfuðborgar- svæðisins hefur lengi verið megin- vandamál samfélaga á landsbyggð- inni. Meðal helstu ástæðna fólks- fækkunarinnar er skortur á störfum og lítil fjölbreytni starfa. Atvinnu- öryggi og fjölbreytni starfa tryggir stöðugleika í íbúafjölda, laðar frek- ar til sín nýja íbúa og stuðlar að því að ungt fólk snúi heim aftur eftir nám. Skortur á fjölbreytni skekkir hlutfall þeirra aldurshópa sem eru almennt virkastir á vinnumarkað- inum. Þetta leiðir til fækkunar íbúa sem hefur í för með sér skerðingu á útsvarstekjum sveitarfélaga. Sam- kvæmt nýrri skýrslu frá Byggða- stofnun hefur ríkistörfum fjölgað á fimm ára tímabili frá 2013-2019 um 0,8%. Hlutfall stöðugilda ríkis- tarfa af mannfjölda á vinnualdri er hæst á höfuðborgarsvæðinu, þótt þetta ár gæti birt aðrar tölur en það eru óvenjulegar aðstæður. Það hef- ur því hallað á landsbyggðina hvað varðar dreifingu ríkisstarfa. Mikilvægt er að tryggja jöfn bú- setuskilyrði um land allt. Með því að dreifa ríkisstörfum jafnt um landið er hægt að nálgast betur markmið ríkisstjórnarinnar um að tryggja öllum landsmönnum jöfn tækifæri ásamt því að halda öllu landinu í blómlegri byggð. Það yrði þó aðeins gert þegar réttu skilyrðin eru fyrir hendi, sem flutningsmenn telja vera fyrir hendi í tilviki flutn- ings RARIK á landsbyggðina. Í anda núverandi stjórnarsáttmála Í sáttmála Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs um ríkisstjórnarsamstarf og efl- ingu Alþingis kemur fram að stefnt sé að því að tryggja öllum lands- mönnum jöfn tækifæri, ásamt því að halda landinu öllu í blómlegri byggð. Þá kemur fram að horft verði m.a. til byggðaaðgerða sem tíðkast í nágrannalöndunum við mótun aðgerða hér á landi. Með því að tryggja landsmönnum jafn- an aðgang að atvinnutækifærum og jöfn lífskjör um land allt sköpum við betra samfélag. Áfram veginn. Halla Signý Kristjánsdóttir Höf. er þingmaður Framsóknar- flokksins í NV kjördæmi. Ef þú flettir upp Borgarbyggð á alnetinu, birtist eftirfarandi texti: Borgarbyggð er sameinað sveit- arfélag á Vesturlandi með nokkr- um þéttbýliskjörnum; Borgarnesi, Bifröst, Hvanneyri, Reykholti og Varmalandi og er stærsta sveitar- félagið á Íslandi sem stendur við sjó, en byggir ekki afkomu sína að neinu leyti á sjávarútvegi. Borgar- byggð nær yfir alla Mýrasýslu og Borgarfjarðarsýslu norðan Skarðs- heiðar að Skorradalshreppi undan- skildum, það er að segja frá norðan- verðri Skarðsheiði í suðri, að Eyja- og Miklaholtshreppi í norðri og að Holtavörðuheiði í austri. Atvinnu- vegir Borgarbyggðar eru landbún- aður, þjónusta og iðnaður, (bygg- inga-, málm- og matvælaiðnaður). Meirihluti atvinnustarfsemi Borg- arbyggðar fyrir utan landbúnað fer fram í Borgarnesi. Í Hávamálum stendur: „Hugur einn það veit, er býr hjarta nær, einn er hann sér um sefa.“ Ég er fæddur í Borgarnesi 23. júní árið 1958 og uppalinn þar til 25 ára aldurs. Pabbi heitinn, Jón Eyjólfur Einarsson, var fæddur að Selhaga í Þverárhlíð en flutti ungur með foreldrum sínum í Borgarnes. Hann stundaði nám við Samvinnuskólann í Reykjavík en vann nánast allan sinn starfs- aldur sem fulltrúi kaupfélagsstjóra hjá Kaupfélagi Borgfirðinga auk þess að vera umboðsmaður Sam- vinnutrygginga lengi vel. Hann var áhugamaður um félagsstörf, einn af stofnendum Lionsklúbbsins og Bridgefélags Borgarness. Málefni Borgarbyggðar voru honum alla tíð afar hugleikin. Móðir mín, Ástríður Helga Jónasdóttir, er fædd í Stykk- ishólmi og ólst upp til 16 ára ald- urs í Elliðaey á Breiðafirði. Hún fór í Húsmæðraskólann að Varma- landi og á þeim árum kynnast for- eldrar mínir. Auk þess að ala okkur fjóra bræðurna upp, með húsmóð- urstörfum, starfaði hún sem fóstra á leikskóla Borgarness frá stofn- un hans þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Borgarbyggð stendur hjarta mínu nærri. Á uppvaxtarárum mínum var mikið um að vera í Borgarnesi og nágrenni. Árið 1967 voru hátíðar- höld af tilefni 100 ára verslunar- sögu Borgarness sem mörgum eru mjög minnisstæð. Hver er staða Borgarbyggðar í dag? Á síðustu 15-20 árum hef- ur byggðalagið orðið fyrir ýmsum áföllum sem tengjast meðal ann- ars efnahagshruninu. Sparisjóð- ur Mýrasýslu (hornsteinn í héraði) hvarf af sjónarsviðinu, Mjólkursam- lagið var lagt niður og Kaupfélagið með öllu því sem því fylgdi er ekki svipur hjá sjón. Þó er Kaupfélag- ið með búvöruverslun í dag sem stendur fyrir sínu. Húsasmiðjan er þar einnig með verslun og þjónust- ar íbúa. Borgarfjarðarbrúin og sú þjónusta sem þar hefur byggst upp er lyftistöng fyrir samfélagið. Mik- ill vöxtur hefur verið hjá því rót- gróna fyrirtæki sem Vírnet hefur verið í gegnum áratugina, er heitir Límtré/Vírnet í dag, að sama skapi hefur Loftorka verið í sókn síðustu ár. Saga Borgarness og nærsveita er á margan hátt glæsileg, þrátt fyr- ir ýmis áföll. Við verðum að sætta okkur við þau atvinnutækifæri sem glötuðust og líta fram á veginn, það gagnast engum að horfa í baksýnis- spegilinn. Hvar liggja tækifærin? Til að hægt sé að bjóða ný fyrirtæki vel- komin með starfsemi þarf aðstaða að vera fyrir hendi, húsnæði eða lóðir fyrir húsbyggingar verða að vera til. Þá þurfa skipulagsmálin, sem taka sinn tíma í vinnslu, að vera unnin og frágengin. Án þess verða engar framfarir í uppbyggingu. Stóra Brákarey sem ég leyfi mér að kalla perlu Borgarness, þarf að fá andlitslyftingu og kannski nýtt hlutverk svo hún geti skipað þann sess sem henni ber. Það eru breytt- ir tímar frá því að þar voru tíðar skipakomur með tilheyrandi vöru- afgreiðslum og móttöku farþega á upphafsárum Akraborgar og Lax- foss. Þar er Grímshús sem búið er að bjarga en þó þarf að tryggja framtíð þess merka húss. Eins var fiskiskipaútgerð frá Borgarnesi í „den tid“. Í Brákarey var eitt stærsta sláturhús landsins og Bifreiða- og Trésmiðja (BTB) var öflugt fyrir- tæki síns tíma. Olíuafgreiðsla, mjöl, áburður, timbur og áfram mætti telja, var staðsett í Stóru Brákarey. Þessir tímar koma ekki aftur og því þarf að endurmeta hlutverk Stóru Brákareyjar. Það væri í mínum huga sniðugt, að íbúar Borgarbyggðar kölluðu til íbúafundar á sínu svæði þar sem ræddar yrðu hugmyndir um fram- tíð og uppbyggingu Borgarbyggð- ar. Ég myndi glaður vilja taka þátt í slíkri umræðu yrði mér boðið á þann fund. Frá örófi alda hefur landbúnaður verið undirstaða byggðar í Borgar- firði. Tímar eru vissulega breyttir, en engu að síður skipar landbúnað- ur stóran sess á Vesturlandi. Bænd- ur hafa mátt búa við skert kjör allt of lengi og þarf aðkomu stjórnvalda til eflingar greinarinnar. Landbún- aðarháskólinn á Hvanneyri hefur sinnt sínu hlutverki af kostgæfni og á heiður skilinn fyrir það starf og rannsóknir sem þar fara fram. Skól- inn er mikilvægur þáttur í að skapa nýjungar og hugmyndir sem þarf til eflingar landbúnaðar. Miðflokk- urinn hefur mælt fyrir þingsályktun með 24 áhersluatriðum sem styðja þær margvíslegu greinar sem innan landbúnaðar eru. Borgarfjarðabrúin góða stytti leiðina til Reykjavíkur eins og Hvalfjarðargöng. Til margra ára hefur Sundabrautin verið í kort- unum, en því miður ekki komist til framkvæmda. Vonandi verð- ur farið í þær framkvæmdir fyrr en seinna og munum við í mínum flokki verða áfram í að koma þeirri vinnu af stað. Við lagningu Sunda- brautar yrði Borgarnes að enn betri búsetukosti. Tækniframfarir í sambandi við fjarskipti með fjar- fundabúnaði hafa sannað gildi sitt nú á tímum Covid-19. Margir spá því að mörg fyrirtæki muni eftir veirufárið, bjóða starfsfólki sínu að vinna að heiman allt að tvo daga í viku. Bara þessi hugmynd eða staða myndi gera Borgarnes að enn betri búsetukosti fyrir þá sem vinna á Reykjavíkursvæðinu. Sigurður Páll Jónsson Höf. er þingmaður Miðflokksins í NV-kjördæmi Hvar liggja sóknar- færi Borgarbyggðar? Höfuðstöðvar RARIK til síns heima

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.