Ægir - 2020, Blaðsíða 30
30
„Skipið reyndist afskaplega vel á
heimleiðinni. Við fengum á okkur
brælu alla leiðina ýmist á hlið eða á
móti og fyrir austan Vestmannaeyjar
lentum við í norðvestan 28 metra báli
beint í fangið. Skipið reynist vel það
sem af er. Við erum náttúrulega ekki
búnir að prófa það á veiðum, bara á
fullu ferðinni,“ segir Gísli V. Jónsson,
skipstjóri á línuskipinu Páli Jónssyni
GK 7, sem kom nýsmíðaður til heima-
hafnar í Grindavík á dögunum.
Það er Vísir hf. í Grindavík sem gerir
skipið út og á móti hverfur eldri bátur
með sama nafni úr rekstrinum. Auk Páls
Jónssonar gerir Vísir út fjóra stóra línu-
báta; Sighvat, Jóhönnu Gísladóttur,
Kristínu og Fjölni og krókakerfisbátana
Daðey og Sævík.
Sjálfvirkt rekkakerfi
Gísli segir að nýjungar séu í vinnuum-
hverfi í brú og sjálfvirkt rekkakerfi á
millidekkinu sem sé mikill vinnusparnað-
ur fyrir áhöfnina. Svo er um borði í Páli
flokkunarkerfi fyrir fiskinn, líkt og verið
hefur um borð í Sighvati í á annað ár.
Það segir Gísli virka mjög vel þar.
„Við reiknum með að komast á veiðar
um mánaðamótin. Það er lítið eftir af
frágangi og í raun er skipið tilbúið á
veiðar. Eftir er að setja niður einhver
færslubönd sem voru ekki tilbúin þegar
við fórum. Það var ákveðið að bíða ekki
eftir þeim heldur verða þau sett niður
hér heima. Svo þarf að stilla tölvur og
fleira áður en haldið verður á miðin..“
Fiskuðu 60.000 tonn á gamla Páli
Gísli var með gamla Pál Jónsson í átján
og hálft ár og segir mikinn mun á skip-
unum. „Þessi er til dæmis þremur metr-
um breiðari en sá gamli. Það munar líka
miklu að við erum með mun meira lest-
arpláss en sá gamli og getum verið úti í
allt að viku í einu. Það gátum við ekki
áður. Hann tekur 420 kör og það svarar
til um 130 tonna afla. Öll vinnuaðstaða
og aðbúnaður er til fyrirmyndar en inn-
réttingar í gamla Páli voru orðnar 53
ára. Hann er auðvitað orðinn barn síns
tíma en það hefur alltaf gengið vel á því
skipi, alveg frá því hann var smíðaður
og bar nafnið Örfirisey upphaflega. Við
fiskuðum einhver 60.000 tonn á hann
þessi 18 ár en nú er hann orðinn þreytt-
ur.“
Gísli segir að framlag hans til veiða
fari nú að minnka. Hann verði sjötugur
um mánaðamótin og verði þá skipstjóri
að hálfu á móti stýrimanninum. „Þetta
er bara þægileg innivinna og ef kollur-
inn er í lagi er þetta bara fínt.“
Í brælu alla heimleiðina
■ Gísli V. Jónsson, skipstjóri á Páli Jónssyni GK 7, við heimkomuna til Grindavíkur. Hann segir miklu muna um meira lestar-
rými miðað við gamla skipið. Nú sé mögulegt að vera allta að viku í túr. „Það gátum við ekki áður,“ segir Gísli.