Ægir - 2020, Blaðsíða 15
15
stærri útgerðir,“ segir Gunnar Óli Sölva-
son, framkvæmdastjóri Micro.
„Við erum að smíða í rauninni allt frá
stökum færiböndum og körum upp í
heilar vinnslulínur. Okkar þekktasta
vara er blæðingar- og kælingarker, sem
er kallað Drekinn. Það er kæliker sem er
fyrir stýrða blóðgun eða kælingu, sem
byggist á sama grunni og aðrir gera en
með öðrum hætti, til dæmis með skrúfum
eða öðruvísi körum. Það snýst um að
stýra tíma fyrir blæðingu á fiski og eða
kælingu,“ segir Gunnar Óli.
Stór verkefni fyrir
Skinney-Þinganes
Auk þess að Micro hannar og smíðar
vinnslukerfin í áðurnefnd fjögur skip er
blæðingarbúnaður frá fyrirtækinu í
Vestmanney VE og Bergey VE, skipum
Bergs-Hugins, en vinnslukerfi í þeim
skipum var smíðað og sett upp hjá
Slippnum Akureyri, líkt og annars staðar
er fjallað um í blaðinu.
„Búnaðurinn í þessum skipum öllum
er mjög áþekkur og byggist á því að ná
hámarkskælingu uppi á vinnsludekkinu
áður fiskurinn fer niður í lest. Lestin er
svo íslaus með kælingu rétt undir frost-
marki. Því þarf ekki að ísa fiskinn. Hita í
lestunum í ísfiskskipum er yfirleitt hald-
ið í hálfri til einni gráðu þannig að ísinn
virki en frjósi ekki saman,“ segir Gunnar
Óli
Vinnslustýringin í áðurnefndum fjór-
um skipum sem Micro smíðar vinnslu-
kerfið í er unnið í samstarfi við Völku
ehf., þ.e. hugbúnaður og forritun. „Þetta
er því samstarfsverkefni að segja má
fimm fyrirtækja, sem eru Gjögur og
Skinney- Þinganes, sem komu mikið að
hönnuninni, Micro og Valka sem vinnum
vél- og hugbúnað saman og Kæling ehf. í
Hafnarfirði hefur þróað kælingu á milli-
dekki og í lest. Þetta hefði aldrei gengið
upp nema með góðu samstarfi þessara
fimm aðila. Lausnin lítur bara vel út,“
segir Gunnar Óli en reynsla er komið á
þetta kerfi um borð í togskipinu Þóri SF
sem Skinney-Þinganes lét lengja í fyrra
og búa nýrri vinnslulínu. Micro setti
einnig vinnslubúnað í togskipið Skinney
SF í eigu sömu útgerðar þegar það kom
úr lengingu í fyrrasumar.
Auka gæði humarsins
Þórir SF og Skinney SF eru gerð út á
fiskitroll og humar. „Þannig að við sett-
um sérstaka humarvinnslu þar um borð
sem nýsköpunarverkefni í miklu sam-
starfi við Skinney-Þinganes. Það snéri
að því að lágmarka meðhöndlun á humri
á vinnsludekkinu til að auka gæði afurð-
anna. Humrinum er raðað í kassa uppi á
vinnsludekki áður en hann fer niður í
lest, sem ég held að hafi
ekki verið gert á Ís-
landi áður. Með
því náðist
að að
auka
gæðin
töluvert
miðað
við fyrri
aðferðir
þegar humar-
inn var settur í
kör niður í lest. Með
þessari breytingu er um-
talsvert minna brot í humrin-
um en áður. Það brot sem kemur
fram eftir þessa breytingu er ekki
hægt að koma í veg fyrir því það verður
í trollinu og tilfærslu frá trolli niður í
móttöku. Eftir þetta er sáralítið brot í
vinnslunni
samkvæmt
mælingum
sem Skinney-
Þinganes gerði með
samanburði við fyrri
vertíðir,“ segir Gunnar Óli
Sölvason.
Útfærsla Micro á kerfinu á
vinnsluþilfari nýrra skipa
Gjögurs ehf. og Skinn-
eyjar-Þinganess ehf.
Tækni