Ægir

Árgangur

Ægir - 2020, Blaðsíða 12

Ægir - 2020, Blaðsíða 12
12 „Öll störf í fyrirtækinu voru flokkuð og metin í ljósi mælikvarða sem við settum. Launagreiningin náði til hvers einasta starfsmanns og síðan fór vottunarfyrirtækið yfir niðurstöð- urnar og krafði okkur um skýringar og rökstuðning fyrir frávikum,“ segir Lilja Björg Arngrímsdóttir, sviðsstjóri mannauðs- og lögfræðisviðs Vinnslu- stöðvarinnar í Vestmannaeyjum um jafnlaunavottun sem fyrirtækið hefur fengið í samræmi við lög frá árinu 2018 og staðla þar að lútandi. Unnið hefur verið að verkefninu frá því í febrúar 2018  og var Deloitte fyrir- tækinu innan handar við undirbúning jafnlaunavottunar og launagreiningu sem náði til allra starfsmanna á launa- skrá í mars 2019. Óútskýrður launamunur ekki til staðar „Við komum mjög vel út úr þessu og átt- um svo sem ekki von á öðru. Niðurstað- an er 4,75% launamunur, sem er vel inn- an settra 5% marka. Í langflestum tilvik- um mátti skýra frávikin meðal annars með launalausum leyfum eða að starfs- menn væru ekki í 100% starfi. Óútskýrð- ur munur launa karla og kvenna í sam- bærilegum störfum er ekki til staðar,“ segir Lilja Björg og undirstrikar að jafn- launavottun snúist um sambærileg laun fyrir sambærileg störf og stöður, án til- lits til kynja. Hún segir einvörðungu horft til starfanna sem slíkra og í launa- greiningu sé tekið tillit til menntunar, stöðu í skipuriti, aldurs, starfsaldurs, breytilegs yfirvinnutíma og starfsheitis. Meðalmunur uppreiknaðra heildarlauna er innan allra vikmarka. Verkefnið markar upphaf frekar en endi „Jafnlaunavottunin er farsællega í höfn en við setjumst ekki þar með í helgan stein í þessum efnum, síður en svo. Þetta er miklu frekar upphaf en endir. Vottun- arfyrirtækið fer héðan í frá árlega yfir gæðakerfið og ferlana sem við höfum komið upp í samræmi við jafnlaunastað- alinn ÍST 85,“ segir Lilja Björg. Vottunin gildir í þrjú ár. Upphaflega var gert ráð fyrir að fyrirtæki með 250 starfsmenn eða fleiri fengju jafnlauna- vottun fyrir lok árs 2018. Það reyndist ekki raunhæft markmið enda verkefnið tímafrekt og vottunarfyrirtækin komust ekki yfir það sem að þeim snéri. Þá var mælt fyrir um að ljúka verkinu fyrir lok árs 2019 og við það stóð Vinnslustöðin. Frystigámar / Sala og leiga 10 / 20 og 40 ft. Seljum einnig og leigjum gámahús, geymslugáma og salernishús í ýmsum stærðum og gerðum. Fjöldi sérlausna í boði, sniðnar að þörfum hvers og eins viðskiptavinar. www.stolpigamar.is Hafðu samband 568 0100 Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík Vinnslustöðin fær jafnlaunavottun ■ Launagreining hjá Vinnslustöðinni leiddi í ljós 4,75% launamun sem í lang- flestum tilvikum átti sér skýringar. Sviðsstjóri mannauðs- og lögfræðisviðs VSV segir óútskýrðan launamun karla og kvenna í sambærilegum störfum ekki til staðar hjá fyrirtækinu. Fréttir

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.