Ægir

Árgangur

Ægir - 2020, Blaðsíða 17

Ægir - 2020, Blaðsíða 17
17 Humarveiðar Okkar umbúðir eru ætlaðar undir matvæli Vinsamlega skilið tómum umbúðum strax á næsta fiskmarkað Umbúðamiðlun ehf s: 555 6677 umb.is Allt stefnir í að humarvertíðin í ár verði mjög rýr en Hafrannsóknastofnun hefur ráðlagt að aðeins verði gefinn út rann- sóknakvóti sem ekki verði meiri en 214 tonn. Hann verði nýttur til að fylgjast með stærðarsamsetningu og dreifingu stofnsins. Því má segja að humarvertíð- in bregðist í ár. Samkvæmt upplýsingum stofnunar- innar er nýliðun á humri í sögulegu lág- marki og muni stofninn að óbreyttu minnka frá því sem nú er. Árgangar allt frá 2005 eru mjög litlir og verði ekki við- snúningur þar á minnkar stofninn enn frekar. Í stofnmælingu 2019 reyndist humar- stofninn hafa minnkað um 20% frá árinu 2016 en á sama tíma hafði veiðihlutfall minnkað úr 1,9% í 0,4%. Lagt er til að allar humarveiðar verði bannaðar í Jökuldýpi og Lónsdjúpi til verndar uppvaxandi humdri. Ennfremur verði álag á humarslóð minnkað með áframhaldandi banni á veiðum með fiskibotnvörpu á svæðum í Breiðamerk- urdjúpi, Hornafjarðardjúpi og Lónsdjúpi. Þéttleiki humarholna við Ísland (0.07 holur/m2) mælist nú með því lægsta sem þekkist meðal þeirra humarstofna sem Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) veitir ráðgjöf um. Aðeins verði gefinn út rann- sóknakvóti í ár ■ Humarárgangar hafa verið litlir síðstu 15 ár og óhætt að tala um brest í veiðum nú þegar lagt er til að ekki verði gefinn út kvóti heldur aðeins leyfðar veiðar í rannsóknaskyni.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.