Ægir - 2020, Blaðsíða 9
9
Nýlega uppgötvuðu starfsmenn Haf-
rannsóknastofnunar, ásamt vísinda-
mönnum við Náttúrugripasafnið í
Lundúnum, áður óþekkta tegund
rauðþörunga hér við land. Samkvæmt
upplýsingum Hafrannsóknastofnunar
er þörungurinn blaðlaga, getur orðið
30 til 40 cm langur og 10 til 25 cm
breiður. Hann er áberandi í fjörum,
sérstaklega við Suðvesturland en
finnst einnig víða við vesturströnd-
ina, við Vestfirði og hefur fundist á
einum stað við Norðurland.
Fyrst varð vart við þennan þörung
við Öndverðarnes, yst á Snæfellsnesi,
um aldamótin 1900. Hann var þá talinn
tilheyra áður þekktri tegund en það er
rangt. Um er að ræða algerlega óþekkta
tegund sem á sína nánustu ættingja í
Kyrrahafi. Tegundin hefur hlotið nafnið
„Schizymenia jonssonii“ á latínu til minn-
ingar um Sigurð Jónsson þörungafræð-
ing. Á íslensku er hún nefnd klóblaðka.
Uppgötvun sem kemur á óvart
Í umfjöllun Hafrannsóknastofnunar seg-
ir að Norður-Atlantshafið sé sennilega
best þekkta svæði heimsins hvað varðar
grunnsævislífverur vegna langrar og
samfelldrar sögu rannsókna á þörungum
og dýrum á grunnsævi í Norður-Evrópu.
„Það kemur því verulega á óvart að svo
stór og áberandi tegund sem klóblaðkan
er, skyldi hafa farið fram hjá rannsak-
endum og ekki uppgötvast um hvaða
tegund var að ræða, fyrr en nú. Erfða-
greining leiddi í ljós að þörungurinn get-
ur vaxið ýmist sem skorpa eða verið
blaðlaga og er líklega um að ræða mis-
munandi ættliði í æxlunarferli tegundar-
innar. Þess má einnig geta að klóblaðka
er góður matþörungur og að í tilrauna-
eldisstöð Hafrannsóknarstofnunar við
Grindavík eru um þessar mundir í gangi
tilraunir með ræktun klóblöðku til matar,
í samvinnu við Hyndlu ehf.“
Nýr rauðþörungur
uppgötvast við Ísland
■ Flekkir af rauðleitri klóblöðku neðan til í fjörunni á utanverðum Reykjanesskaga. Ljósmynd: Karl Gunnarsson/Hafrannsóknastofnun
Lífríkið