Ægir

Árgangur

Ægir - 2020, Blaðsíða 22

Ægir - 2020, Blaðsíða 22
22 Umtalsverðar breytingar eru orðnar og eru að verða á útgerð Nesfisks í Garði. Keyptir hafa verið tveir togbát- ar frá Hornafirði, Steinunn og Hvan- ney, og bætast við flota Nesfisks. Steinunn fær nafnið Pálína Þórunn og verður gerð út á fiskitroll, en Hvanney hefur fengið nafnið Sigur- fari og leysir af hólmi dragnótarbát með sama nafni. Þá hefur Nesfiskur samið við skipasmíðastöðina Armon um smíði á nýjum frystitogara, sem afhentur verður í lok ársins 2021 og mun bera nafnið Baldvin Njálsson og leysa af hólmi eldri frystitogara með sama nafni. Skipið er hannað af Skipasýn. Hefðbundin flakafrysting um borð Nýi frystitogarinn verður 66,3 metrar á lengd og 16 metrar á breidd, búinn til frystingar á flökum. Sérstakt flutnings- kerfi fyrir bretti verður í togaranum sem auðveldar flutning og löndun á afurðum. Skipasýn hannaði skipið, sem verður smíðað á Spáni og verður það með stóra hæggenga skrúfu, sem er verulega orku- sparandi. „Við erum með þrjá snurvoðarbáta í útgerð; Sigurfara, Sigga Bjarna og Benna Sæm, þrjá ísfisktogara; Pálínu Þórunni, Sóley Sigurjóns og Berglín, frystitogar- ann Baldvin Njálsson og krókakerfisbát- ana Dóra og Margréti sem eru á línu. Loks er Bergur Vigfús á handfærum og makríl,“ segir Bergþór Baldvinsson, framkvæmdastjóri Nesfisks en hjá fyrir- tækinu starfa um um 400 manns í heild- ina. Unnið í ferskar og frystar afurðir Nesfiskur rekur þrjár fiskvinnslur; Nes- fisk í Garði, þar er frysting aðal verkefn- ið, Nýfisk í Sandgerði sem vinnur fersk- an fisk til útflutnings og Fiskverkun Ás- Nesfiskur kaupir tvo báta og lætur smíða frystitogara ■ Teikning af nýja togaranum. Hann verður afhentur í lok næsta árs. ■ Landað úr togaranum Sóley Sigurjóns í Keflavík. Ljósmynd Hjörtur Gíslason.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.