Ægir - 2020, Blaðsíða 38
38
SUDOKO
AUÐVELD ERFIÐARI
Margar þjóðir hafa fisk til hátíða-
birgða ólíkt okkur. Það skýrist af því
að ferskur gæðafiskur er fámeti hjá
mörgum þjóðum, ólíkt því sem hér
gerist. Við mælum með þessum ein-
falda, holla og góða þorskrétti í hvaða
veislu sem er.
Innihald:
► 4 góður bitar úr þorskhnakka, um
200 g hver
► salt
► nýmalaður svartur pipar
► ¼ bolli hveiti
► ¼ tsk. paprikuduft
► 3 msk. smjör
► 3 msk. ólívuolía
► 2 msk. capers
► 2 límónur, önnur þunnt skorin, hin
til helminga og safinn kreistur úr
henni.
► 1 msk. ferskur saxaður kóríander
og smávegis meira til skrauts.
► 1 msk. fersk söxuð steinselja og
smávegis meira til skrauts.
Aðferð:
Þurrkið fiskbitana með pappírsþurrku og
kryddið með salti og pipar. Blandið sam-
an hveiti og paprikudufti í skál og veltið
fiskbitunum upp úr blöndunni.
Hitið ólífuolíuna og smjörið á góðri
pönnu á meðalhita. Setjið fiskinn á
pönnuna í þann mund sem smjörið byrj-
ar að brúnast. Steikið fiskinn í 3-5 mín-
útur á hvorri hlið eftir þykkt, eða þar til
hjúpurinn er orðin gullinn. Lækkið hit-
ann ef smjörið fer að brenna of mikið.
Þegar fiskurinn er hæfilega steiktur,
takið hann til hliðar og haldið heitum.
Bætið capersinu út á pönnuna og hitið.
Bætið límónusafanum, kóríander og
steinselju út á, góðri matskeið af smjöri
og hrærið vel saman.
Færið fiskbitana yfir á fat og hellið
sósunni yfir. Skreytið með kryddjurtun-
um og límónusneiðum. Berið fram með
soðnum kartöflum, salati að eigin vali og
ef til vill góðu brauði.
Uppskriftir: audlindin.is
Fiskrétturinn
Þorskur með capers og kóríander