Skessuhorn


Skessuhorn - 09.12.2020, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 09.12.2020, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 202022 „Ef dýr gætu talað, hvaða dýr væri mesti dóninn?“ Spurning vikunnar (Spurt á netinu) Birgitta Þura Birgisdóttir Flórída api án efa. Martha Lind Róbertsdóttir Rotta - afþví að þær troða sér upp um klósett og þar vill mað- ur alla jafnan vera einn. Þær myndu heldur aldrei segja; „af- sakið, viltu færa rassinn frá?“ Gísli Einarsson Geitur, tvímælalaust. Þær eru óforskammaðar, bera ekki virð- ingu fyrir neinu, þeirra jarm er tvírætt og jafnvel klúrt! Svo eru þær alltaf með eitthvað skíta- glott. Helga Guðjónsdóttir Sennilega kötturinn, hann hefur þannig framkomu. Arnbjörg Jónsdóttir Tvímælalaust hani. Fyrir átta árum settist Skyrgámur að í Sauðafelli í Dölum og segist líka það mjög vel, enda sé besta skyrið í Döl- unum. „Ég hélt ég væri nú að fara að setjast í helgan stein en það var nú öðru nær. En mikið er gott að vera hér, Suðurdalirnir eru dýrðlegir al- veg hreint,“ segir Skyrgámur í sam- tali við Skessuhorn. „Ég öfundaði nú alltaf Stekkjastaur bróðir því hann býr í Skessuhorninu með útsýni yfir allan Borgarfjörð. En ég öfunda henn ekki lengur, ekki eftir að ég flutti í Sauða- fellið. Það er svo dásamlegt að vera hér,“ segir hann. Góður skyrpotturinn á Erpsstöðum „Ég kom nú hingað því það er stutt að skjótast í skyrpottinn hjá drengn- um hér á Erpsstöðum,“ hvíslar Skyr- gámur og hlær. „Hann veit nú ekk- ert um það samt en skyrið hér er svo svakalega gott, það er eins og það var í gamla daga alveg hreint sko. Í kring- um 1873 komst ég í rosalega gott skyr á bæ við rætur Heklu, það var dýrðlegt skyr. En skyrið hér hjá drengnum jafn- ast alveg á við það, ef það er ekki bara betra,“ segir Skyrgámur ánægður. Að- spurður segist hann vera að koma sér í startholurnar fyrir komandi hátíð- arhöld. „Ég er til þess að gera nýlega skriðinn úr hýðinu. Stekkjastaur hef- ur kíkt aðeins til mín og við tekið smá törn saman að ná smá nesti fyrir hann. Það er oft útigangsfé í Sauðafellinu og við höfum verið að ná aðeins úr því restunum fyrir hann. Ég hjálpa hon- um við þetta því ég er sko lipur og næ niður, annað en hann,“ segir Skyr- gámur og hlær. Minna um bókanir í ár Spurður hvort kórónuveiran hafi ekki sett strik í reikninginn í hans dagskrá fyrir jólin segist Skyrgámur ekkert kannast við neina kórónuveiru. „Ég þekki enga Kórónu, hún er ekki á mín- um lista,“ svarar hann. „En þegar þú segir það hefur verið töluvert minna um bókanir í ár. Ég er bara kominn með eina bókun, 19. desember,“ seg- ir hann og bætir því við að hann fari venjulega ekki af stað fyrr en um miðj- an desember. „Ég er enn að hnýta síð- ustu hnútana og gera allt klárt,“ seg- ir Skyrgámur en hann er væntanleg- ur til byggða 19. desember. Spurður hvort það sé ekki erfitt að fara til allra barnanna svona á einni nóttu segir hann það ekki vera. „Þetta eru orðn- ir svo fáir staðir, þetta er bara mest suðvesturhornið eiginlega svo mað- ur er enga stund að þessu núna. Það munar líka heilmiklu eftir að Horn- strandir fóru í eyði. Það var oft mikill barningur að fara þangað, oft hret að norðaustan og alveg sérstaklega erfitt ef það skóf af Drangajökli. En nú er þetta ekkert mál og ég hef meiri tíma til að dvelja í Árneshreppi en þang- að er rosalega gaman að koma, það er einn af uppáhalds stöðunum mínum. En það er ekki mikið af börnum þar og langt síðan ég hef farið þangað á jólaball,“ segir Skyrgámur. Lifir og hrærist í skyri Eins og nafnið gefur til kynna elskar Skyrgámur skyr og segist hann hrein- lega lifa og hrærast í skyri. „Gámur er eiginlega bara stórt fat og Skyrgámur þýðir að ég geti torgað rosalega miklu skyri þó ég sé ekki mjög belgmik- ill. Þetta er mikið réttnefni því ég get étið óendanlega mikið af skyri. Fólk hefur ekki skilið hvernig ég torga öllu þessu skyri en það er bara svo ótrú- lega gott að ég get ekki hætt. Því súr- ara sem það er og sætari sem rjóm- inn er, því sælari er ég,“ segir Skyr- gámur og hlær. „Það eru gömul hjón sem búa á næsta bæ við mig sem eiga svo góðan rjóma. Þau láta mig alltaf fá pela af rjóma fyrir jólin og ég fer þá og sting nefinu inn í skyrgerðina hér og næli mér í dýrðlega slettu og þá eru sko jólin að detta í garð hjá mér,“ segir Skyrgámur. En hvernig finnst honum allar þessar nýju gerð- ir af skyri með allskonar bragðteg- undum? „Þau eru alveg góð líka. Ég hef fundið mikið af þeim í ruslagám- um og þau eru góð. En það er sjald- an rjómi í gámunum til að setja út á skyrið en mikið er gott hvað það er auðvelt að fá skyr. Það sama er ekki að segja fyrir hann Stekkjastaur, það er svo erfitt að ná mjólkinni úr ánum. Ég er alltaf að segja honum að vera duglegri að borða eitthvað annað eins og kannski grænmeti. Það er hægt að fá mikið af því í gámunum, fólk hend- ir svo miklu grænmeti og líka þó það sé ekki sumar. Við bræður áttum leið í gegnum Borgarnes um daginn, bara 28. nóvember held ég, og kíktum í gám fyrir aftan búðina og það var alveg með ólíkindum hversu mikið grænmeti var þar,“ segir Skyrgámur. Mikið af góðum krökkum í ár Aðspurður segir Skyrgámur óvanalega mikið af góðum krökkunum á listanum hans í ár. „Ég verð að segja eins og er að mér sýnist árið 2020 bara hafa verið rosalega gott ár. Ég get ekki betur séð en það hafi verið alveg óvenju mikill kærleikur, meiri en undanfarin ár. Svo hefur maður orðið var við fólk hefur meira verið að föndra og gera fallega hluti, bæði til nytja og bara sem skraut og það líkar mér. Ég sá um daginn að það var einn að spyrja hvar væri hægt að útvega horn til að gera hornspón. Það er ekki stutt síðan maður sá horn- pón síðast, ætli það hafi ekki bara verið um aldamótin 1900 sem ég sá ask með hornspón. Nú er allt úr köldu stáli og alveg hundleiðinlegt en þetta gaf mér von um batnandi tíð. Hornspónn er kannski bara jólagjöfin í ár,“ segir Skyr- gámur að endingu. Að sjálfsögðu er Skyrgámur með Facebooksíðu og þar er hægt að fylgjast með því sem hann er að bralla. arg/ Ljósm. aðsendar Skyrgámur að reyna að planka. Skyrgámur segir dýrðlegt að búa í Sauðafellinu Skyrgámur er að koma sér í gang fyrir komandi hátíðarhöld. Skyrgámur fór að heimsækja Gluggagæi sem býr á Kambsneshálsinum. Þar er víðsýnt og sést vel til Búðardals. „KSÍ og Jón Þór Hauksson hafa komist að samkomulagi um að Jón Þór láti af störfum sem þjálf- ari A landsliðs kvenna að hans ósk. Undir stjórn Jóns Þórs náði liðið því markmiði að tryggja sér sæti í lokakeppni EM 2022. Engu að síð- ur telja KSÍ og Jón Þór það vera rétt skref að hann stígi til hliðar á þessum tímapunkti, með hagsmuni landsliðsins að leiðarljósi. KSÍ þakkar Jóni Þór fyrir hans framlag til árangursins og óskar honum vel- farnaðar í þjálfarastörfum í fram- tíðinni,“ sagði í tilkynningu frá KSÍ síðdegis í gær. Yfirlýsing Jóns Þórs vegna starfsloka: „Með sigri á Ungverjalandi náði íslenska kvennalandsliðið því mark- miði sínu að tryggja sér sæti í loka- keppni Evrópumótsins 2022. Ég er stoltur af því og þakklátur fyrir að hafa komið að þessum góða árangri sem þjálfari liðsins síðustu tvö ár. Eftir sigurinn á Ungverjalandi var EM-sætinu fagnað af liðinu, starfsmönnum og fulltrúum KSÍ. Við þetta tilefni var boðið upp á áfengi. Ég hef alltaf lagt áherslu á að koma hreint og beint fram við þá leikmenn sem ég hef þjálfað, að hrósa og gagnrýna með það að markmiði að hjálpa þeim að gera enn betur og styrkja þannig liðið. Slík samtöl eiga hins vegar ekki heima í fögnuði sem þessum og alls ekki undir áhrifum áfengis. Þarna brást ég sem þjálfari liðsins og hefði ekki átt að ræða frammistöðu og þjálfun einstakra leikmanna undir þessum kringumstæðum. Það voru mistök sem ég tek fulla ábyrgð á og hef beðið liðið og einstaka leik- menn afsökunar. Undanfarna daga hafa samtöl mín við leikmenn liðsins leitt mig að þeirri niðurstöðu að erfitt verði að endurheimta nauðsynlegt traust á milli mín sem þjálfara og ein- stakra leikmanna. Liðið og árangur þess er það sem skiptir öllu máli og nú stendur það frammi fyrir mikil- vægum undirbúningi fyrir EM. Við slíkar aðstæður er skynsamlegast fyrir alla aðila að nýr þjálfari taki við og hefji undirbúning fyrir þetta mikilvæga mót. Ég hef því óskað eftir og gert samkomulag við KSÍ um að láta af störfum sem lands- liðsþjálfari. Ég óska liðinu og leik- mönnum þess velfarnaðar og trúi því að liðið geti náð góðum árangri á EM. Jón Þór Hauksson.“ mm Jón Þór hættir sem þjálfari A landsliðs kvenna

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.