Ægir - 2020, Blaðsíða 20
20
Byrjaði áður fyrr fyrir austan
Nú hefur staðan verið sú að ekkert hef-
ur orðið vart við loðnu í þorski á Halan-
um, en nokkuð fyrir austan, þar sem
loðnuleitin hófst.
„Það var nú þannig að þegar vertíðir
voru og hétu byrjuðum við bara veið-
arnar fyrir austan. Þegar ég var með
gamla Jón Kjartansson, númer þrjú, skip-
ið á undan þessum þá fórum við beint í
austur frá Reyðarfirði þegar við fórum á
loðnu eftir áramótin 1998/1999. Vorum
að koma með hann frá Póllandi úr breyt-
ingum og komum í mokveiði. Nú er þetta
allt annað. Loðnan er farin að hrygna
mikið fyrir norðan. Í hitteðfyrra hrygndi
hún mikið á Húnaflóa, á Skagafirði og í
Eyjafirði.“
Ekki gott útlit
Grétar segir að engar tvær vertíðir hafi
verið eins á loðnunni. Veiðin hafi verið
■ Jón Kjartansson er eitt uppsjávarveiðiskipanna, sem myndufara á loðnu verði veiðar leyfðar. Mynd: Þorgeir Baldursson
Ungloðnan ljósið í myrkrinu
Jákvæðu tíðindin í stofnmælingum loðnu í fyrra voru þau hversu mikið fannst af ungloðnu. Loðna fannst
raunar víða á rannsóknarsvæðinu sem var undir. Ungloðna, sem myndar hrygningar- og veiðistofninn á
vertíðinni 2020/2021 fannst vestast og sunnantil á mælingarsvæðinu en eldri loðnan var mesta áberandi
norðar á landgrunni Grænlands.
„Lítið fannst af fullorðinni loðnu innan íslenskrar lögsögu og var útbreiðsla loðnunnar vestlæg, líkt og verið
hefur undanfarin ár. Þó var minna um loðnu norðanvert á rannsóknasvæðinu en verið hefur undanfarin ár
og ekkert fannst norðan við 71°30. Heildarmagn loðnu mældist 795 þúsund tonn og þar af var metin stærð
veiðistofns vertíðarinnar 2019/2020 einungis um 186 þúsund tonn. Töluvert var hinsvegar um ungloðnu og
mældust tæplega 83 milljarðar eða 608 þúsund tonn af ókynþroska loðnu en samkvæmt aflareglu þarf yfir 50
milljarða til að mælt verði með upphafsaflamarki fiskveiðiársins 2020/2021.“
■ Fryst loðna er verðmæt afurð, meðal annars fyrir markaði í Austur-Evrópu.