Ægir

Árgangur

Ægir - 2020, Blaðsíða 26

Ægir - 2020, Blaðsíða 26
26 Þriggja þilfara skip Páll Jónsson GK 7 er fyrsta nýsmíðin í hálfrar aldar sögu Vísis ehf. í Grindavík en verðmæti smíðasamningsins við und- irskrift í árslok 2017 nam tæpum einum milljarði króna. Skipið er sérhæft, þriggja þilfara línu- skip og þannig hannað að eitt þilfarið er fyrir aðstöðu áhafnar. Skipið er búið vökvadrifnum línubúnaði frá Mustad sem innifelur sjálfvirkt rekkakerfi fyrir 55 þúsund króka. Páll Jónsson GK er fyrsta skipið hér á landi sem búið er slíku kerfi en því er ætlað að létta vinnuálag um borð. Umboðsaðili fyrir Mustad hér á landi er Ísfell ehf. Búnaður til aflameðhöndlunar, tegundagreiningar og stærðarflokkunar afla er frá Skagan- um 3X og Marel. Caterpillar í vélarrúminu Aðalvél og tvær ljósavélar skipsins koma frá Caterpillar. Aðalvélin er Caterpillar 3512C sem mælist 736 kW við 1200 sn/ min. Ljósavélarnar eru Caterpillar C9.3 og eru afköst hvorrar samstæðu 260kW við 1500 sn/min. Umboðsaðili Caterpillar hér á landi er Klettur ehf. Skrúfubúnaðurinn er einnig frá Ca- terpillar-Berg af gerðinni MPP 620. Skrúfuþvermál er 2,6 m, snúningshraði 209 sn/mín. Niðurfærslugír er frá Reintj- es af gerðinni LAF763, niðurfærsla 1:5:7. Hliðarskrúfa er VETH propulsion, gerð VT-240, 150 kW, rafdrifin. Stýrisvél er vökvadrifin AS-Scan af gerðinni MT-5000-45-BICB CB. Flipastýri er einnig frá AS Scan af gerðinni Flap rudder. Tekur 420 kör í lest Lest skipsins rúmar 420 kör sem eru 460 ■ Brúin er hönnuð af NAVIS og er öll vinnuaðstaða til fyrirmyndar. Þar er til að mynda stillanlegur sjáveggur. ■ Þarna kemur fiskurinn inn á dráttarrúlluna. ■ Beitningarvélin er frá Mustad.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.