Ægir

Árgangur

Ægir - 2020, Blaðsíða 34

Ægir - 2020, Blaðsíða 34
34 Formlegum viðræðum um sameiningu sjávarútvegsfyrir- tækjanna Þorbjarnar hf. og Vísis hf. í Grindavík hefur verið hætt. Sett var af stað vinna við skoðun á sameiningu fyrir- tækjanna í september síðastliðnum og reiknað með að nýtt sameinað fyrirtæki yrði til um áramót. Vinnuhópar voru skipaðir til að skoða einstaka þætti en samkvæmt nýrri til- kynningu segir að niðurstaðan hafi orðið sú að halda áfram góðu samstarfi fyrirtækjanna tveggja en láta þar staðar numið. Hugmyndin um sameiningu í eitt fyrirtæki var því sett til hliðar en ljóst er að til hefði orðið eitt af stærstu út- gerðar og fiskvinnslufyrirtækjum landsins. Í tilkynningunni segir að niðurstöður vinnuhópanna verði nýttar til að styrkja samstarf fyrirtækjanna enn frekar og útiloka eigendur þeirra ekki aðra möguleika í framtíðinni. Vísir og Þorbjörn eru rótgróin og öflug sjávarútvegsfyr- irtæki, svipuð að stærð og hafa í gegnum árin unnið tals- vert saman. Eiga þau meðal annars félög saman á borð við Haustak, Codland og sölufyrirtæki í Grikklandi. Vel yfir 600 manns vinna hjá fyrirtækjunum tveimur sem samanlagt hafa um 44.000 tonn af aflaheimildum og er ljóst að gott samstarf mun gagnast fyrirtækjunum vel og auka sóknartækifæri þeirra á erlendri grundu. Hætt við að sameina Þorbjörn og Vísi ■ Saltfiskur í vinnslu hjá Þorbirni hf. Á sjöunda hundrað manns starfa hjá fyrirtækjunum tveimur. Togarinn Bergey VE kom til heimahafnar í Vestmanneyjum í fyrsta sinn nú í janú- ar og hefur skipið hafið veiðar. Skipið er í eigu Bergs-Hugins ehf. og var afhent í Noregi þann 1. október síðastliðinn og þá siglt beint til Akureyrar þar sem hófst uppsetning á búnaði á vinnsluþilfari og í lest. Því verki lauk strax eftir áramótin. Bergey VE er einn sjö togara sem komu frá Vard skipasmíðastöðinni til ís- lenskra útgerða á síðasta ári. Eitt syst- urskipanna er Vestmannaey VE, sem einnig er í eigu Bergs-Hugins en það skip kom fyrst skipanna sjö til landsins. Vestmanney VE hóf veiðar í haust en nú í janúar var bætt við búnaði í skipið hjá Slippnum Akureyri. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergey VE lét vel af siglingunni frá Akureyri til Eyja þó gefið hafi á bátinn á leiðinni. „Það verður gaman að hefja veiðar á þessu nýja skipi. Á leiðinni frá Akureyri fengum við aðeins brælu úti fyrir Norð- urlandinu og skipið lét ágætlega. Það eru öðruvísi hreyfingar á þessu skipi en á gömlu Bergey,“ sagði hann í frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar við kom- una til Eyja. Unnið er nú hörðum höndum að upp- setningu á búnaði í hin skipin sjö. Fjögur þeirra eru í Hafnarfjarðarhöfn, þ.e. Vörður ÞH og Áskell ÞH sem eru í eigu Gjögurs hf. og Steinunn SF og Þinganes SF í eigu Skinneyjar Þinganess hf. á Höfn í Hornafirði. Sjöunda skipið er Harðbakur EA sem er við bryggju hjá Slippnum Akureyri. Öll koma þessi skip til með að hefja veiðar nú á útmánuðum. Bergey VE hefur veiðar ■ Eyjarnar tvær, Bergey VE og Vestmannaey VE, við bryggju á Akureyri í haust. Togararnir eru nú báðir komnir til veiða. Fréttir

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.