Skessuhorn


Skessuhorn - 09.12.2020, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 09.12.2020, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 2020 19 Pennagrein SK ES SU H O R N 2 02 0 Breyting á aðalskipulagi Akraness 2005-2017 Stækkun Skógarhverfis Bæjarstjórn Akraness samþykkti þann 10. nóvember 2020, tillögu að breytingu á aðalskipulagi Akraness 2005-2017. Tillagan var auglýst frá 4. september til 20. október 2020. Athugasemdir gáfu ekki tilefni til breytinga á tillögunni og hefur hún verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs. Deiliskipulag Skógarhverfis, áfangi 3A Bæjarstjórn Akraness samþykkti þann 10. nóvember 2020, tillögu að nýju deiliskipulagi Skógarhverfis áfanga 3A. Tillagan var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust og hefur þeim, sem gerðu athugasemdir verið send umsögn bæjarstjórnar. Hægt er að kæra samþykkt bæjarstjórnar til úr- skurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Deiliskipulag Garðalundar - Lækjarbotna Bæjarstjórn Akraness samþykkti þann 10. nóvember 2020, tillögu að nýju og breyttu deiliskipulagi Garðalundar - Lækjarbotna. Tillagan var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athuga- semdir bárust og hefur þeim, sem gerðu athugasemdir verið send umsögn bæjarstjórnar. Hægt er að kæra samþykkt bæjarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipu- lagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs. Eins og fram hef- ur komið að und- anförnu hefur fjár- málastjórn meiri- hluta Vinstri grænna, Samfylkingar og Sjálfstæð- isflokks í Borgarbyggð einkennst af mikilli óstjórn. Hér er ekki um að ræða einstakt tilvik heldur röð mála sem einkennast af klúðri og kristallar vanmátt og ráðaleysi. Rekstur Borgarbyggðar var lengi vel í járnum eftir hrun og í upphafi kjör- tímabilsins árið 2014, eftir ábending- ar frá eftirlitsnefnd sveitarfélaga, hafði þáverandi meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks frumkvæðið af því að fara af stað með verkefni til að rétta fjárhaginn af með markvissum hætti. Verkefni sem hefur verið kallað Brú- in til framtíðar. Skilaði það gríðarlega góðum árangri til að byrja með og þau markmið sem unnið var að náðust. Því miður hefur núverandi meirihluti misst sjónar af þessum vörðum sem unnið hefur verið eftir og útlit er fyrir að öll sú vinna sé unnin fyrir gíg. Ein dýrasta leikskólalóð Íslandssögunnar Áður höfum við í Framsókn bent á óhóflegar framúrkeyrslur í hönnunar- kostnaði lóða og vanefndir við að bjóða út hönnunarkostnað og framkvæmdir eins og lög gera ráð fyrir vegna bygg- ingarframkvæmda sem sveitarfélagið hefur staðið í bæði við Grunnskólann í Borgarnesi og við leikskólann á Klepp- járnsreykjum. Íbúar sveitarfélagsins hafa nú greitt úr vasa sínum líklegast dýrustu leikskólalóð sem ráðist hefur verið í hér á landi. Hönnunarkostnað- ur hefur farið um 400% fram úr áætl- un en það er aðeins upphafið af stjórn- leysinu því framkvæmdakostnaður sem áætlað var að færi í 40 milljónir er nú komin í 68 milljónir og aðeins 60% af verkinu er lokið. Útlit er því fyrir að kostnaður við hönnun og framkvæmd- ir við 30 barna leikskólalóð verðu því ekki undir 100 milljónum. Brúin til framtíðar brotin Sú fjárhagsáætlun sem meirihluti VG, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks hef- ur nú lagt fram fyrir næstu ár einkenn- ist af lántökum. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir því að rekstur muni ekki standa undir sér og sveitarfélagið verði rekið með tapi næstu árin. Þessu ætlar meirihlutinn að bregðast við með lántöku. Skuldir sveitarfélagsins munu því ekki gera neitt nema hækka á næstu árum og engin geta er til staðar til þess að leita leiða til að rýna í rekstur sveit- arfélagsins með það að markmiði að hann standi undir sér. Ljóst er að áætl- anir meirihlutans eru að keyra það sem eftir er af kjörtímabilinu á lánum og láta svo snjóhengjuna lenda á íbú- um eftir ca tvö ár. Í framkvæmdaáætl- un er gert ráð fyrir fjárfestingum upp á ríflega 1.500.000.000 krónur næstu fjögur árin. Ný grunnskólabygging rísi á Kleppjárnsreykjum Í framkvæmdaáætlun er gert ráð fyrir að sá grunnskóli sem nú er á Kleppjárnsreykjum verði rifinn og nýr grunnskóli með nýrri lóð og upp- hituðum gervigrasvelli verði byggð- ur. Gert er ráð fyrir að skólahúsnæðið eitt og sér fyrir utan lóð og upphitað- an gervigrasvöll muni kosta 448 millj- ónir. Sagan og stjórnleysið hefur kennt okkur að sú upphæð mun ekki standast og verður líklega mun hærri, senni- lega nær 1-1,5 milljörðum með öllu miðað við þær framúrkeyrslur sem við þekkjum. Þessar ákvarðanir einkenn- ast allar af mikilli pressu úr nærum- hverfi forseta sveitarstjórnar og for- manns byggðarráðs. Í lögum um fjár- mál sveitarfélaga er miðað við að allar stórar framkvæmdir sem sveitarfélagið ræðst í séu ígrundaðar og byggðar á rökstuðningi um lýðfræðilega þróun og framtíðarskipulag. Eins og öllum er kunnugt má ekki ræða rekstur fræðslu- mála þó kostnaðurinn við málaflokk- inn sé komin í 62% sem hlutfall af skatttekjum og rekstrarkostnaður hafi hækkað um 162 milljónir og launa- kostnaður um 350 milljónir á síðustu tveimur árum. Grundvallar spurn- ingunni hefur ekki verið svarað sem einfaldlega þarf að liggja fyrir áður en ráðist er í slíka framkvæmd, er þetta skóli fyrir skólasóknarsvæðið á Klepp- járnsreykjum í dag og ætlar meirihlut- inn að halda því áfram að reka þrjá skóla í uppsveitum Borgarfjarðar? Börn og ungmenni í sveitarfélaginu eiga skilið að fá að eflast og þroskast í öflugu félagslegu umhverfi með bestu aðstöðu til tómstunda og heilsuefling- ar. Okkur ber skylda til að tryggja að allt skólahúsnæði verði eins gott og kostur er, en ákvarðanir um nýbygg- ingar verða einfaldlega að vera byggð- ar á einhverri stefnu og framtíðarsýn. Tækni og þekking hefur gjörbylt sam- skiptum og tækifærum fólks m.t.t. bú- setu, atvinnu og samskipta, náms og þekkingar. Það er okkar verkefni að undirbúa börnin fyrir nám og störf framtíðarinnar með því að styrkja sjálfsmynd þeirra og félagsþroska. Alla framsækni og framtíðarsýn vantar í ákvarðanatöku meirihlutans sem ein- kennist af hreppapólitík og gamaldags viðhorfum í að halda í gamlar hefðir um slíkt. Nýtt íþróttahús í Borgar- nesi á að vera forgangs- verkefni Fulltrúar Framsóknarflokksins hafa komið þeim áherslum á framfæri að nýtt íþróttahús skuli vera forgangs- verkefni. Því hefur verið haldið fram að með því að hafa hönnunarkostn- að við slíka byggingu inni á áætlun sé verið að lýsa vilja til þess að fara í þá framkvæmd. Ljóst er að löngu tíma- bært verkefni eins og bygging á nýju íþróttamannvirki sem mun þjóna íbú- um sveitarfélagsins á öllum aldri mun verða kostnaðarsöm. En það sjá allir einnig að algjörlega óraunhæft verður að fara í það að byggja nýjan grunn- skóla með lóð og gervigrasvelli og ætla einnig að ráðast í byggingu nýs íþróttahúss. Fjárhagur sveitarfélags- ins einfaldlega býður ekki uppá slíkt. Því er hætt við að þessi forgangsröðun meirihlutans taki því miður frá okkur allar væntingar um að nýtt íþróttahús muni rísa á næstu árum. Fulltrúar Framsóknarflokksins leggja áherslu á að unnið sé að því að koma á jafnvægi í rekstri sveitarfélags- ins svo hægt verði að vinna að upp- byggingu á innviðum í sveitarfélaginu. Bættri þjónustu við íbúa, lagfæringum Ákveðið var í haust í Menntaskóla Borgarfjarðar að endurvekja skóla- blaðið og leggur skólinn nú af stað með útgáfu Eglu á nýjan leik. Egla kom fyrst út árið 2011 og hélt út- gáfa blaðsins dampi næstu fjögur árin eftir það, eða til 2016. Síðan hefur blaðið legið í dvala og ekki verið gefið út. Þar til nú. Dalast- úlkan Sara Björk Karlsdóttir er rit- stýra sjötta tölublaðs Eglu og er hún spennt að sjá afrakstur vinn- unnar sem lögð hefur verið í blað- ið. Blaðamaður Skessuhorns sló á þráðinn til Söru í vikunni og spurða hana hvernig útgáfan hafi gengið. „Ég var í sakleysi mínu í íþróttatíma hjá Sössa þegar hann spyr mig hvort ég vilji ekki taka að mér skólablað- ið. Þá var búin að vera einhver um- ræða meðal kennaranna að endur- vekja blaðið á nýjan leik. Sössa þótti ég góður kandídat í þetta verkefni og á endanum sló ég til,“ segir Sara Björk um aðdragandann. „Ég fékk nokkrar stelpur með mér í lið og svo var bara hafist handa.“ Góð kynning fyrir skólann Sara Björk er frá Leiðólfsstöð- um 2 í Dalabyggð og er á öðru ári í Menntaskóla Borgarfjarð- ar. Hún segir val á skóla fyrst og fremst hafa ráðist af nálægðinni við heimaslóðir og hvað skólinn var lít- ill, þar af leiðandi yrði skólagang- an mun persónulegri. Það fannst Söru heillandi. „Ég hafði heyrt svo góða hluti um MB að það kom varla annað til greina en að fara í Borgarnes í skóla,“ segir Sara sátt um skólann sinn en hún er nú á öðru ári og nemur á opinni braut. En hvert er markmiðið með skóla- blaðinu Eglu? „Markmiðið er fyrst og fremst að sýna hvað við erum að gera hérna innan veggja skólans, sýna frá félagslífinu og láta fólk al- mennt vita af okkur. Í rauninni er þetta hálfgert kynningarblað fyr- ir skólann og þó markhópurinn sé að mestu nemendur MB og ung- lingastig grunnskóla, þá er þetta líka hugsað fyrir eldra fólk,“ svar- ar Sara Björk. Allir með sitt hlutverk Sjötta tölublað Eglu er fyrsta og eina reynsla Söru af útgáfu og seg- ir hún upplifunina hafa verið mjög skemmtilega og lærdómsríka en að það hafi komið sér á óvart hversu mikinn tíma þetta hafi tekið og sú vinna sem í útgáfunni felst. „Þetta var mun erfiðara en ég gerði mér grein fyrir í upphafi þegar ég tók þetta að mér. Svona verkefni krefst mikils skipulags meðfram náminu og það tekur tíma að finna efni í blaðið sjálft. Það kom mér mest á óvart. Það er nefnilega alls ekki hægt að ganga að því sem vísu að allir gefi kost á sér til viðtals, en flestir tóku nú jákvætt í þetta hjá okkur þegar við höfðum samband,“ bætir Sara þakklát við. „Svo þarf auðvitað einhvern veginn að fjár- magna allt saman, selja auglýsing- ar, finna umbrotsmann og prent- smiðju. Þetta er allt sem þarf að hugsa út í.“ Eins og fyrr segir er Sara Björk ritstýra blaðsins. Með henni í ritstjórn Eglu eru þær Sigur- dís Katla Jónsdóttir aðstoðarrit- stýra, Jóna Ríkey Vatnsdal mark- aðsstjóri, Lilja Rós Hjálmars- dóttir greinastjóri og Heiðrún Hulda Ingvarsdóttir meðstjór- nandi. Allar eru þær nemendur í Menntaskóla Borgarfjarðar. Að- spurð segist Sara Björk vera þakk- lát fyrir reynsluna en sé ekki viss um að hún muni taka ritstýru- störfin að sér aftur. „Ég held ég muni leyfa öðrum að spreyta sig í næstu útgáfu. Þetta var gífurlega lærdómsrík reynsla og fyrir hana er ég þakklát. Ég geng allavega stolt frá borði og er á sama tíma mjög spennt að fá blaðið í hendurnar og skoða afraksturinn,“ segir hún full tilhlökkunar. „Allir að kíkja í Eglu,“ bætir hún við að endingu en Egla kemur út í dag og verður borið út til valins markhóps, þar á meðal nemenda á síðasta ári í grunnskóla. Blaðið er 48 síður í A4 broti. glh Skólablaðið Egla kemur út í dag Að gefnu tilefni er forsíðumynd Eglu með Covid þema. Sara Björk Karlsdóttir, ritstýra skólablaðs Menntaskóla Borgarfjarðar, Eglu. Sjúddirarí rei í Borgarbyggð á götum og gangstéttum ásamt því að tryggja að sú lögbundna þjónusta sem sveitarfélaginu ber að sinna verði fram- úrskarandi. En þær eru því miður bún- ar að raungerast áhyggjur sem margir íbúar höfðu í upphafi kjörtímabils að meirihlutans myndi ekki valda verk- efninu og ekki er það Covid -19 um að kenna. Fjárhagsáætlun sem nú er lögð fram ber þess sannarlega merki. Guðveig Lind Eyglóardóttir Höf. er oddviti Framsóknarflokks í sveitarstjórn Borgarbyggðar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.