Ægir - 2020, Blaðsíða 28
28
lítrar að stærð. Aflinn verður forkældur
og kældur með ískrapa í lest en í skipinu
er Optim-ICE kælikerfi er frá Kapp ehf.
Kælikerfi fyrir lest er frá Frascol og
kæliblásarar í lest frá Termofin. Kælibún-
aður í beitufrysti skipsins er einnig frá
þessum framleiðendum.
Skipið er þannig búið að hægt er að
tengja það í landlegum við hitaveitu en
íbúðir og neysluvatn er annars hitað
með kælivatni aðalvélar. Neysluvatns-
kerfi, brunadæla, sjódælukerfi, lensi- og
ballastkerfi eru drifin dælum frá Azcue.
Þilfars- og löndunarkranar eru frá Pal-
finger en akkeris- og slæðuvindur frá
Romagnoli. Háþrýst þvottadæla er frá
Landvélum ehf.
Einstaklingsklefar eru fyrir áhöfn en
svefnrými í heild, að meðtöldum auka-
kojum, eru 16 talsins. Gert er ráð fyrir að
á skipinu verði 14 manna áhöfn.
Skjáveggur í brúnni hreyfanlegur
Vinnuaðstaða skipstjórnenda í brú er vel
útfærð en líkt og annað í skipinu er brú-
in hönnun frá NAVIS í samstarfi við út-
gerðina. Öll helstu siglinga- og fiskileit-
artæki eru tengd við sex stóra skjái sem
festir eru á sérstaka standa sem hægt er
að hækka, lækka og stilla að vild. Skjá-
veggurinn er því með öðrum orðum still-
anlegur en ekki fastur líkt og algengast
hefur verið í þessum búnaði.
Sjálfstýring skipsins er frá Simrad af
gerðinni AP70. GPS kompásar eru frá
Furuno og JRC, AIS kerfi er frá JRC af
gerðinni JJHS-193. Radarinn er Furuno
FAR 21x7 og plotterarnir eru annars
vegar TimeZero frá MaxSea og hins veg-
ar Olex. Tveir dýptarmælar eru í brúnni
frá Furuno, annars vegar FCV-1900 G og
hins vegar DFF3. Af öðrum búnaði má
nafna VSAT kerfi frá Sailor, 4G símkerfi
frá Skiparadío og línustjórnunarkerfið
Captain Hook.
Fyrirtækið Skiparadíó í Grindavík
annaðist allan tækjapakkann í brú Páls
Jónssonar. Raftíðni ehf. annaðist raf-
lagnir.
Líkt og áður segir var skipið smíðað í
Alkor skipamíðastöðinni í Gdansk í Pól-
landi og er fyrsta nýsmíði stöðvarinnar
fyrir íslenska útgerð en stöðin hefur
annast mörg viðhalds og endurbygg-
ingaverkefni á íslenskum skipum. Um-
boðsaðila Alkor hér á landi er fyrirtækið
Atlas ehf.
Páll Jónsson GK var málaður með Int-
ernational málningarkerfi frá fyrirtæk-
inu Sérefni ehf.
■ Vítt er til veggja í setustofu og matsal og fer vel um
mannskapinn.
■ Fiskvinnslubúnaður framleiddur af Skaganum 3X.
■ Í skipinu er sjálfvirkt rekkakerfi fyrir 55.000 króka
■ Aflinn er tegundagreindur og flokkaður. Flokkunarbúnaðurinn kemur frá Marel