Ægir

Árgangur

Ægir - 2020, Blaðsíða 32

Ægir - 2020, Blaðsíða 32
32 „Þetta er fyrsta nýsmíðin hjá Vísi í 55 ára sögu félagsins og því er stór dagur að taka á móti nýju og glæsilegu skipi. Sagan á bak við nafn og útgerð verður alltaf betri og sterkari,“ segir Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík. Páll Jónsson GK 7 ber nafn afa hans sem átti bátana Fjölni og Hilmi og fórst með þeim síðarnefnda árið 1943. „Við erum í markvissri vinnu í því að fjárfesta í betri og öflugri bátum sam- hliða því að tæknivæða vinnslurnar og þessi nýsmíði er liður í því. Við höfum kannski verið nokkuð lengi þekktir fyrir að gera út gamla báta en við höfum þeg- ar endurbyggt tvo báta; Fjölni GK sem er hálfuppgerður og Sighvat GK að öllu leyti. Þeir hafa báðir reynst mjög vel eft- ir breytingar. Ég hef þá trú að reynslan af þessari endurnýjun verði það góð að við höldum áfram á sömu braut. Við er- um nú með tvo eldri báta sem ekki hafa verið endurbættir. Jóhanna Gísladóttir GK er enn í góðu standi en það fer að koma tími á Kristínu GK. Maður þarf allt- af að vera í endurskoðun og við erum kannski í þeirri stöðu núna að geta verið að fá okkur tæki og tól í takt við tímann. Við höldum okkur því ennþá við línu- veiðar. Jóhanna er drottningin okkar og má segja að með Páli Jónssyni GK sé kóngurinn kominn,“ segir Pétur. Við óskum útgerð og áhöfn Páls Jónssonar GK 7 til hamingju með Optim-ICE® ísþykknibúnaðinn frá KAPP ehf. Miðhraun 2 · 210 Garðabæ · 587 1300 Kapp@kapp.is · www.Kapp.is Vísir hf valdi eftirfarandi búnað: • BP-120 vélbúnað • T-2000 forðatank • FK-100 forkæli Þar sem kælikeðjan rofnar aldrei ■ Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík með nýja skipið Pál Jónsson GK að baki sér. Þetta er fyrsta nýsmíði fyrirtækisins í rösklega hálfrar aldar sögu þess. Nú er kóngurinn kominn

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.