Ægir

Árgangur

Ægir - 2020, Blaðsíða 10

Ægir - 2020, Blaðsíða 10
10 „Í þessari nýju fiskvinnslu Brims verður öll sú nýjasta og besta tækni í hvítfiskvinnslu sem Marel hefur að bjóða. Þetta er heildarlausn með þremur vinnslulínum sem greinast upp í fimm afurðapökkkunarlínur þar sem við nýtum okkur m.a. gervi- greindartækni, róbóta og aðra þá sjálfvirkni sem við höfum þróað fyrir fiskiðnaðinn. Við segjum óhikað að vinnsla Brims verði sú fremsta í bol- fiskvinnslu í heiminum,“ segir Sigurð- ur Ólason, framkvæmdastjóri fiskiðn- aðar hjá Marel. Fyrirtækið undirbýr þessa mánuðina uppsetningu á nýrri heildarlausn í hvítfiskvinnslu í húsi Brims á Norðurgarði í Reykjavík. Búnaðurinn verður settur upp í hús- inu næsta sumar og er hann í smíðum hjá Marel þessa dagana en allt kerfið var sett fyrirfram upp í sýndarveru- leika. Þannig má segja að starfsmenn Marel séu fyrir nokkru byrjaðir að vinna með kerfið „upp sett“ í rafræn- um heimi. Sýndarveruleikaútgáfan verður síðan notuð sem þjálfunartæki fyrir starfsfólk þegar að því kemur að hefja vinnslu. Róbótavæðing fiskvinnslunnar Í vinnslunni á Norðurgarði segir Sigurð- ur að stigin verði enn stærri skref í ró- bótavæðingu en áður hafi þekkst í fisk- vinnslu sem þessari en auk verkefnisins fyrir Brim hefur Marel nýverið gert samning við útgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtækið Vísi hf. um fjölgun róbóta í nýlegri og tæknivæddri vinnslu þess í Grindavík. „Róbótarnir gefa mikla möguleika í afurðaflokkun og pökkun í vinnslunum. Þeir eiga sér nokkuð langa sögu á iðnað- arsviðinu, komu fyrst fram í bílaiðnaðn- um árið 1995 og voru orðnir um 750 þús- und á heimsvísu árið 2000. Amazon inn- leiddi róbóta árið 2014 og hafði yfir 45.000 slíkum að ráða tveimur árum síð- ar. Á heimsvísu er talað um að í dag séu um 2,3 milljónir róbóta í iðnaði og verði 20 milljónir eftir 10 ár. Hraðinn er því gífurlegur og innreið róbótanna er kom- in á fulla ferð í matvælaiðnaði. Fisk- vinnslan er þar ekki undanskilin. Jafnframt höfum við þróað mjög öfl- Marel framleiðir tæknivæddasta hvítfiskvinnslukerfi heims fyrir Brim ■ Sigurður Ólason, framkvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.