Skessuhorn


Skessuhorn - 09.12.2020, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 09.12.2020, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 2020 13 GJ málun ehfmálningarþjónusta Akravellir 12 - Hval arðarsveit sími 896 2356 301 Akranes gardjons@visir.is Garðar Jónsson málarameistari 1990-2020 30 ár „Þetta hefur verið mjög furðu- legur tími hjá okkur leikurum sem öðrum og ekki nokkur maður sem veit nákvæmlega hvenær þessi óværa gengur yfir. Þrátt fyrir það hafa vonir vaknað um að á næsta ári gæti samkomubanni verið aflétt að hluta og bjartari tímar fram- undan fyrir okkur listafólkið sem og aðra. En í dag tökum við eiginlega viku fyrir viku í senn,“ segir Skagamaður- inn og leikarinn Hallgrímur Ólafsson í spjalli við Skessu- horn. Halli Melló er fastráð- inn leikari hjá Þjóðleikhús- inu. Á vinnustað Halla hefur verið bryddað upp á ýmsum skemmtilegum nýjungum á meðan sýningarhald liggur niðri vegna faraldursins. Allt til að stytta biðina þar til leik- húsið getur opnað á ný. Eitt þessarra verkefna er Aðventu- vagninn sem ferðast um og færir fólki jólaandann og heimsækir í þeim ferðum meðal annars dvalar- heimili eldri borgara sem hafa þurft að sæta mjög skertum heimsóknar- reglum. Þótt Halli taki ekki þátt í þessu verkefni þá bíður hann færis ásamt meðleikurum sínum að geta hafið sýningar að nýju á barnaleik- ritinu Kardimommubænum. Uppselt á 60 sýningar „Við náðum að frumsýna Kardi- mommubæinn um mánaðamótin september/október en síðan stöðv- aðist allt þegar þriðja bylgja kór- ónveirufaraldsins skall á og enn er allt lokað. Það var virkilega gam- an að taka þátt í uppsetningunni á Kardimommubænum en þar leik ég Kasper, sem er einn ræningj- anna þriggja. Við hófum æfingar á leikritinu í janúar á þessu ári og var frumsýning áætluð í mars. En ekk- ert varð af því enda fyrsta bylgjan þá í hámarki.“ Halli segir áhugi vera mikill á Kardimommubænum og væri þegar uppselt á um 60 sýningar. „Þannig er að Kardimommubærinn er sett- ur á svið á tíu ára fresti, svo að nýj- ar kynslóðir geti séð verkið. Sömu sögu er að segja af Dýrunum í Hálsaskógi, sem einnig er sýnd á tíu ára fresti. Kardi- mommubærinn var fyrst sýndur í Þjóðleikhúsinu fyr- ir 60 árum og er nú settur á svið í sjötta sinn. Auk þessara tveggja leikrita skrifaði Thor- björn Egner, Karíus og Bak- tus og öll eru þessi verk orðin sígild á leiksviðinu.“ Leikarinn var í öðrum hlut- verkum í leikhúsinu áður en faraldurinn stöðvaði allt. „Ég er með hlutverk í leik- ritinu Útsending og eru líkur á að sú sýning muni falla al- farið niður. Einnig er ég með hlutverk í Rómeo og Júlíu. En þrátt fyrir að leiksýning- ar liggi niðri erum við áfram með leiklestur. Ýmist er það í leikhúsinu sjálfu og þar er að sjálfsögðu öllum sóttvarna- reglum og fjarlægðarmörkum kyrfilega framfylgt. Einnig fer leiklesturinn fram í gegnum Zoom fjarfundabúnaðinn.“ Hefur haft nóg að gera „Ég hef þrátt fyrir þetta haft al- veg nóg að gera. Í sumar lék ég í ís- lenskri sjónvarpsþáttaröð sem ekki er komin til sýninga ennþá. Hef svo leikið í sjónvarpsauglýsingum og átt innkomu í hinn geysivin- sæla þátt hjá Helga Björns á laugar- dagskvöldum, sem bar nafnið Það er komin Helgi.” Halli segist lofa því að halda áfram að gleðja lands- menn þótt ekki verði það á fjölum leikhússins enn sem komið er. se „Vonandi bjartari tímar fram- undan fyrir okkur listafólkið“ Halli Melló í hlutverki sínu sem ræninginn Kasper í Kardimommubænum. SK ES SU H O R N 2 02 0 Bæjarstjórnarfundur 1324. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn þriðjudaginn 15. desember kl. 17:00. Fundurinn fer fram í gegnum fjarfundabúnað og því útvarpsútsending ekki fyrir hendi. Bæjarbúar eru hvattir til þess að fylgjast með beinni útsendingu á facebooksíðu Akraneskaupstaðar. Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir: Bæjarmálafundur Sjálfstæðisflokksins haldinn á Zoom, • laugardaginn 12. desember kl. 10:30. Bæjarmálafundur Framsókn og frjálsa og Samfylkingar • fellur niður þessa vikuna. Litabók og litir 490 KR Svart höfði 3.990 KR Vatnsbrúsi Verð frá 890 KR Mittistaska 1.490 KR BARBIE Verð frá 1.690 KR Straumpenni 490 KR Traktor 4.990 KR Spil Verð frá 1.490 KR FISHER PRICE Verð frá 2.990 KR UNO spil 2.490 KR PLAY DOH Verð frá 390 KR HOT WHEELS Verð frá 390 KR MeIrA dÓtArÍ iNn á wWw.sMaPrEnT.iS Opnunartími Alla virka daga 14 - 17 Laugardaga 13 - 16 Merktur bolur 3.590 KR Merkt handklæði (margir litir) 3.790 KR Merkt svunta 3.990 KR Dalbraut 16 | Akranesi BESTI FRÆNDINN Ömmumatur er bestur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.